Mikil mótmæli á Ítalíu vegna hertra aðgerða Telma Tómasson skrifar 27. október 2020 06:59 Frá fjölmennum mótmælum í Napólí í gærkvöldi. Getty/Ivan Romano Til átaka kom í nokkrum stórborgum á Ítalíu þar sem hópar fólks höfðu safnast saman til að mótmæla hertum sóttvarnaaðgerðum og útgöngubanni. Lögregla skarst í leikinn og beitti meðal annars táragasi í Mílanó til að dreifa mannfjöldanum. Þar hrópaði fólk í kór: ,,Frelsi, frelsi, frelsi." Í Tórínó var mólótov sprengjum kastað að lögreglu en tilkynnt var um átök víðar, meðal annars í Napólí, Róm og Palermo, eftir því sem fréttaskeyti Reuters fréttaveitunnar herma. Mótmælin hófust skömmu eftir að hertar aðgerðir stjórnvalda til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi, en klukkan sex að staðartíma var veitingastöðum, líkamsræktarstöðvum og kvikmyndahúsum gert að skella í lás og í sumum héruðum hafði útgöngubann verið fyrirskipað. Ítalía var eitt þeirra landa sem fór hvað verst út úr fyrstu bylgju faraldursins. Í fyrstu bylgjunni fóru Ítalir umyrðalaust eftir fyrirmælum stjórnvalda, en hertar aðgerðir nú hafa hins vegar mætt víðtækri andstöðu. Aðgerðirnar gilda til 24. nóvember. Alls hefur yfir hálf milljón manna greinst með kórónuveiruna á Ítalíu og um 37 þúsund manns dáið vegna Covid-19-sjúkdómsins sem veiran veldur. Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Til átaka kom í nokkrum stórborgum á Ítalíu þar sem hópar fólks höfðu safnast saman til að mótmæla hertum sóttvarnaaðgerðum og útgöngubanni. Lögregla skarst í leikinn og beitti meðal annars táragasi í Mílanó til að dreifa mannfjöldanum. Þar hrópaði fólk í kór: ,,Frelsi, frelsi, frelsi." Í Tórínó var mólótov sprengjum kastað að lögreglu en tilkynnt var um átök víðar, meðal annars í Napólí, Róm og Palermo, eftir því sem fréttaskeyti Reuters fréttaveitunnar herma. Mótmælin hófust skömmu eftir að hertar aðgerðir stjórnvalda til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi, en klukkan sex að staðartíma var veitingastöðum, líkamsræktarstöðvum og kvikmyndahúsum gert að skella í lás og í sumum héruðum hafði útgöngubann verið fyrirskipað. Ítalía var eitt þeirra landa sem fór hvað verst út úr fyrstu bylgju faraldursins. Í fyrstu bylgjunni fóru Ítalir umyrðalaust eftir fyrirmælum stjórnvalda, en hertar aðgerðir nú hafa hins vegar mætt víðtækri andstöðu. Aðgerðirnar gilda til 24. nóvember. Alls hefur yfir hálf milljón manna greinst með kórónuveiruna á Ítalíu og um 37 þúsund manns dáið vegna Covid-19-sjúkdómsins sem veiran veldur.
Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira