Krónan hættir alfarið með plastpoka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. október 2020 09:05 Áður hafði Krónan hætt notkun hefðbundinna plastpoka og undanfarið ár hefur einungis verið notast við burðarpoka úr sykurreyr. Vísir/Vilhelm Síðustu plastpokabirgðir Krónunnar eru að klárast þessa dagana og mun Krónan þá alfarið hætta sölu burðarplastpoka í verslunum sínum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem vísað er í lög sem banna sölu plastpoka í verslunum frá 1. janúar 2021. Frumvarp um slíkt bann var samþykkt í maí í fyrra og segir í tilkynningu Krónunnar að fyrirtækið hafi þá þegar hafið undirbúning þessarar breytingar. Upplag plastpokanna sé nú að klárast og ekki verða fleiri pantaðir. „Áður hafði Krónan hætt notkun hefðbundinna plastpoka og undanfarið ár hefur einungis verið notast við burðarpoka úr sykurreyr. Þá voru gefins smápokar teknir úr grænmetisdeildum og við kassa í byrjun júní 2019. Í verslunum Krónunnar er því nú einungis að finna fjölnota burðarpoka og pappapoka til sölu við afgreiðslukassa en þá eru jafnframt seldir niðurbrjótanlegir pokar úr maís sem nýst geta sem ruslapokar á heimilum. Með því að hætta sölu plastburðapokanna á undan áætlun má gera ráð fyrir að það fækki um meira en milljón plastpoka í umferð,“ segir tilkynningu Krónunnar. Þar er jafnframt haft eftir Ástu S. Fjeldsted, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, að Krónan sé með skýra stefnu í umhverfismálum. Í gegnum árin hafi fyrirtækið leitað leiða til að minnka plastnotkun. „Við fögnum því þessu skrefi og teljum það í átt til ábyrgðar í umhverfismálum. Við höfum lagt drög að þessu undanfarna mánuði og gert tilraunir því allar verslanir sem opnaðar hafa verið frá 2019 hafa verið plastpokalausar. Við bjóðum upp á úrval af fjölnota burðarpokum og vonum að viðskiptavinir bregðist vel við þessari breytingu með okkur,“ segir Ásta. Neytendur Umhverfismál Verslun Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Síðustu plastpokabirgðir Krónunnar eru að klárast þessa dagana og mun Krónan þá alfarið hætta sölu burðarplastpoka í verslunum sínum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem vísað er í lög sem banna sölu plastpoka í verslunum frá 1. janúar 2021. Frumvarp um slíkt bann var samþykkt í maí í fyrra og segir í tilkynningu Krónunnar að fyrirtækið hafi þá þegar hafið undirbúning þessarar breytingar. Upplag plastpokanna sé nú að klárast og ekki verða fleiri pantaðir. „Áður hafði Krónan hætt notkun hefðbundinna plastpoka og undanfarið ár hefur einungis verið notast við burðarpoka úr sykurreyr. Þá voru gefins smápokar teknir úr grænmetisdeildum og við kassa í byrjun júní 2019. Í verslunum Krónunnar er því nú einungis að finna fjölnota burðarpoka og pappapoka til sölu við afgreiðslukassa en þá eru jafnframt seldir niðurbrjótanlegir pokar úr maís sem nýst geta sem ruslapokar á heimilum. Með því að hætta sölu plastburðapokanna á undan áætlun má gera ráð fyrir að það fækki um meira en milljón plastpoka í umferð,“ segir tilkynningu Krónunnar. Þar er jafnframt haft eftir Ástu S. Fjeldsted, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, að Krónan sé með skýra stefnu í umhverfismálum. Í gegnum árin hafi fyrirtækið leitað leiða til að minnka plastnotkun. „Við fögnum því þessu skrefi og teljum það í átt til ábyrgðar í umhverfismálum. Við höfum lagt drög að þessu undanfarna mánuði og gert tilraunir því allar verslanir sem opnaðar hafa verið frá 2019 hafa verið plastpokalausar. Við bjóðum upp á úrval af fjölnota burðarpokum og vonum að viðskiptavinir bregðist vel við þessari breytingu með okkur,“ segir Ásta.
Neytendur Umhverfismál Verslun Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira