Alvotech verði leiðandi á sviði líftæknilyfja á heimsvísu Alvotech 22. október 2020 12:49 Hjá Alvotech starfa nú um 500 vísindamenn og sérfræðingar með fjölbreyttan bakgrunn Lyfjafyrirtækið Alvotech hefur metnaðarfull markmið um að auka aðgengi sjúklinga um allan heim að hágæða líftæknilyfjum, lækka lyfjaverð og auka lífsgæði. Fyrirtækið vinnur að þróun nýrra líftæknilyfja (líftæknilyfshliðstæður, biosimilars), sem notuð eru við erfiðum sjúkdómum eins og gigt, psoriasis og krabbameini. Alvotech hefur ráðið til sín tugi sérfræðinga á þessu ári og auglýsti nýlega fjölda nýrra starfa á Íslandi fyrir háskólamenntað fólk. Alvotech hefur skýra stefnu í mannauðsmálum og er kynjahlutfall fyrirtækisins jafnt og bakgrunnur starfsmanna fjölbreyttur. 500 vísindamenn í fjórum löndum Alvotech er nú með starfsemi í Bandaríkjunum, í Þýskalandi og Sviss, auk Íslands þar sem höfuðstöðvar fyrirtækisins eru. Hjá Alvotech starfa nú um 500 vísindamenn og sérfræðingar með fjölbreyttan bakgrunn. Róbert Wessman, stofnandi Alvotech tók fyrstu skóflustunguna að nýju hátæknisetri fyrirtækisins í október 2013 og að baki Alvotechstanda öflugir alþjóðlegir fjárfestar. Setrið er búið fullkomnustu tækjum og búnaði til þróunar og framleiðslu líftæknilyfja. Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Alvotech Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Alvotech, segir mikil verðmæti felast í fjölbreyttu og alþjóðlegu vinnuumhverfi. „Starfsfólk okkar á Íslandi er af 45 þjóðernum og við höfum dregið að okkur þekkingu víðsvegar að úr heiminum við uppbyggingu Alvotech. Til að mynda hafa 40 fjölskyldur frá Indlandi flust til Íslands til að taka þátt í uppbyggingu Alvotech með okkur. Kjarni fyrirtækisins er hinsvegar íslenskur og hjá fyrirtækinu starfa fjöldi reynslumikilla íslenskra vísindamanna og sérfræðinga.“ Starfsfólk Alvotech á Íslandi er af 45 þjóðernum Sigríður Elín segir að kynjaskipting fyrirtækisins sé nokkuð jöfn, bæði er varðar heildarfjölda starfsmanna fyrirtækisins og hlutfall kvenna í stjórnendastörfum. „Við höfum markað okkur skýra stefnu í þessum málum og það er ánægjulegt að kynjahlutfall fyrirtækisins sé jafnt og að bakgrunnur starfsmanna sé fjölbreyttur.“ „Það er markmið okkar að gera enn betur og halda áfram að þróa vinnustað sem fagnar fjölbreytileika og jöfnum tækifærum.“ Hátæknisetur Alvotech er búið fullkomnustu tækjum og búnaði til þróunar og framleiðslu líftæknilyfja Skapandi og lifandi fyrirtækjamenning Fyrirtækjamenning Alvotech er í senn mjög lifandi og skapandi þar sem áhersla er lögð á að gefa starfsmönnum tækifæri til að vaxa og dafna í sínu starfi. Miklar kröfur eru gerðar til lyfjafyrirtækja um gæði þróunar og framleiðslu og hefur Alvotech sett sér það markmið að vera í fremstu röð á sínu sviði. Sigríður Elín segir það mikla hvatningu að sjá að miklar væntingar eru gerðar til fyrirtækisins og að fyrirtækjamenning Alvotech byggi á þessu trausti, metnaði, samheldni og ástríðu til að verða í fremstu röð. Alvotech auglýsir eftir nýjum liðsmönnum á heimasíðu sinni „Við höfum góða blöndu af reyndum vísindamönnum og sérfræðingum annarsvegar og svo hinsvegar vísindamönnum framtíðarinnar sem er unga fólkið sem hefur góða menntun og mikinn metnað til að taka þátt í þessu með okkur.“ „Þegar við ráðum til okkar fólk horfum við til þess að viðkomandi hafi þá reynslu og menntun sem til þarf en ekki síður að ákveðin grunngildi og viðhorf falli að því sem við leitum að hverju sinni“. Alvotech auglýsti nýlega eftir nýjum liðsmönnum á Íslandi og hægt er að kynna sér störf í boði og almennnar upplýsingar um fyrirtækið á alvotech.is. Lyf Tækni Heilsa Vísindi Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Lyfjafyrirtækið Alvotech hefur metnaðarfull markmið um að auka aðgengi sjúklinga um allan heim að hágæða líftæknilyfjum, lækka lyfjaverð og auka lífsgæði. Fyrirtækið vinnur að þróun nýrra líftæknilyfja (líftæknilyfshliðstæður, biosimilars), sem notuð eru við erfiðum sjúkdómum eins og gigt, psoriasis og krabbameini. Alvotech hefur ráðið til sín tugi sérfræðinga á þessu ári og auglýsti nýlega fjölda nýrra starfa á Íslandi fyrir háskólamenntað fólk. Alvotech hefur skýra stefnu í mannauðsmálum og er kynjahlutfall fyrirtækisins jafnt og bakgrunnur starfsmanna fjölbreyttur. 500 vísindamenn í fjórum löndum Alvotech er nú með starfsemi í Bandaríkjunum, í Þýskalandi og Sviss, auk Íslands þar sem höfuðstöðvar fyrirtækisins eru. Hjá Alvotech starfa nú um 500 vísindamenn og sérfræðingar með fjölbreyttan bakgrunn. Róbert Wessman, stofnandi Alvotech tók fyrstu skóflustunguna að nýju hátæknisetri fyrirtækisins í október 2013 og að baki Alvotechstanda öflugir alþjóðlegir fjárfestar. Setrið er búið fullkomnustu tækjum og búnaði til þróunar og framleiðslu líftæknilyfja. Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Alvotech Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Alvotech, segir mikil verðmæti felast í fjölbreyttu og alþjóðlegu vinnuumhverfi. „Starfsfólk okkar á Íslandi er af 45 þjóðernum og við höfum dregið að okkur þekkingu víðsvegar að úr heiminum við uppbyggingu Alvotech. Til að mynda hafa 40 fjölskyldur frá Indlandi flust til Íslands til að taka þátt í uppbyggingu Alvotech með okkur. Kjarni fyrirtækisins er hinsvegar íslenskur og hjá fyrirtækinu starfa fjöldi reynslumikilla íslenskra vísindamanna og sérfræðinga.“ Starfsfólk Alvotech á Íslandi er af 45 þjóðernum Sigríður Elín segir að kynjaskipting fyrirtækisins sé nokkuð jöfn, bæði er varðar heildarfjölda starfsmanna fyrirtækisins og hlutfall kvenna í stjórnendastörfum. „Við höfum markað okkur skýra stefnu í þessum málum og það er ánægjulegt að kynjahlutfall fyrirtækisins sé jafnt og að bakgrunnur starfsmanna sé fjölbreyttur.“ „Það er markmið okkar að gera enn betur og halda áfram að þróa vinnustað sem fagnar fjölbreytileika og jöfnum tækifærum.“ Hátæknisetur Alvotech er búið fullkomnustu tækjum og búnaði til þróunar og framleiðslu líftæknilyfja Skapandi og lifandi fyrirtækjamenning Fyrirtækjamenning Alvotech er í senn mjög lifandi og skapandi þar sem áhersla er lögð á að gefa starfsmönnum tækifæri til að vaxa og dafna í sínu starfi. Miklar kröfur eru gerðar til lyfjafyrirtækja um gæði þróunar og framleiðslu og hefur Alvotech sett sér það markmið að vera í fremstu röð á sínu sviði. Sigríður Elín segir það mikla hvatningu að sjá að miklar væntingar eru gerðar til fyrirtækisins og að fyrirtækjamenning Alvotech byggi á þessu trausti, metnaði, samheldni og ástríðu til að verða í fremstu röð. Alvotech auglýsir eftir nýjum liðsmönnum á heimasíðu sinni „Við höfum góða blöndu af reyndum vísindamönnum og sérfræðingum annarsvegar og svo hinsvegar vísindamönnum framtíðarinnar sem er unga fólkið sem hefur góða menntun og mikinn metnað til að taka þátt í þessu með okkur.“ „Þegar við ráðum til okkar fólk horfum við til þess að viðkomandi hafi þá reynslu og menntun sem til þarf en ekki síður að ákveðin grunngildi og viðhorf falli að því sem við leitum að hverju sinni“. Alvotech auglýsti nýlega eftir nýjum liðsmönnum á Íslandi og hægt er að kynna sér störf í boði og almennnar upplýsingar um fyrirtækið á alvotech.is.
Lyf Tækni Heilsa Vísindi Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira