Franskir kennarar vilja leiðbeiningar og vernd Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2020 22:18 Kennarinn Samuel Paty var myrtur á hrottalegan hátt fyrir að sýna skopmyndir af Múhammeð spámanni. Hann var jarðaður í gær. AP/Francois Mori Franskir kennarar segjast ritskoða sjálfa sig til að forðast deilur við nemendur og kennara vegna trúarbragða og málfrelsis. Hrottalegt morð kennara, sem var myrtur vegna skopmynda af Múhammeð spámanni sem hann sýndi nemendum, hefur vakið mikla reiði í Frakklandi og komið af stað umræðu um frönsk gildi. Kennarar vilja frekari leiðbeiningar og vernd yfirvalda. Aðskilnaður ríkis og kirkju, frönsk veraldarhyggja og hlutleysi trúarbragða er einn af hornsteinum Frakklands og hafa þessi gildi, sem á frönsku gallast „laicité“, lengi verið innrætt í Frakka í gegnum skólastarf. Samkvæmt umfjöllun Reuters hefur kennurum þó þótt það mun erfiðara á undanförnum árum. Kennarar á yngri skólastigum segjast jafnvel ekki hafa lesið söguna um gríslíngana þrjá af ótta við mótmæli frá múslimum og sagnfræðikennarar hafa forðast að fjalla um trúarádeilur. Sagðist hafa verið heigull í kjölfar árásar Einn kennari sem blaðmenn Reuters ræddu við segist hafa sjálfritskoðað sjálfa sig töluvert. Hún starfaði í grunnskóla í París og sagðist hafa fundið fyrir hatri gagnvart frönskum gildum. Hún hafi óttast hefndaraðgerðir. Rifjaði hún upp árásina á skrifstofu Charlie Hebdo árið 2015 og sagði að hún hefði lítið talað um hana við nemendur sína. „Við héldum mínútu þögn og héldum svo áfram. Ég var heigull,“ sagði hún. Þessi vandræði þykja hvað umfangsmest í fátækari úthverfum Parísar. Þar segja kennarar að listinn yfir málefni sem erfitt sé að ræða sé sífellt stækkandi og kenna þeir fjölskyldumeðlimum og samfélagsleiðtogum um að hafa áhrif á ungmenni. Stjórnvöld í Frakklandi segjast meðvituð um vandamálið. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, lýsti því yfir í gær að ríkið myndi standa vörð um frönsk gildi og verja kennara. Kennarar vilja þó frekari leiðbeiningar og tryggingar frá yfirvöldum. „Á ég að tala um þetta við nemendur mína þegar þeir koma aftur úr vetrarfríi, með skopmynd af spámanninum í hönd?“ sagði einn listakennari við Reuters. Hún ímyndaði sér að það yrði verra að segja ekki neitt. „Í dag er ég hrædd. Ég óttast þó meira hvað gerist ef við látum svo hræðilega hluti hafa áhrif á umræðuna.“ Grípa til aðgerða vegna „aðskilnaðarafla“ Í byrjun mánaðarins opinberaði Emmanuel Macron, forseti, áætlun ríkisstjórnar hans varðandi íslömsk öfgaöfl í landinu. Hann sagði henni ætlað að berjast gegn „aðskilnaðaröflum“ og verja franska múslima frá utanaðkomandi áhrifum. Sjá einnig: Macron hefur baráttu gegn aðskilnaðaröflum Hann sagði einnig að markmiðið væri að verja lýðveldið og gildi þess og loforð um jafnræði og frelsi. Það er einnig að tryggja franska veraldarhyggju og hlutleysi trúarbragða í Frakklandi. Á undanförnum árum hafa fjölmargar hryðjuverkaárásir verið gerðar af íslamistum í Frakklandi. Samhliða því hafa fordómar gegn íslamstrú aukist í landinu. Frakkland Tengdar fréttir Greiddi nemendum til að benda á kennarann Saksóknarar í Frakklandi halda því fram að tveir nemendur í skólanum þar sem Samuel Paty kenndi hafi fengið greitt fyrir að bera kennsl á hann fyrir morðingjans hans. 21. október 2020 19:45 Fimmtán í haldi lögreglu vegna hrottalegs morðs í Frakklandi Fimmtán manns eru í haldi lögreglu eftir hrottalegt morð kennara í úthverfi Parísar á föstudag. 19. október 2020 23:25 Húsleit hjá meintum íslömskum öfgamönnum eftir hrottalegt morð Franska lögreglan gerði húsleit á heimilum tuga grunaðra íslamskra öfgamanna í morgun í kjölfar hrottalegs morðs á kennara í úthverfi Parísar á föstudag. Tugir samtaka múslima eru einnig sagðir til rannsóknar. 19. október 2020 12:46 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Franskir kennarar segjast ritskoða sjálfa sig til að forðast deilur við nemendur og kennara vegna trúarbragða og málfrelsis. Hrottalegt morð kennara, sem var myrtur vegna skopmynda af Múhammeð spámanni sem hann sýndi nemendum, hefur vakið mikla reiði í Frakklandi og komið af stað umræðu um frönsk gildi. Kennarar vilja frekari leiðbeiningar og vernd yfirvalda. Aðskilnaður ríkis og kirkju, frönsk veraldarhyggja og hlutleysi trúarbragða er einn af hornsteinum Frakklands og hafa þessi gildi, sem á frönsku gallast „laicité“, lengi verið innrætt í Frakka í gegnum skólastarf. Samkvæmt umfjöllun Reuters hefur kennurum þó þótt það mun erfiðara á undanförnum árum. Kennarar á yngri skólastigum segjast jafnvel ekki hafa lesið söguna um gríslíngana þrjá af ótta við mótmæli frá múslimum og sagnfræðikennarar hafa forðast að fjalla um trúarádeilur. Sagðist hafa verið heigull í kjölfar árásar Einn kennari sem blaðmenn Reuters ræddu við segist hafa sjálfritskoðað sjálfa sig töluvert. Hún starfaði í grunnskóla í París og sagðist hafa fundið fyrir hatri gagnvart frönskum gildum. Hún hafi óttast hefndaraðgerðir. Rifjaði hún upp árásina á skrifstofu Charlie Hebdo árið 2015 og sagði að hún hefði lítið talað um hana við nemendur sína. „Við héldum mínútu þögn og héldum svo áfram. Ég var heigull,“ sagði hún. Þessi vandræði þykja hvað umfangsmest í fátækari úthverfum Parísar. Þar segja kennarar að listinn yfir málefni sem erfitt sé að ræða sé sífellt stækkandi og kenna þeir fjölskyldumeðlimum og samfélagsleiðtogum um að hafa áhrif á ungmenni. Stjórnvöld í Frakklandi segjast meðvituð um vandamálið. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, lýsti því yfir í gær að ríkið myndi standa vörð um frönsk gildi og verja kennara. Kennarar vilja þó frekari leiðbeiningar og tryggingar frá yfirvöldum. „Á ég að tala um þetta við nemendur mína þegar þeir koma aftur úr vetrarfríi, með skopmynd af spámanninum í hönd?“ sagði einn listakennari við Reuters. Hún ímyndaði sér að það yrði verra að segja ekki neitt. „Í dag er ég hrædd. Ég óttast þó meira hvað gerist ef við látum svo hræðilega hluti hafa áhrif á umræðuna.“ Grípa til aðgerða vegna „aðskilnaðarafla“ Í byrjun mánaðarins opinberaði Emmanuel Macron, forseti, áætlun ríkisstjórnar hans varðandi íslömsk öfgaöfl í landinu. Hann sagði henni ætlað að berjast gegn „aðskilnaðaröflum“ og verja franska múslima frá utanaðkomandi áhrifum. Sjá einnig: Macron hefur baráttu gegn aðskilnaðaröflum Hann sagði einnig að markmiðið væri að verja lýðveldið og gildi þess og loforð um jafnræði og frelsi. Það er einnig að tryggja franska veraldarhyggju og hlutleysi trúarbragða í Frakklandi. Á undanförnum árum hafa fjölmargar hryðjuverkaárásir verið gerðar af íslamistum í Frakklandi. Samhliða því hafa fordómar gegn íslamstrú aukist í landinu.
Frakkland Tengdar fréttir Greiddi nemendum til að benda á kennarann Saksóknarar í Frakklandi halda því fram að tveir nemendur í skólanum þar sem Samuel Paty kenndi hafi fengið greitt fyrir að bera kennsl á hann fyrir morðingjans hans. 21. október 2020 19:45 Fimmtán í haldi lögreglu vegna hrottalegs morðs í Frakklandi Fimmtán manns eru í haldi lögreglu eftir hrottalegt morð kennara í úthverfi Parísar á föstudag. 19. október 2020 23:25 Húsleit hjá meintum íslömskum öfgamönnum eftir hrottalegt morð Franska lögreglan gerði húsleit á heimilum tuga grunaðra íslamskra öfgamanna í morgun í kjölfar hrottalegs morðs á kennara í úthverfi Parísar á föstudag. Tugir samtaka múslima eru einnig sagðir til rannsóknar. 19. október 2020 12:46 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Greiddi nemendum til að benda á kennarann Saksóknarar í Frakklandi halda því fram að tveir nemendur í skólanum þar sem Samuel Paty kenndi hafi fengið greitt fyrir að bera kennsl á hann fyrir morðingjans hans. 21. október 2020 19:45
Fimmtán í haldi lögreglu vegna hrottalegs morðs í Frakklandi Fimmtán manns eru í haldi lögreglu eftir hrottalegt morð kennara í úthverfi Parísar á föstudag. 19. október 2020 23:25
Húsleit hjá meintum íslömskum öfgamönnum eftir hrottalegt morð Franska lögreglan gerði húsleit á heimilum tuga grunaðra íslamskra öfgamanna í morgun í kjölfar hrottalegs morðs á kennara í úthverfi Parísar á föstudag. Tugir samtaka múslima eru einnig sagðir til rannsóknar. 19. október 2020 12:46