Telja að Hvalur þurfi að reiða fram rúmar hundrað milljónir eftir dóma Landsréttar Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. október 2020 16:59 Kristján Loftsson er framkvæmdastjóri og stærsti hluthafi Hvals. Getty/Arnaldur Halldórsson Hvalur hf. var í Landsrétti í dag dæmdur til að leiðrétta laun og reiða fram greiðslur til átta starfsmanna sem unnu á hvalvertíðum hjá fyrirtækinu. Verkalýðsfélag Akraness, sem staðið hefur að dómsmálinu með starfsmönnunum, segir dóminn varða um hundrað starfsmenn, sem Hvalur muni samtals þurfa að greiða rúmar hundrað milljónir. Dómarnir í málum starfsmannanna voru birtir á vef Landsréttar í dag. Málið má rekja allt til ársins 2015 en þá hófu starfsmennirnir málarekstur með hjálp Verkalýðsfélagsins gegn Hval hf. fyrir að hafa neitað að greiða svokallaða „sérstaka greiðslu“, sem kveðið hafði verið á um í ráðningarsamningi og kjarasamningi. Þá kröfðu starfsmennirnir Hval hf. um greiðslur fyrir lögbundna vikulega frídaga sem starfsmenn misstu vegna „mikils og stöðugs vinnuálags“, að því er fram kemur í tilkynningu verkalýðsfélagsins sem birt er á vef þess í dag. Starfsmenn Hvals hf. verka hval í hvalstöðinni í Hvalfirði. Vísir/vilhelm Annað mál um kröfur starfsmannanna var að endingu höfðað fyrir Héraðsdómi Vesturlands, sem sýknaði Hval hf. af kröfum starfsmannanna í fyrra. Málinu var áfrýjað til Landsréttar og með dómunum í dag er tekið undir kröfur starfsmanna að mestu leyti. Hval hf. er gert að greiða starfsmönnunum „sérstaka greiðslu“ fyrir allar vaktir sem unnar voru á hvalvertíð árið 2015. Í einhverjum tilvikum þarf Hvalur að reiða fram greiðslurnar fyrir vaktir á hvalvertíð 2014 en var sýknaður af því að leiðrétta aðrar greiðslur fyrir vertíðar 2013 og 14. Hvalur þarf einnig að rétta hlut starfsmanna sem ekki fengu lögboðinn vikulegan frídag á hvalvertíðum 2013, 2014 og 2015. Auk þess þarf fyrirtækið að greiða starfsmönnum dráttarvexti af skuldum sínum við starfsmenn frá 21. Júlí 2017 og málskostnað fyrir Landsrétti, að því er segir í tilkynningu Verkalýðsfélags Akraness. „Það má áætla að þessi dómur muni skila þeim 100 starfsmönnum sem munu heyra undir dóminn rúmum 100 milljónum. Þótt þetta sé sigur að hafa tekist að snúa við sýknu dómi Héraðsdóms Vesturlands þá er það umhugsunar efni að atvinnurekendur skuli komast upp með launaþjófnað að hluta á grundvelli svokallaðs tómlætis!“ segir í tilkynningu. Kjaramál Akranes Hvalveiðar Dómsmál Mest lesið Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Neytendur Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Neytendur Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Viðskipti innlent „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Viðskipti innlent Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Sjá meira
Hvalur hf. var í Landsrétti í dag dæmdur til að leiðrétta laun og reiða fram greiðslur til átta starfsmanna sem unnu á hvalvertíðum hjá fyrirtækinu. Verkalýðsfélag Akraness, sem staðið hefur að dómsmálinu með starfsmönnunum, segir dóminn varða um hundrað starfsmenn, sem Hvalur muni samtals þurfa að greiða rúmar hundrað milljónir. Dómarnir í málum starfsmannanna voru birtir á vef Landsréttar í dag. Málið má rekja allt til ársins 2015 en þá hófu starfsmennirnir málarekstur með hjálp Verkalýðsfélagsins gegn Hval hf. fyrir að hafa neitað að greiða svokallaða „sérstaka greiðslu“, sem kveðið hafði verið á um í ráðningarsamningi og kjarasamningi. Þá kröfðu starfsmennirnir Hval hf. um greiðslur fyrir lögbundna vikulega frídaga sem starfsmenn misstu vegna „mikils og stöðugs vinnuálags“, að því er fram kemur í tilkynningu verkalýðsfélagsins sem birt er á vef þess í dag. Starfsmenn Hvals hf. verka hval í hvalstöðinni í Hvalfirði. Vísir/vilhelm Annað mál um kröfur starfsmannanna var að endingu höfðað fyrir Héraðsdómi Vesturlands, sem sýknaði Hval hf. af kröfum starfsmannanna í fyrra. Málinu var áfrýjað til Landsréttar og með dómunum í dag er tekið undir kröfur starfsmanna að mestu leyti. Hval hf. er gert að greiða starfsmönnunum „sérstaka greiðslu“ fyrir allar vaktir sem unnar voru á hvalvertíð árið 2015. Í einhverjum tilvikum þarf Hvalur að reiða fram greiðslurnar fyrir vaktir á hvalvertíð 2014 en var sýknaður af því að leiðrétta aðrar greiðslur fyrir vertíðar 2013 og 14. Hvalur þarf einnig að rétta hlut starfsmanna sem ekki fengu lögboðinn vikulegan frídag á hvalvertíðum 2013, 2014 og 2015. Auk þess þarf fyrirtækið að greiða starfsmönnum dráttarvexti af skuldum sínum við starfsmenn frá 21. Júlí 2017 og málskostnað fyrir Landsrétti, að því er segir í tilkynningu Verkalýðsfélags Akraness. „Það má áætla að þessi dómur muni skila þeim 100 starfsmönnum sem munu heyra undir dóminn rúmum 100 milljónum. Þótt þetta sé sigur að hafa tekist að snúa við sýknu dómi Héraðsdóms Vesturlands þá er það umhugsunar efni að atvinnurekendur skuli komast upp með launaþjófnað að hluta á grundvelli svokallaðs tómlætis!“ segir í tilkynningu.
Kjaramál Akranes Hvalveiðar Dómsmál Mest lesið Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Neytendur Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Neytendur Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Viðskipti innlent „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Viðskipti innlent Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Sjá meira