Jón Daði tengir við eineltið í Sjálandsskóla: „Þú ert hæfileikaríkur og flottur gæi“ Anton Ingi Leifsson skrifar 23. október 2020 20:34 Joe Gomez og Jón Daði Böðvarsson í leik á Laugardalsvelli á dögunum. VÍSIR/GETTY Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, segist tengja við eineltið sem ungur Garðbæingur hefur orðið fyrir en Vísir fjallaði í dag um barn sem hætti nýverið í Sjálandsskóla í Garðabæ sökum eineltis. Sigríður Elín Ásmundsdóttir, móðir barnsins, tjáði sig um málið á Facebook í gærkvöldi þar sem hún lýsti grimmu einelti í garð sonar síns í bæjarfélaginu, bæði í skólanum og á íþróttaæfingum hjá Stjörnunni. Hún segir skólakerfið eiga erfitt með að taka á eineltismálum. Ekki stóð á viðbrögðunum en Jón Daði, leikmaður Millwall í ensku B-deildinni, er einn af þeim sem tjáði sig undir færslu Sigríðar á Facebook. #Fokkeinelti ,,Hatar þú Ólíver? ,,Já ,,Hatar þú Ólíver? ,,Já allir viðstaddir (10-11 ára bekkjarfélagar) sögðust...Posted by Sigríður Elín Ásmundsdóttir on Thursday, October 22, 2020 „Hvað segiru félagi? Eru strákar sem eru með minnimáttarkennd að stríða þér og leggja þig í slæmt einelti? Láttu mig þekkja það vinur. Ég lenti nákvæmlega í því sama og þú á þínum aldri. Ég var líka alltaf í boltanum. Þannig að það má segja að við séum kannski smá líkir,“ skrifaði Jón Daði. „Þegar ég var á sama stað og þú hvað eineltið varðar, þá leið mér heldur ekki vel. Ég var kallaður öllum illum nöfnum og allskonar ljótum athugasemdum voru hreytt í mig. EN ég minnti sjálfann mig á eitt. Strákarnir sem lögðu mig í einelti, þeim leið SJÁLFUM illa. Sennilega verr en mér.“ Framherjinn skrifaði drengnum ekki aðeins hvatningarorð heldur gaf hann honum einnig góð ráð. Þá segir hann að strákunum í landsliðinu þyki hann flottur og að hann sé hæfileikaríkur og flottur gæi. „Ég fókusaði bara á mig. Varð minn eigin keppinautur og vildi gera það besta sem ég gat gert úr MÉR og ekki pæla í því hvað öðrum finnst. Og veistu.. meirihlutinn af þessum strákum sem lögðu mig í einelti eru ekkert merkilegir í dag og urðu að engu sjálfir.“ „Þú veist innst inni Ólíver að þú ert hæfileikaríkur og flottur gæi. Ég meina, mér finnst þú vera það og okkur öllum í landsliðinu,“ sagði Jón Daði enn fremur en færslu hans í heild sinni má sjá hér að neðan. Fréttastofa reyndi að ná tali af skólastjórnendum við Sjálandsskóla. Þær upplýsingar fengust á skrifstofu skólans að stjórnendur væru á fundi hjá sveitarfélaginu. Í yfirlýsingu frá stjórnendum Sjálandsskóla og stjórnendum á fræðslusviði Garðabæjar er fullyrt að einelti sé tekið alvarlega og lögð áhersla á að leysa slík mál. Skólinn geti þó ekki tjáð sig um einstök mál. Færsla Jóns Daða í heild sinni: Hæ Ólíver. Hvað segiru félagi? Eru strákar sem eru með minnimáttarkennd að stríða þér og leggja þig í slæmt einelti? Láttu mig þekkja það vinur. Ég lenti nákvæmlega í því sama og þú á þínum aldri. Ég var líka alltaf í boltanum. Þannig að það má segja að við séum kannski smá líkir 😉 Þegar ég var á sama stað og þú hvað eineltið varðar, þá leið mér heldur ekki vel. Ég var kallaður öllum illu nöfnum og allskonar ljótum athugasemdum voru hreytt í mig. EN ég minnti sjálfann mig á eitt. Strákarnir sem lögðu mig í einelti, þeim leið SJÁLFUM illa. Sennilega verr en mér. Ég fókusaði bara á mig. Varð minn eigin keppnisnautur og vildi gera það besta sem ég gat gert úr MÉR og ekki pæla í því hvað öðrum finnst. Og veistu.. meirihlutinn af þessum strákum sem lögðu mig í einelti eru ekkert merkilegir í dag og urðu að engu sjálfir. Þú veist innst inni Ólíver að þú ert hæfileikaríkur og flottur gæi. Ég meina, mér finnst þú vera það og okkur öllum í landsliðinu 👏🏻 Og haltu áfram að æfa þig í boltanum og vera duglegur. Fyrir þig ❤️ Þinn félagi Jón Daði Böðvarsson Garðabær Fótbolti Börn og uppeldi Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, segist tengja við eineltið sem ungur Garðbæingur hefur orðið fyrir en Vísir fjallaði í dag um barn sem hætti nýverið í Sjálandsskóla í Garðabæ sökum eineltis. Sigríður Elín Ásmundsdóttir, móðir barnsins, tjáði sig um málið á Facebook í gærkvöldi þar sem hún lýsti grimmu einelti í garð sonar síns í bæjarfélaginu, bæði í skólanum og á íþróttaæfingum hjá Stjörnunni. Hún segir skólakerfið eiga erfitt með að taka á eineltismálum. Ekki stóð á viðbrögðunum en Jón Daði, leikmaður Millwall í ensku B-deildinni, er einn af þeim sem tjáði sig undir færslu Sigríðar á Facebook. #Fokkeinelti ,,Hatar þú Ólíver? ,,Já ,,Hatar þú Ólíver? ,,Já allir viðstaddir (10-11 ára bekkjarfélagar) sögðust...Posted by Sigríður Elín Ásmundsdóttir on Thursday, October 22, 2020 „Hvað segiru félagi? Eru strákar sem eru með minnimáttarkennd að stríða þér og leggja þig í slæmt einelti? Láttu mig þekkja það vinur. Ég lenti nákvæmlega í því sama og þú á þínum aldri. Ég var líka alltaf í boltanum. Þannig að það má segja að við séum kannski smá líkir,“ skrifaði Jón Daði. „Þegar ég var á sama stað og þú hvað eineltið varðar, þá leið mér heldur ekki vel. Ég var kallaður öllum illum nöfnum og allskonar ljótum athugasemdum voru hreytt í mig. EN ég minnti sjálfann mig á eitt. Strákarnir sem lögðu mig í einelti, þeim leið SJÁLFUM illa. Sennilega verr en mér.“ Framherjinn skrifaði drengnum ekki aðeins hvatningarorð heldur gaf hann honum einnig góð ráð. Þá segir hann að strákunum í landsliðinu þyki hann flottur og að hann sé hæfileikaríkur og flottur gæi. „Ég fókusaði bara á mig. Varð minn eigin keppinautur og vildi gera það besta sem ég gat gert úr MÉR og ekki pæla í því hvað öðrum finnst. Og veistu.. meirihlutinn af þessum strákum sem lögðu mig í einelti eru ekkert merkilegir í dag og urðu að engu sjálfir.“ „Þú veist innst inni Ólíver að þú ert hæfileikaríkur og flottur gæi. Ég meina, mér finnst þú vera það og okkur öllum í landsliðinu,“ sagði Jón Daði enn fremur en færslu hans í heild sinni má sjá hér að neðan. Fréttastofa reyndi að ná tali af skólastjórnendum við Sjálandsskóla. Þær upplýsingar fengust á skrifstofu skólans að stjórnendur væru á fundi hjá sveitarfélaginu. Í yfirlýsingu frá stjórnendum Sjálandsskóla og stjórnendum á fræðslusviði Garðabæjar er fullyrt að einelti sé tekið alvarlega og lögð áhersla á að leysa slík mál. Skólinn geti þó ekki tjáð sig um einstök mál. Færsla Jóns Daða í heild sinni: Hæ Ólíver. Hvað segiru félagi? Eru strákar sem eru með minnimáttarkennd að stríða þér og leggja þig í slæmt einelti? Láttu mig þekkja það vinur. Ég lenti nákvæmlega í því sama og þú á þínum aldri. Ég var líka alltaf í boltanum. Þannig að það má segja að við séum kannski smá líkir 😉 Þegar ég var á sama stað og þú hvað eineltið varðar, þá leið mér heldur ekki vel. Ég var kallaður öllum illu nöfnum og allskonar ljótum athugasemdum voru hreytt í mig. EN ég minnti sjálfann mig á eitt. Strákarnir sem lögðu mig í einelti, þeim leið SJÁLFUM illa. Sennilega verr en mér. Ég fókusaði bara á mig. Varð minn eigin keppnisnautur og vildi gera það besta sem ég gat gert úr MÉR og ekki pæla í því hvað öðrum finnst. Og veistu.. meirihlutinn af þessum strákum sem lögðu mig í einelti eru ekkert merkilegir í dag og urðu að engu sjálfir. Þú veist innst inni Ólíver að þú ert hæfileikaríkur og flottur gæi. Ég meina, mér finnst þú vera það og okkur öllum í landsliðinu 👏🏻 Og haltu áfram að æfa þig í boltanum og vera duglegur. Fyrir þig ❤️ Þinn félagi Jón Daði Böðvarsson
Garðabær Fótbolti Börn og uppeldi Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Sjá meira