„Við erum á dálítið krítískum tíma núna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 27. október 2020 11:54 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Lögreglan Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, kveðst ekki nógu ánægður með það að samfélagssmitum fari ekki meira fækkandi en raun ber vitni. Hann segir að við séum á krítískum tíma í faraldrinum; hvort við séum að missa þetta úr höndunum á okkur eða ná tökum á þessu. „Eins og staðan er núna sýnist mér ekki að við getum sagt með vissu að við séum að ná tökum á þessu. Ég hefði viljað sjá samfélagssmitið fara meira niður en það er ekki að gerast þannig að við þurfum að horfa á það í því ljósi,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Í gær greindust alls 59 með kórónuveiruna. Tíu þeirra tilfella tengjast umfangsmikilli hópsýkingu á Landakoti sem upp kom í síðustu viku. Um níutíu manns sem greinst hafa með veiruna á síðustu dögum tengjast þeirri hópsýkingu, bæði sjúklingar og starfsmenn. „Frá því að þessar aðgerðir tóku gildi fyrir rúmri viku síðast þá hafa samfélagssmitin eins og við mælum þau verið heldur á niðurleið en hafa nú staðið í stað undanfarna daga og það vekur ákveðnar áhyggjur. Þess vegna erum við líka að fylgjast með því hvort að þessi hópsýking á Landakoti sé eitthvað farin að dreifa sér víðar inn í samfélagssmitin. Ég er ekki alveg nógu ánægður með að sjá ekki lækkun á samfélagssmitunum þannig að það þarf þá bara að skoða hvaða aðgerðir gætu komið til hjálpar þar til þess að ná þessu frekar niður,“ segir Þórólfur. Þarf að koma í veg fyrir að álagið aukist enn frekar á heilbrigðiskerfið Núgildandi aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu gilda til 3. nóvember. Þær aðgerðir eru harðari en aðgerðir almennt á landsvísu sem gilda til 10. nóvember. Þórólfur segir erfitt að segja til um hvernig áframhaldandi aðgerðir komi til með að vera. Fari samfélagssmit ekki að fara niður þá sé sá möguleiki alltaf fyrir hendi að fá upp mjög slæma hópsýkingu, eins og kom upp á Landakoti. „Sem myndi þá valda auknu álagi á heilbrigðiskerfið enn frekar en nú orðið er, og það er það sem við þurfum að koma í veg fyrir. Þá þurfum við bara að sjá hvaða leiðir við höfum í því og við sjáum í nágrannalöndunum að þau eru að grípa til harðari aðgerða, til dæmis Norðmenn eru að gera það í Osló og á fleiri stöðum. Það eru allir í sömu stöðu og við held ég,“ segir Þórólfur. Það væri ekki gott að fá fleiri hópsýkingar í líkingu við þá á Landakoti með tilheyrandi auknu álagi á heilbrigðiskerfið. Horft til þess hvort grípa þurfi til harðari aðgerða „Við erum á dálítið krítískum tíma núna með þessa hópsýkingu og þetta samfélagssmit sem er í gangi um það hvaða stefnu það ætlar að taka. Ætlum við að fá fækkun í þessi smit, ætlar þetta að standa í stað eða erum við að fá jafnvel fjölgun? Og ef við erum ekki að sjá fækkun þá aukast náttúrulega bara líkurnar á því að við förum að fá fleiri svona hópsmit. Það er ekki gott og við sjáum bara hvaða álag þessar sýkingar hafa haft á sjúkrahúskerfið og Landspítalann. Við viljum ekki lenda í þeirri stöðu að þurfa kannski að fara að finna húsnæði úti um bæinn sem hentar kannski ekki almennilega fyrir þessa einstaklinga. Það væri mjög slæm staða fyrir okkur þannig að við þurfum að gera allt sem við getum til að koma í veg fyrir það.“ Aðspurður hvort eitthvað verði horft til meiri takmarkanna á næstunni en nú eru, til dæmis í starfsemi líkamsræktarstöðva segir Þórólfur: „Það sem við erum að horfa á núna er hvort það þurfi að grípa til harðari aðgerða til að ná þessum kúfi sem við erum í núna betur niður. Ég held að það sé markmiðið. Við erum ekki að horfa mikið lengra eins og staðan er núna og ég held að við þegar við náum þessum kúfi niður getum við farið að horfa til lengri tíma. En ég held að aðalmálið núna sé að horfa til skemmri tíma og ná þessum smitum sem nú þegar eru í gangi, ná þeim niður áður en við förum að spá mikið inn í lengri framtíð.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, kveðst ekki nógu ánægður með það að samfélagssmitum fari ekki meira fækkandi en raun ber vitni. Hann segir að við séum á krítískum tíma í faraldrinum; hvort við séum að missa þetta úr höndunum á okkur eða ná tökum á þessu. „Eins og staðan er núna sýnist mér ekki að við getum sagt með vissu að við séum að ná tökum á þessu. Ég hefði viljað sjá samfélagssmitið fara meira niður en það er ekki að gerast þannig að við þurfum að horfa á það í því ljósi,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Í gær greindust alls 59 með kórónuveiruna. Tíu þeirra tilfella tengjast umfangsmikilli hópsýkingu á Landakoti sem upp kom í síðustu viku. Um níutíu manns sem greinst hafa með veiruna á síðustu dögum tengjast þeirri hópsýkingu, bæði sjúklingar og starfsmenn. „Frá því að þessar aðgerðir tóku gildi fyrir rúmri viku síðast þá hafa samfélagssmitin eins og við mælum þau verið heldur á niðurleið en hafa nú staðið í stað undanfarna daga og það vekur ákveðnar áhyggjur. Þess vegna erum við líka að fylgjast með því hvort að þessi hópsýking á Landakoti sé eitthvað farin að dreifa sér víðar inn í samfélagssmitin. Ég er ekki alveg nógu ánægður með að sjá ekki lækkun á samfélagssmitunum þannig að það þarf þá bara að skoða hvaða aðgerðir gætu komið til hjálpar þar til þess að ná þessu frekar niður,“ segir Þórólfur. Þarf að koma í veg fyrir að álagið aukist enn frekar á heilbrigðiskerfið Núgildandi aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu gilda til 3. nóvember. Þær aðgerðir eru harðari en aðgerðir almennt á landsvísu sem gilda til 10. nóvember. Þórólfur segir erfitt að segja til um hvernig áframhaldandi aðgerðir komi til með að vera. Fari samfélagssmit ekki að fara niður þá sé sá möguleiki alltaf fyrir hendi að fá upp mjög slæma hópsýkingu, eins og kom upp á Landakoti. „Sem myndi þá valda auknu álagi á heilbrigðiskerfið enn frekar en nú orðið er, og það er það sem við þurfum að koma í veg fyrir. Þá þurfum við bara að sjá hvaða leiðir við höfum í því og við sjáum í nágrannalöndunum að þau eru að grípa til harðari aðgerða, til dæmis Norðmenn eru að gera það í Osló og á fleiri stöðum. Það eru allir í sömu stöðu og við held ég,“ segir Þórólfur. Það væri ekki gott að fá fleiri hópsýkingar í líkingu við þá á Landakoti með tilheyrandi auknu álagi á heilbrigðiskerfið. Horft til þess hvort grípa þurfi til harðari aðgerða „Við erum á dálítið krítískum tíma núna með þessa hópsýkingu og þetta samfélagssmit sem er í gangi um það hvaða stefnu það ætlar að taka. Ætlum við að fá fækkun í þessi smit, ætlar þetta að standa í stað eða erum við að fá jafnvel fjölgun? Og ef við erum ekki að sjá fækkun þá aukast náttúrulega bara líkurnar á því að við förum að fá fleiri svona hópsmit. Það er ekki gott og við sjáum bara hvaða álag þessar sýkingar hafa haft á sjúkrahúskerfið og Landspítalann. Við viljum ekki lenda í þeirri stöðu að þurfa kannski að fara að finna húsnæði úti um bæinn sem hentar kannski ekki almennilega fyrir þessa einstaklinga. Það væri mjög slæm staða fyrir okkur þannig að við þurfum að gera allt sem við getum til að koma í veg fyrir það.“ Aðspurður hvort eitthvað verði horft til meiri takmarkanna á næstunni en nú eru, til dæmis í starfsemi líkamsræktarstöðva segir Þórólfur: „Það sem við erum að horfa á núna er hvort það þurfi að grípa til harðari aðgerða til að ná þessum kúfi sem við erum í núna betur niður. Ég held að það sé markmiðið. Við erum ekki að horfa mikið lengra eins og staðan er núna og ég held að við þegar við náum þessum kúfi niður getum við farið að horfa til lengri tíma. En ég held að aðalmálið núna sé að horfa til skemmri tíma og ná þessum smitum sem nú þegar eru í gangi, ná þeim niður áður en við förum að spá mikið inn í lengri framtíð.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira