Djúpar lægðir í kortunum næstu sex daga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. október 2020 07:00 Í þessari vindaspá Veðurstofunnar fyrir klukkan 18 á laugardaginn sést að það verður ansi hvasst á suðusturhluta landsins. Veðurstofa Íslands Veðurspár gera nú ráð fyrir að djúpar lægðir verði tíðir gestir fyrir sunnan og suðaustan land næstu sex dagana og jafnvel lengur. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að það sem af er október hafi vindur verið hægari á landinu en oftast sé raunin á þessum árstíma. Margir hafi nýtt rólega daga undanfarið til útivistar í haustkyrrðinni en nú sé hins vegar breytingar á veðurlagi í vændum: „[…] því spár gera ráð fyrir að djúpar lægðir verði tíðir gestir fyrir sunnan og suðaustan land næstu 6 daga og jafnvel lengur. Austan- og norðaustanátt verða þá ríkjandi hjá okkur og oft á tíðum hvasst, vonandi gefast þó einhverjir dagpartar með hægari vindi milli lægða. Með lægðunum fylgir rigning eða slydda og er útlit fyrir að mesta úrkoman verði á austanverðu landinu, en í minna mæli vestanlands,“ segir í hugleiðingunum. Í dag verður vaxandi austanátt nú í morgunsárið og má búast við allhvössum vindi nokkuð víða þegar kemur fram á daginn. Þegar líða fer að kvöldi slær svo væntanlega í storm syðst á landinu. „Þó ber að taka fram að norðanlands verður vindur skaplegur í dag. Í suðausturfjórðungi landsins verður lengst af rigning, en í öðrum landshlutum verður úrkoma lítil, í mesta lagi dálítil rigning um tíma. Hitinn yfirleitt á bilinu 2 til 7 stig, en kaldara norðaustantil á landinu þangað til síðdegis,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Veðurhorfur á landinu: Gengur í austan 13-18 m/s í dag og 18-23 syðst undir kvöld, en hægari vindur norðanlands. Rigning eða slydda um landið suðaustanvert, annars úrkomulítið. Hiti 2 til 7 stig, en kaldara norðaustanlands þangað til síðdegis. Austan 10-18 á morgun og víða rigning með köflum, talsverð úrkoma um tíma á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti breytist lítið. Á föstudag: Austan 13-20 m/s. Rigning, talsverð á Suðausturlandi og Austfjörðum, en úrkomulítið á Norðvestur- og Vesturlandi. Dregur úr vindi seinnipartinn, fyrst syðst á landinu. Hiti 3 til 8 stig. Á laugardag (fyrsti vetrardagur): Norðaustan 15-23, hvassast á Vestfjörðum og í vindstrengjum suðaustanlands. Rigning eða slydda, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Hiti 2 til 8 stig, mildast syðst. Á sunnudag: Stíf norðaustanátt og víða rigning eða slydda, en þurrt suðvestantil á landinu. Hiti breytist lítið. Á mánudag: Norðaustlæg átt og dálítil slydda eða rigning á Norður- og Austurlandi, en bjartviðri sunnanlands. Hiti 0 til 6 stig. Veður Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Innlent Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Erlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Fleiri fréttir Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Snjómokstur hófst um klukkan fjögur í nótt Víða mikil snjókoma og órólegar umhleypingar í kortunum Snjómagnið verulegt en ekki óeðlilegt miðað við árstíma Snjókoma í flestum landshlutum Útlit fyrir rólegt helgarveður Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Hvassviðri við suður- og vesturströndina Veður gengið niður en fer kólnandi Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Sjá meira
Veðurspár gera nú ráð fyrir að djúpar lægðir verði tíðir gestir fyrir sunnan og suðaustan land næstu sex dagana og jafnvel lengur. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að það sem af er október hafi vindur verið hægari á landinu en oftast sé raunin á þessum árstíma. Margir hafi nýtt rólega daga undanfarið til útivistar í haustkyrrðinni en nú sé hins vegar breytingar á veðurlagi í vændum: „[…] því spár gera ráð fyrir að djúpar lægðir verði tíðir gestir fyrir sunnan og suðaustan land næstu 6 daga og jafnvel lengur. Austan- og norðaustanátt verða þá ríkjandi hjá okkur og oft á tíðum hvasst, vonandi gefast þó einhverjir dagpartar með hægari vindi milli lægða. Með lægðunum fylgir rigning eða slydda og er útlit fyrir að mesta úrkoman verði á austanverðu landinu, en í minna mæli vestanlands,“ segir í hugleiðingunum. Í dag verður vaxandi austanátt nú í morgunsárið og má búast við allhvössum vindi nokkuð víða þegar kemur fram á daginn. Þegar líða fer að kvöldi slær svo væntanlega í storm syðst á landinu. „Þó ber að taka fram að norðanlands verður vindur skaplegur í dag. Í suðausturfjórðungi landsins verður lengst af rigning, en í öðrum landshlutum verður úrkoma lítil, í mesta lagi dálítil rigning um tíma. Hitinn yfirleitt á bilinu 2 til 7 stig, en kaldara norðaustantil á landinu þangað til síðdegis,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Veðurhorfur á landinu: Gengur í austan 13-18 m/s í dag og 18-23 syðst undir kvöld, en hægari vindur norðanlands. Rigning eða slydda um landið suðaustanvert, annars úrkomulítið. Hiti 2 til 7 stig, en kaldara norðaustanlands þangað til síðdegis. Austan 10-18 á morgun og víða rigning með köflum, talsverð úrkoma um tíma á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti breytist lítið. Á föstudag: Austan 13-20 m/s. Rigning, talsverð á Suðausturlandi og Austfjörðum, en úrkomulítið á Norðvestur- og Vesturlandi. Dregur úr vindi seinnipartinn, fyrst syðst á landinu. Hiti 3 til 8 stig. Á laugardag (fyrsti vetrardagur): Norðaustan 15-23, hvassast á Vestfjörðum og í vindstrengjum suðaustanlands. Rigning eða slydda, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Hiti 2 til 8 stig, mildast syðst. Á sunnudag: Stíf norðaustanátt og víða rigning eða slydda, en þurrt suðvestantil á landinu. Hiti breytist lítið. Á mánudag: Norðaustlæg átt og dálítil slydda eða rigning á Norður- og Austurlandi, en bjartviðri sunnanlands. Hiti 0 til 6 stig.
Veður Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Innlent Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Erlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Fleiri fréttir Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Snjómokstur hófst um klukkan fjögur í nótt Víða mikil snjókoma og órólegar umhleypingar í kortunum Snjómagnið verulegt en ekki óeðlilegt miðað við árstíma Snjókoma í flestum landshlutum Útlit fyrir rólegt helgarveður Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Hvassviðri við suður- og vesturströndina Veður gengið niður en fer kólnandi Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Sjá meira