Trump birti „falskt og hlutdrægt“ viðtal fyrir 60 mínútur Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2020 19:40 Donald og Melania Trump á leið um borð í flugvél forsetans í dag. AP/Evan Vucci Donald Trump, Bandaríkjaforseti, stóð við stóru orðin í dag og birti upptöku Hvíta hússins af viðtali hans við Lesley Stahl, fréttakonu 60 mínútna. Trump stöðvaði viðtalið á þriðjudaginn og kvartaði yfir því að Stahl væri ósanngjörn og hlutdræg. Strax um kvöldið sagði forsetinn svo á Twitter að hann væri að íhuga að birta upptöku af viðtalinu til að sýna fram á hvernig „FALSKT OG HLUTDRÆGT“ viðtal væri. Forsetinn sagði að fólk ætti að skoða þetta og bera saman við viðtöl Joe Biden, mótframbjóðanda hans. ...Everyone should compare this terrible Electoral Intrusion with the recent interviews of Sleepy Joe Biden!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 20, 2020 Upptakan sem Trump birti var tekin upp af starfsmönnum Hvíta hússins og sýnir bara forsetann sjálfan. CBS segir að Hvíta húsið hafi heitið því að nota upptökuna eingöngu í skjalasafn ríkisstjórnarinnar. Hún byrjar á því að Stahl spyr Trump hvort hann sé tilbúinn fyrir erfiðar spurningar og hann biður hana um að vera sanngjarna. Stahl sagði þá að síðast hefði hann verið klár í slaginn en Trump sagðist ekki vera það að þessu sinni. Hann sagðist ekki tilbúinn til að svara erfiðum spurningum og gagnrýndi Stahl fyrir að spyrja Biden ekki erfiðra spurninga. Myndbandið sýnir að hann ver miklum tíma í að saka Stahl um að vera ósanngjarna og hlutdræga þegar hún gengur á hann að svara spurningum um meðhöndlun ríkisstjórnar hans á faraldri nýju kórónuveirunnar, efnahagsmál og ýmislegt annað. Stahl spurði Trump fljótt að því hvert hans helsta áherslumál fyrir komandi kjörtímabil væri. Þá sagði Trump að hann hefði byggt upp besta efnahag í sögu Bandaríkjanna, sem er ekki rétt, og benti hún honum á að svo væri ekki. „Það er víst satt,“ sagði Trump og bætti við skömmu seinna: „Þú myndir ekki segja við Biden það sem þú sagðir við mig.“ Í tísti sem Trump birti fyrr í dag sagði hann fylgjendum sínum að taka eftir framígripum Sthal og reiði hennar og bera það saman við „ítarleg, flæðandi og „mikilfenglega snilldarleg““ svör hans. I will soon be giving a first in television history full, unedited preview of the vicious attempted takeout interview of me by Lesley Stahl of @60Minutes. Watch her constant interruptions & anger. Compare my full, flowing and magnificently brilliant answers to their Q s . https://t.co/L3szccGamP— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 22, 2020 Undir enda myndbandsins gagnrýndi Trupm Stahl aftur fyrir að spyrja Biden ekki erfiðra spurninga. Þá sagði hún að Biden væri ekki forseti. „Afsakaðu mig Lesley, þú sagðir við mig, það fyrsta sem þú sagðir við mig var: Ertu tilbúinn fyrir erfiðar spurningar? Svona segir maður ekki. Svona segir maður ekki,“ sagði Trump. Mike Pence, varaforseti, átti svo að mæta einnig í viðtalið en Trump hætti við það og stöðvaði viðtalið. Í Facebookfærslu þar sem myndbandið var birt stendur: „Sjáið hlutdrægnina, hatrið og dónaskapinn frá 60 mínútum og CBS. Þulur kvöldsins, Kristen Welker, er mun verri!“ Welker mun stýra kappræðum Trump og Biden í nótt. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Hæstaréttardómaraefni Trump samþykkt í þingnefnd Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings samþykkti tilnefningu Donalds Trump forseta á Amy Coney Barrett sem hæstaréttardómara þrátt fyrir mótbárur demókrata í dag. Repúblikanar breyttu þingsköpum til að geta haldið áfram með staðfestinguna. 22. október 2020 13:48 Telja Írani að baki ógnandi tölvupóstum til bandarískra kjósenda Bandarískar leyniþjónustustofnanir sökuðu Írani um að standa að baki tölvupósta sem voru sendir kjósendum í nokkrum ríkjum og virtust eiga að ógna þeim til að kjósa Donald Trump forseta. Telja þær að bæði Rússar og Íranir hafi komist yfir gögn um kjósendur. 22. október 2020 10:06 Obama líkti Trump við brjálaðan frænda Barack Obama fyrrverandi forseti Bandaríkjanna kom fram á kosningafundi í Pennsylvaníu í gær þar sem hann fór hörðum orðum um eftirmann sinn í Hvíta húsinu, Donald Trump. 22. október 2020 07:40 Trump krefst þess að Barr rannsaki Biden Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur kallað eftir því að hinn umdeildi dómsmálaráðherra William Barr hefji rannsókn á Joe Biden, mótframbjóðanda Trump og syni hans Hunter Biden. 20. október 2020 22:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, stóð við stóru orðin í dag og birti upptöku Hvíta hússins af viðtali hans við Lesley Stahl, fréttakonu 60 mínútna. Trump stöðvaði viðtalið á þriðjudaginn og kvartaði yfir því að Stahl væri ósanngjörn og hlutdræg. Strax um kvöldið sagði forsetinn svo á Twitter að hann væri að íhuga að birta upptöku af viðtalinu til að sýna fram á hvernig „FALSKT OG HLUTDRÆGT“ viðtal væri. Forsetinn sagði að fólk ætti að skoða þetta og bera saman við viðtöl Joe Biden, mótframbjóðanda hans. ...Everyone should compare this terrible Electoral Intrusion with the recent interviews of Sleepy Joe Biden!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 20, 2020 Upptakan sem Trump birti var tekin upp af starfsmönnum Hvíta hússins og sýnir bara forsetann sjálfan. CBS segir að Hvíta húsið hafi heitið því að nota upptökuna eingöngu í skjalasafn ríkisstjórnarinnar. Hún byrjar á því að Stahl spyr Trump hvort hann sé tilbúinn fyrir erfiðar spurningar og hann biður hana um að vera sanngjarna. Stahl sagði þá að síðast hefði hann verið klár í slaginn en Trump sagðist ekki vera það að þessu sinni. Hann sagðist ekki tilbúinn til að svara erfiðum spurningum og gagnrýndi Stahl fyrir að spyrja Biden ekki erfiðra spurninga. Myndbandið sýnir að hann ver miklum tíma í að saka Stahl um að vera ósanngjarna og hlutdræga þegar hún gengur á hann að svara spurningum um meðhöndlun ríkisstjórnar hans á faraldri nýju kórónuveirunnar, efnahagsmál og ýmislegt annað. Stahl spurði Trump fljótt að því hvert hans helsta áherslumál fyrir komandi kjörtímabil væri. Þá sagði Trump að hann hefði byggt upp besta efnahag í sögu Bandaríkjanna, sem er ekki rétt, og benti hún honum á að svo væri ekki. „Það er víst satt,“ sagði Trump og bætti við skömmu seinna: „Þú myndir ekki segja við Biden það sem þú sagðir við mig.“ Í tísti sem Trump birti fyrr í dag sagði hann fylgjendum sínum að taka eftir framígripum Sthal og reiði hennar og bera það saman við „ítarleg, flæðandi og „mikilfenglega snilldarleg““ svör hans. I will soon be giving a first in television history full, unedited preview of the vicious attempted takeout interview of me by Lesley Stahl of @60Minutes. Watch her constant interruptions & anger. Compare my full, flowing and magnificently brilliant answers to their Q s . https://t.co/L3szccGamP— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 22, 2020 Undir enda myndbandsins gagnrýndi Trupm Stahl aftur fyrir að spyrja Biden ekki erfiðra spurninga. Þá sagði hún að Biden væri ekki forseti. „Afsakaðu mig Lesley, þú sagðir við mig, það fyrsta sem þú sagðir við mig var: Ertu tilbúinn fyrir erfiðar spurningar? Svona segir maður ekki. Svona segir maður ekki,“ sagði Trump. Mike Pence, varaforseti, átti svo að mæta einnig í viðtalið en Trump hætti við það og stöðvaði viðtalið. Í Facebookfærslu þar sem myndbandið var birt stendur: „Sjáið hlutdrægnina, hatrið og dónaskapinn frá 60 mínútum og CBS. Þulur kvöldsins, Kristen Welker, er mun verri!“ Welker mun stýra kappræðum Trump og Biden í nótt.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Hæstaréttardómaraefni Trump samþykkt í þingnefnd Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings samþykkti tilnefningu Donalds Trump forseta á Amy Coney Barrett sem hæstaréttardómara þrátt fyrir mótbárur demókrata í dag. Repúblikanar breyttu þingsköpum til að geta haldið áfram með staðfestinguna. 22. október 2020 13:48 Telja Írani að baki ógnandi tölvupóstum til bandarískra kjósenda Bandarískar leyniþjónustustofnanir sökuðu Írani um að standa að baki tölvupósta sem voru sendir kjósendum í nokkrum ríkjum og virtust eiga að ógna þeim til að kjósa Donald Trump forseta. Telja þær að bæði Rússar og Íranir hafi komist yfir gögn um kjósendur. 22. október 2020 10:06 Obama líkti Trump við brjálaðan frænda Barack Obama fyrrverandi forseti Bandaríkjanna kom fram á kosningafundi í Pennsylvaníu í gær þar sem hann fór hörðum orðum um eftirmann sinn í Hvíta húsinu, Donald Trump. 22. október 2020 07:40 Trump krefst þess að Barr rannsaki Biden Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur kallað eftir því að hinn umdeildi dómsmálaráðherra William Barr hefji rannsókn á Joe Biden, mótframbjóðanda Trump og syni hans Hunter Biden. 20. október 2020 22:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Hæstaréttardómaraefni Trump samþykkt í þingnefnd Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings samþykkti tilnefningu Donalds Trump forseta á Amy Coney Barrett sem hæstaréttardómara þrátt fyrir mótbárur demókrata í dag. Repúblikanar breyttu þingsköpum til að geta haldið áfram með staðfestinguna. 22. október 2020 13:48
Telja Írani að baki ógnandi tölvupóstum til bandarískra kjósenda Bandarískar leyniþjónustustofnanir sökuðu Írani um að standa að baki tölvupósta sem voru sendir kjósendum í nokkrum ríkjum og virtust eiga að ógna þeim til að kjósa Donald Trump forseta. Telja þær að bæði Rússar og Íranir hafi komist yfir gögn um kjósendur. 22. október 2020 10:06
Obama líkti Trump við brjálaðan frænda Barack Obama fyrrverandi forseti Bandaríkjanna kom fram á kosningafundi í Pennsylvaníu í gær þar sem hann fór hörðum orðum um eftirmann sinn í Hvíta húsinu, Donald Trump. 22. október 2020 07:40
Trump krefst þess að Barr rannsaki Biden Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur kallað eftir því að hinn umdeildi dómsmálaráðherra William Barr hefji rannsókn á Joe Biden, mótframbjóðanda Trump og syni hans Hunter Biden. 20. október 2020 22:33