Sjávarútvegsráðherra lýsir yfir undrun og fordæmir viðbrögðin Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. október 2020 12:13 Kristján Þór Júlíusson segir ekki sitt að dæma hvort um lögbrot hafi verið að ræða. Hann vonar af fólk læri af málinu. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra furðar sig á þeim viðbrögðum sem viðhöfð voru um borð í frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni og fordæmir þau. Hann vonar að dreginn verði lærdómur af málinu. „Það er töluvert sárt að horfa upp á þetta svona. Ég þekki það bara af eigin reynslu, bæði sem gamall sjómaður og skipstjóri að það er ekkert mikilvægara um borð í sérhverju fiskiskipi heldur en heilsa og velferð skipverja og af umfjölluninni sem maður er að sjá að undanförnu um þetta mál að þá er alveg augljóst að þarna hafa menn farið freklega á svig við þessi grundvallaratriði,“ segir Kristján Þór í samtali við fréttastofu. Vonandi sé um einangrað tilvik sé að ræða. „Það er augljóst að þetta er mjög slæmt mál. Fyrirtækið átti að taka á þessu með allt öðrum hætti, en hins vegar vil ég trúa því að þetta sé einangrað tilvik því við höfum önnur tilvik í þessum faraldri þar sem grunur hefur komið um önnur smit um borð og brugðist hárrétt við.“ Kristjáni Þór er brugðið yfir viðbrögðunum. „Um leið og maður lýsir yfir undrun og fordæmir í raun þessi viðbrögð í þessu tiltekna máli þá sýna dæmin almennt að í aðstæðum sem þessum er brugðist rétt við.“ Hann segir það ekki hans að dæma um hvort lögbrot hafi verið framin. „Það er ekki mitt að dæma í því. Þau mál heyra ekki undir mitt ráðuneyti en ef það er ástæða til ákæru að þá vona ég svo sannarlega að það verði bara tekið upp á réttum stað,“ segir Kristján Þór. Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Kannast ekki við að menn hafi verið skikkaðir til að vinna veikir Yfirvélstjóri á togaranum Júlíusi Geirmundssyni kannast ekki við lýsingar á því að skipverjar sem voru veikir af Covid-19 hafi verið skikkaðir til að vinna um borð. Þá segist hann ekki hafa orðið var við að margir úr áhöfninni hafi orðið fárveikir. 25. október 2020 12:09 Segir þungbært að sitja undir ásökunum um að vanrækja heilsu og öryggi sjómannanna Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar segir fyrirtækið biðjast afsökunar á mistökum sem voru gerð þegar nær öll áhöfn togarans Júlíusar Geirmundsonar veiktist af Covid-19. Í yfirlýsingu segir hann þó „þungbært“ að sitja undir ásökunum um að ekki hafi verið hugað nógu vel að heilsu eða öryggi starfsmanna. 25. október 2020 09:57 Bannað að segja fjölmiðlum frá veikindum sínum um borð Skipverjar á frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni segjast margir hverja hafa verið alvarlega veikir í þriggja vikna túr á miðunum. Þeir hafi verið með mikinn hita, öndunarörðugleika auk fleiri þekktra einkenna Covid-19 sjúkdómsins. 23. október 2020 16:38 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra furðar sig á þeim viðbrögðum sem viðhöfð voru um borð í frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni og fordæmir þau. Hann vonar að dreginn verði lærdómur af málinu. „Það er töluvert sárt að horfa upp á þetta svona. Ég þekki það bara af eigin reynslu, bæði sem gamall sjómaður og skipstjóri að það er ekkert mikilvægara um borð í sérhverju fiskiskipi heldur en heilsa og velferð skipverja og af umfjölluninni sem maður er að sjá að undanförnu um þetta mál að þá er alveg augljóst að þarna hafa menn farið freklega á svig við þessi grundvallaratriði,“ segir Kristján Þór í samtali við fréttastofu. Vonandi sé um einangrað tilvik sé að ræða. „Það er augljóst að þetta er mjög slæmt mál. Fyrirtækið átti að taka á þessu með allt öðrum hætti, en hins vegar vil ég trúa því að þetta sé einangrað tilvik því við höfum önnur tilvik í þessum faraldri þar sem grunur hefur komið um önnur smit um borð og brugðist hárrétt við.“ Kristjáni Þór er brugðið yfir viðbrögðunum. „Um leið og maður lýsir yfir undrun og fordæmir í raun þessi viðbrögð í þessu tiltekna máli þá sýna dæmin almennt að í aðstæðum sem þessum er brugðist rétt við.“ Hann segir það ekki hans að dæma um hvort lögbrot hafi verið framin. „Það er ekki mitt að dæma í því. Þau mál heyra ekki undir mitt ráðuneyti en ef það er ástæða til ákæru að þá vona ég svo sannarlega að það verði bara tekið upp á réttum stað,“ segir Kristján Þór.
Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Kannast ekki við að menn hafi verið skikkaðir til að vinna veikir Yfirvélstjóri á togaranum Júlíusi Geirmundssyni kannast ekki við lýsingar á því að skipverjar sem voru veikir af Covid-19 hafi verið skikkaðir til að vinna um borð. Þá segist hann ekki hafa orðið var við að margir úr áhöfninni hafi orðið fárveikir. 25. október 2020 12:09 Segir þungbært að sitja undir ásökunum um að vanrækja heilsu og öryggi sjómannanna Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar segir fyrirtækið biðjast afsökunar á mistökum sem voru gerð þegar nær öll áhöfn togarans Júlíusar Geirmundsonar veiktist af Covid-19. Í yfirlýsingu segir hann þó „þungbært“ að sitja undir ásökunum um að ekki hafi verið hugað nógu vel að heilsu eða öryggi starfsmanna. 25. október 2020 09:57 Bannað að segja fjölmiðlum frá veikindum sínum um borð Skipverjar á frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni segjast margir hverja hafa verið alvarlega veikir í þriggja vikna túr á miðunum. Þeir hafi verið með mikinn hita, öndunarörðugleika auk fleiri þekktra einkenna Covid-19 sjúkdómsins. 23. október 2020 16:38 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Kannast ekki við að menn hafi verið skikkaðir til að vinna veikir Yfirvélstjóri á togaranum Júlíusi Geirmundssyni kannast ekki við lýsingar á því að skipverjar sem voru veikir af Covid-19 hafi verið skikkaðir til að vinna um borð. Þá segist hann ekki hafa orðið var við að margir úr áhöfninni hafi orðið fárveikir. 25. október 2020 12:09
Segir þungbært að sitja undir ásökunum um að vanrækja heilsu og öryggi sjómannanna Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar segir fyrirtækið biðjast afsökunar á mistökum sem voru gerð þegar nær öll áhöfn togarans Júlíusar Geirmundsonar veiktist af Covid-19. Í yfirlýsingu segir hann þó „þungbært“ að sitja undir ásökunum um að ekki hafi verið hugað nógu vel að heilsu eða öryggi starfsmanna. 25. október 2020 09:57
Bannað að segja fjölmiðlum frá veikindum sínum um borð Skipverjar á frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni segjast margir hverja hafa verið alvarlega veikir í þriggja vikna túr á miðunum. Þeir hafi verið með mikinn hita, öndunarörðugleika auk fleiri þekktra einkenna Covid-19 sjúkdómsins. 23. október 2020 16:38