Innlent

Allt til­tækt slökkvi­lið kallað út vegna elds í Grafar­vogi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Eldur kom upp í kjallara hússins.
Eldur kom upp í kjallara hússins. Vísir/Sunna Karen

Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna elds sem kom upp í einbýlishúsi í Rimahverfi Grafarvogi á níunda tímanum í kvöld. Engar vísbendingar eru um að slys hafi orðið á fólki, eftir upplýsingum frá slökkviliði.

Í samtali við fréttastofu segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu að útkall vegna eldsins hafi borist klukkan 20:07. 

Slökkvistarf er yfirstandandi, en gengur vel að sögn varðstjóra. Búið er að slökkva allan yfirborðseld en slökkviliðið er áfram á vettvangi. 

Eldur kviknaði í kjallara hússins, þannig að talsverðan reyk lagði frá húsinu. Eldsupptök voru ókunn þegar fréttamaður var á vettvangi, laust fyrir klukkan níu. Unnið er að reykræstingu.

Fréttin var síðast uppfærð klukkan 20:52.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×