Fimmtíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Alls voru 28 af þeim fimmtíu sem greindust í gær utan sóttkvíar, eða 56 prósent. 22 þeirra sem greindust í gær voru í sóttkví, eða 44 prósent.
Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á vefnum covid.is. Alls eru fimmtíu nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu. Í gær var 31 á sjúkrahúsi og fjórir á gjörgæslu.
Fjórtán smit greindust á landamærum og er niðurstaða mótefnamælingar beðið í ellefu tilvikum. Þrjú smit voru virk.
1.030 manns eru nú í einangrun, samanborið við 1.042 í gær. Þá eru 2.468 í sóttkví í dag, samanborið við 2.049 í gær.

Af þeim fimmtíu sem greindust innanlands í gær greindust 46 eftir að tekin voru svokölluð einkennasýni og fjögur við sóttkvíar- og handahófsskimun.
Nú hafa 4.504 manns greinst smitaðir af kórónuveiru frá upphafi faraldursins. Ellefu þeirra sem hafa veikst af Covid-19 eru látnir.
Alls voru tekin 619 einkennasýni hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu í gær og 475 sýni á landamærunum eða í seinni landamæraskimun. Þá voru 93 sýni tekin við sóttkvíar- og handahófsskimun.