Biðst afsökunar og lokar Sporthúsinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. október 2020 16:34 Þröstur Jón Sigurðsson, eigandi Sporthússins. Eigandi Sporthússins, líkamsræktarstöð í Kópavogi, hefur tekið þá ákvörðun að loka stöðinni tímabundið vegna mikillar og almennrar óánægju í samfélaginu með opnun líkamsræktarstöðva. Stöðin hefur boðið upp á hóptíma undanfarna þrjá daga. Hann segist með ákvörðuninni axla ábyrgð og loka stöðinni með almannahag í huga. Heilbrigðisráðherra heimilaði hóptíma í líkamsræktarstöðvum í reglugerð sinni á þriðjudag í andstöðu við tilmæli sóttvarnalæknis. Fleiri stöðvar höfðu ákveðið að bjóða ekki upp á hóptíma þrátt fyrir að reglugerð ráðherra heimilaði það og vísuðu til samfélagslegrar ábyrgðar. World Class, stærsta líkamsræktarkeðja landsins, býður upp á hóptíma auk fleiri minni stöðva víðs vegar um landið. „Mikil og almenn óánægja er í samfélaginu yfir því að Sporthúsið skuli hafa nýtt þá heimild sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra og opnað fyrir hóptíma, en ekki farið að tilmælum sóttvarnalæknis, þrátt fyrir að í minnisblaði hans til ráðherra hafi verið lagt til að tilteknar íþróttir gætu hafið starf með takmörkunum, svo sem CrossFit og jóga. Í ljósi þessa tel ég að ekki hafi verið rétt að svo stöddu að opna Sporthúsið, CrossFit, BootCamp, SuperForm og aðra starfsemi hjá okkur sem kennd er í hópum,“ segir Þröstur Jón Sigurðsson, eigandi Sporthússins. Ýmsir hafa gagnrýnt heimild líkamsræktarstöðva til að bjóða upp á hóptíma. Þeirra á meðal Björk Jakobsdóttir leikstjóri. „Vegna skilaboða sóttvarnalæknis gegnum fjölmiðla og þeirrar miklu sundrungar sem virðist vera í samfélaginu vegna opnunar líkamsræktarstöðva hef ég ákveðið að axla ábyrgð og loka starfsemi okkar aftur, í von um að það sé rétt ákvörðun fyrir almannahag.“ Lokunin taki gildi frá og með morgundeginum. 23. október. „Ég biðst innilega afsökunar á þeim óþægindum sem þetta hringl hefur valdið og vona að við komumst í sameiningu gegnum þessa bylgju Covid-19 veirunnar sem allra fyrst.“ Þröstur bætir við að þrátt fyrir gríðarlegan fjölda heimsókn í Sporthúsið frá því að Covid-19 hófst viti hann ekki til þess að neitt smit megi rekja til Sporthússins. „Öll umræða um líkamsræktarstöðvar sem gróðrarstíu Covid-19 á því að mínu mati ekki við um okkar starfsemi, enda höfum við og viðskiptavinir okkar lagt gríðarlega hart að okkur við að gæta að ýtrustu sóttvörnum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Kópavogur Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Sjá meira
Eigandi Sporthússins, líkamsræktarstöð í Kópavogi, hefur tekið þá ákvörðun að loka stöðinni tímabundið vegna mikillar og almennrar óánægju í samfélaginu með opnun líkamsræktarstöðva. Stöðin hefur boðið upp á hóptíma undanfarna þrjá daga. Hann segist með ákvörðuninni axla ábyrgð og loka stöðinni með almannahag í huga. Heilbrigðisráðherra heimilaði hóptíma í líkamsræktarstöðvum í reglugerð sinni á þriðjudag í andstöðu við tilmæli sóttvarnalæknis. Fleiri stöðvar höfðu ákveðið að bjóða ekki upp á hóptíma þrátt fyrir að reglugerð ráðherra heimilaði það og vísuðu til samfélagslegrar ábyrgðar. World Class, stærsta líkamsræktarkeðja landsins, býður upp á hóptíma auk fleiri minni stöðva víðs vegar um landið. „Mikil og almenn óánægja er í samfélaginu yfir því að Sporthúsið skuli hafa nýtt þá heimild sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra og opnað fyrir hóptíma, en ekki farið að tilmælum sóttvarnalæknis, þrátt fyrir að í minnisblaði hans til ráðherra hafi verið lagt til að tilteknar íþróttir gætu hafið starf með takmörkunum, svo sem CrossFit og jóga. Í ljósi þessa tel ég að ekki hafi verið rétt að svo stöddu að opna Sporthúsið, CrossFit, BootCamp, SuperForm og aðra starfsemi hjá okkur sem kennd er í hópum,“ segir Þröstur Jón Sigurðsson, eigandi Sporthússins. Ýmsir hafa gagnrýnt heimild líkamsræktarstöðva til að bjóða upp á hóptíma. Þeirra á meðal Björk Jakobsdóttir leikstjóri. „Vegna skilaboða sóttvarnalæknis gegnum fjölmiðla og þeirrar miklu sundrungar sem virðist vera í samfélaginu vegna opnunar líkamsræktarstöðva hef ég ákveðið að axla ábyrgð og loka starfsemi okkar aftur, í von um að það sé rétt ákvörðun fyrir almannahag.“ Lokunin taki gildi frá og með morgundeginum. 23. október. „Ég biðst innilega afsökunar á þeim óþægindum sem þetta hringl hefur valdið og vona að við komumst í sameiningu gegnum þessa bylgju Covid-19 veirunnar sem allra fyrst.“ Þröstur bætir við að þrátt fyrir gríðarlegan fjölda heimsókn í Sporthúsið frá því að Covid-19 hófst viti hann ekki til þess að neitt smit megi rekja til Sporthússins. „Öll umræða um líkamsræktarstöðvar sem gróðrarstíu Covid-19 á því að mínu mati ekki við um okkar starfsemi, enda höfum við og viðskiptavinir okkar lagt gríðarlega hart að okkur við að gæta að ýtrustu sóttvörnum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Kópavogur Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent