Yfirmaður smitrakningarteymisins: „Við erum í algjörri draumaaðstöðu til að klára þetta“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. október 2020 08:56 Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna. Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, segir að vinna teymisins í þriðju bylgju faraldursins hafi gengið vel. Þegar smituðum tók að fjölga hratt á skömmum tíma þurfti að bregðast við og bæta við mannskap en teymið finnur strax fyrir því þegar fjöldi smitaðra fer niður á við eins og verið hefur síðustu daga. „Það er þetta þegar fólk minnkar tengslanetið sitt og minnkar fjöldann af þeim sem fólk hittir. Það hefur rosaleg áhrif á þá sem þurfa á sóttkví að halda,“ sagði Jóhann í viðtali í Reykjavík síðdegis í gær. Aðspurður hvort það væri þá betra að halda sig til hlés núna sagðist hann telja að fljótlega geti almenningur um frjálst höfuð strokið. „Við erum í algjörri draumaaðstöðu til að klára þetta. Við sjáum strax að tölurnar eru að færast okkur í hag og fljótlega getum við um frjálst höfuð strokið.“ Það gæti þó vissulega komið bakslag þegar slakað verði á þeim aðgerðum sem nú eru í gildi til að hefta útbreiðslu veirunnar. Þá væri fólk að taka áhættu með því að vera að hittast mikið á meðan smit væri eitthvað dreift í samfélaginu. „En um leið og tölurnar eru komnar niður eins og við sáum að gerðist í sumar þá eru líkurnar miklu minni, þá geturðu skellt þér í tímann og það eru mjög litlar líkur á að einhver sé smitandi þar. Það er mín tilfinning að það sé stutt eftir og við förum að klára þetta,“ sagði Jóhann og vísaði þarna í líkamsræktartíma sem höfðu verið til umræðu fyrr í viðtalinu, eins og heyra má í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Sjá meira
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, segir að vinna teymisins í þriðju bylgju faraldursins hafi gengið vel. Þegar smituðum tók að fjölga hratt á skömmum tíma þurfti að bregðast við og bæta við mannskap en teymið finnur strax fyrir því þegar fjöldi smitaðra fer niður á við eins og verið hefur síðustu daga. „Það er þetta þegar fólk minnkar tengslanetið sitt og minnkar fjöldann af þeim sem fólk hittir. Það hefur rosaleg áhrif á þá sem þurfa á sóttkví að halda,“ sagði Jóhann í viðtali í Reykjavík síðdegis í gær. Aðspurður hvort það væri þá betra að halda sig til hlés núna sagðist hann telja að fljótlega geti almenningur um frjálst höfuð strokið. „Við erum í algjörri draumaaðstöðu til að klára þetta. Við sjáum strax að tölurnar eru að færast okkur í hag og fljótlega getum við um frjálst höfuð strokið.“ Það gæti þó vissulega komið bakslag þegar slakað verði á þeim aðgerðum sem nú eru í gildi til að hefta útbreiðslu veirunnar. Þá væri fólk að taka áhættu með því að vera að hittast mikið á meðan smit væri eitthvað dreift í samfélaginu. „En um leið og tölurnar eru komnar niður eins og við sáum að gerðist í sumar þá eru líkurnar miklu minni, þá geturðu skellt þér í tímann og það eru mjög litlar líkur á að einhver sé smitandi þar. Það er mín tilfinning að það sé stutt eftir og við förum að klára þetta,“ sagði Jóhann og vísaði þarna í líkamsræktartíma sem höfðu verið til umræðu fyrr í viðtalinu, eins og heyra má í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Sjá meira