Konur taka við af konum sem framkvæmdastjórar Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. október 2020 07:00 Brynja Baldursdóttir framkvæmdastjóri Creditinfo. Vísir/Vilhelm „Þótt kynjahlutföllin hafi batnað til hins betra hjá Framúrskarandi fyrirtækjum þá er það enn allt of lágt, sérstaklega þegar það er borið saman við kynjahlutföll í stjórnum og framkvæmdastjórnum allra fyrirtækja á landinu. Vöxturinn hefur verið hægur en við vonumst til að sjá hlutfall kvenna halda áfram að vaxa,“ segir Brynja Baldursdóttir framkvæmdastjóri Creditinfo um þær niðurstöður að konur eru einungis 13% framkvæmdastjóra Framúrskarandi fyrirtækja. Þá sýna tölur Creditinfo að á síðustu þremur árum hafa karlmenn verið ráðnir framkvæmdastjórar Framúrskarandi fyrirtækja í 80% tilvika. „Á undanförnum þremur árum hefur kona verið ráðin sem framkvæmdastjóri í um 26% tilfella sé horft á öll fyrirtæki. Sambærilegt hlutfall er 20% hjá Framúrskarandi fyrirtækjum,“ segir Brynja. Þá vekur það sérstaka athygli að konur virðast taka við af konum. Annað sem vekur eftirtekt við nánari skoðun er að konur eru mun líklegri til að taka við framkvæmdastjórastöðu af hendi konu en karls, hvort sem horft er á öll fyrirtæki eða Framúrskarandi fyrirtæki,“ segir Brynja og bætir við: „Munurinn er 10 prósentustig í framkvæmdastjóraskiptum hjá öllum fyrirtækjum en 14 prósentustig hjá Framúrskarandi fyrirtækjum. Sambærilegur munur verður svo enn meiri sé horft á breytingar á stjórnarmönnum fyrirtækjanna.“ Creditinfo hefur birt lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki fyrir rekstrarárið 2019. Í þetta sinn eru fyrirtækin 842 talsins og fækkar lítillega á milli ára. Að mati sérfræðinga Creditinfo gæti það bent til þess að einhver kólnun hafi átt sér stað í íslensku atvinnulífi óháð Covid-19. Þetta er í ellefta sinn sem Creditinfo veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu en til að teljast Framúrskarandi þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði um stöðugan rekstur í þrjú ár aftur í tímann. Samkvæmt greiningu Creditinfo eru konur um 13% framkvæmdastjórar Framúrskarandi fyrirtækja en um 25% framkvæmdastjórar allra fyrirtækja. Þá sýnir greining Creditinfo að konur eru um fjórðungur stjórnarmanna Framúrskarandi fyrirtækja. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið á Vísi um þetta kynjahlutfall stjórnenda. Konur 31% eigendur Framúrskarandi fyrirtækja Þótt konur séu aðeins 13% framkvæmdastjóra Framúrskarandi fyrirtækja eru þær ríflega þriðjungur eigenda þeirra. Ef við horfum til allra fyrirtækja á landinu þá eru um 34% stofnenda fyrirtækja konur og um 31% eigenda allra íslenskra fyrirtækja á landinu eru konur. Hlutfallið er sambærilegt en þó aðeins minna hjá Framúrskarandi fyrirtækjum þar sem 31% stofnenda Framúrskarandi eru konur og konur eru eigendur í 31% af öllum Framúrskarandi fyrirtækjum,“ segir Brynja. En þrátt fyrir þetta eigendahlutfall kvenna er hlutfall kvenna sem framkvæmdastjórar um 13% í hópi Framúrskarandi fyrirtækja en um 25% í öllum fyrirtækjum. „Þessi hlutföll eru þó nokkuð lægri en hlutföll kvenna meðal stofnenda og eigenda sömu fyrirtækja. Sú staðreynd skýtur skökku við,“ segir Brynja. Brynja segir þróunina hæga þegar horft er til hlutfalls kvenna í framkvæmdastjórnum en hefur trú á því að auknar áherslur viðskiptalífs á sjálfbærni muni smátt og smátt breyta því. Á næsta ári verður skilyrði um sjálfbærni bætt við í mælikvarða Creditinfo fyrir fyrirtæki sem teljast Framúrskarandi fyrirtæki.Vísir/Vilhelm En er eitthvað mynstur í því hvers konar fyrirtæki konur eru einna helst sem framkvæmdastjórar og/eða ekki? Er munur á landsbyggð og höfuðborg? „Við tökum ekki eftir því að það sé marktækur munur á hlutföllunum eftir landshlutum. Ef eitthvað er þá er líklegra að konur stýri fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu en munurinn er bara nokkur prósentustig. Við höfum einnig skoðað hvort kynjahlutföll breytast eitthvað eftir stærð fyrirtækja, það er hvort það sé algengara að konur séu framkvæmdastjórar í smærri eða stærri fyrirtækjum. Í ljós kemur að kynjahlutföllin eru ekki að breytast mikið ef við skoðum fyrirtæki með háar tekjur eða miklar eignir,“ segir Brynja. Sveiflur í tölum Að sögn Brynju hefur konum fjölgað lítillega á milli ára. „Hlutfall kvenna í stjórnum Framúrskarandi fyrirtækja jókst um eitt prósentustig frá fyrra ári í rúm 25%, sem er örlítið hærra en meðaltal allra fyrirtækja, og hlutfall kvenframkvæmdastjóra jókst úr 12% í 13%. Til samanburðar þá voru konur rúmlega 25% af framkvæmdastjórum allra fyrirtækja á Íslandi á sama tíma og hlutfall kvenkyns stjórnarmanna var tæplega 25%,“ segir Brynja. Þróunin virðist því bæði hæg og jafnvel sveiflótt. ,,Hlutur kvenna í framkvæmdastjórn hefur farið vaxandi hjá öllum fyrirtækjum frá árinu 2009, úr 21% upp í 25%, en hjá Framúrskarandi fyrirtækjum hefur hlutfallið hins vegar lækkað úr rúmlega 17% í 13% á sama tímabili. Þó má sjá hlutfallið færast upp á við síðustu þrjú ár,“ segir Brynja. Hefur trú á mælikvörðum um sjálfbærni Hingað til hafa skilyrði Creditinfo til að teljast Framúrskarandi fyrirtæki öll verið fjárhagsleg. Að sögn Brynju hefur Creditinfo þó veitt sérstök hvatningarverðlaun um samfélagsábyrgð og nýsköpun, samhliða útnefningu Framúrskarandi fyrirtækja. „En okkur hefur skort gögn til að leggja tölfræðilegt mat á þessa mælikvarða,“ segir Brynja. Úr þessu verður þó bætt því frá og með næsta ári mun Creditinfo bæta við sérstökum mælikvörðum um sjálfbærni. „Við munum taka þetta í skrefum og byrja smátt en þegar fram líða stundir sjáum við fyrir okkur að mæla þessa þætti með umfangsmeiri hætti. Það skiptir miklu máli að fyrirtæki sem vilja ná árangri í sjálfbærni geti stuðst við mælikvarða og sett sér raunhæf markmið í þessum efnum,“ segir Brynja og bætir við: Við trúum því líka að því öflugri mælikvarðar sem liggja fyrir um sjálfbærni í rekstri því líklegra er að fyrirtæki grípi til raunhæfra aðgerða í að efla sjálfbærni í eigin rekstri. Stór liður í þessu er að jafna kynjahlutföll í stjórnum og framkvæmdastjórn.“ Brynja segir markmiðið vera að fyrirtæki geti metið sjálfbærni samhliða fjárhagsgögnum. Sjálf segist hún hafa trú á því að aukin áhersla á sjálfbærni muni hraða þróun um aukið hlutfall kvenna sem framkvæmdastjórar og í stjórn. „Vonandi mun meiri áhersla í viðskiptalífinu á sjálfbærni í rekstri hafa jákvæð áhrif á þessa þróun og flýta henni. Vöxtur undanfarinna ára er hreinlega allt of hægur,“ segir Brynja. Stjórnun Starfsframi Vinnumarkaður Jafnréttismál Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Þótt kynjahlutföllin hafi batnað til hins betra hjá Framúrskarandi fyrirtækjum þá er það enn allt of lágt, sérstaklega þegar það er borið saman við kynjahlutföll í stjórnum og framkvæmdastjórnum allra fyrirtækja á landinu. Vöxturinn hefur verið hægur en við vonumst til að sjá hlutfall kvenna halda áfram að vaxa,“ segir Brynja Baldursdóttir framkvæmdastjóri Creditinfo um þær niðurstöður að konur eru einungis 13% framkvæmdastjóra Framúrskarandi fyrirtækja. Þá sýna tölur Creditinfo að á síðustu þremur árum hafa karlmenn verið ráðnir framkvæmdastjórar Framúrskarandi fyrirtækja í 80% tilvika. „Á undanförnum þremur árum hefur kona verið ráðin sem framkvæmdastjóri í um 26% tilfella sé horft á öll fyrirtæki. Sambærilegt hlutfall er 20% hjá Framúrskarandi fyrirtækjum,“ segir Brynja. Þá vekur það sérstaka athygli að konur virðast taka við af konum. Annað sem vekur eftirtekt við nánari skoðun er að konur eru mun líklegri til að taka við framkvæmdastjórastöðu af hendi konu en karls, hvort sem horft er á öll fyrirtæki eða Framúrskarandi fyrirtæki,“ segir Brynja og bætir við: „Munurinn er 10 prósentustig í framkvæmdastjóraskiptum hjá öllum fyrirtækjum en 14 prósentustig hjá Framúrskarandi fyrirtækjum. Sambærilegur munur verður svo enn meiri sé horft á breytingar á stjórnarmönnum fyrirtækjanna.“ Creditinfo hefur birt lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki fyrir rekstrarárið 2019. Í þetta sinn eru fyrirtækin 842 talsins og fækkar lítillega á milli ára. Að mati sérfræðinga Creditinfo gæti það bent til þess að einhver kólnun hafi átt sér stað í íslensku atvinnulífi óháð Covid-19. Þetta er í ellefta sinn sem Creditinfo veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu en til að teljast Framúrskarandi þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði um stöðugan rekstur í þrjú ár aftur í tímann. Samkvæmt greiningu Creditinfo eru konur um 13% framkvæmdastjórar Framúrskarandi fyrirtækja en um 25% framkvæmdastjórar allra fyrirtækja. Þá sýnir greining Creditinfo að konur eru um fjórðungur stjórnarmanna Framúrskarandi fyrirtækja. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið á Vísi um þetta kynjahlutfall stjórnenda. Konur 31% eigendur Framúrskarandi fyrirtækja Þótt konur séu aðeins 13% framkvæmdastjóra Framúrskarandi fyrirtækja eru þær ríflega þriðjungur eigenda þeirra. Ef við horfum til allra fyrirtækja á landinu þá eru um 34% stofnenda fyrirtækja konur og um 31% eigenda allra íslenskra fyrirtækja á landinu eru konur. Hlutfallið er sambærilegt en þó aðeins minna hjá Framúrskarandi fyrirtækjum þar sem 31% stofnenda Framúrskarandi eru konur og konur eru eigendur í 31% af öllum Framúrskarandi fyrirtækjum,“ segir Brynja. En þrátt fyrir þetta eigendahlutfall kvenna er hlutfall kvenna sem framkvæmdastjórar um 13% í hópi Framúrskarandi fyrirtækja en um 25% í öllum fyrirtækjum. „Þessi hlutföll eru þó nokkuð lægri en hlutföll kvenna meðal stofnenda og eigenda sömu fyrirtækja. Sú staðreynd skýtur skökku við,“ segir Brynja. Brynja segir þróunina hæga þegar horft er til hlutfalls kvenna í framkvæmdastjórnum en hefur trú á því að auknar áherslur viðskiptalífs á sjálfbærni muni smátt og smátt breyta því. Á næsta ári verður skilyrði um sjálfbærni bætt við í mælikvarða Creditinfo fyrir fyrirtæki sem teljast Framúrskarandi fyrirtæki.Vísir/Vilhelm En er eitthvað mynstur í því hvers konar fyrirtæki konur eru einna helst sem framkvæmdastjórar og/eða ekki? Er munur á landsbyggð og höfuðborg? „Við tökum ekki eftir því að það sé marktækur munur á hlutföllunum eftir landshlutum. Ef eitthvað er þá er líklegra að konur stýri fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu en munurinn er bara nokkur prósentustig. Við höfum einnig skoðað hvort kynjahlutföll breytast eitthvað eftir stærð fyrirtækja, það er hvort það sé algengara að konur séu framkvæmdastjórar í smærri eða stærri fyrirtækjum. Í ljós kemur að kynjahlutföllin eru ekki að breytast mikið ef við skoðum fyrirtæki með háar tekjur eða miklar eignir,“ segir Brynja. Sveiflur í tölum Að sögn Brynju hefur konum fjölgað lítillega á milli ára. „Hlutfall kvenna í stjórnum Framúrskarandi fyrirtækja jókst um eitt prósentustig frá fyrra ári í rúm 25%, sem er örlítið hærra en meðaltal allra fyrirtækja, og hlutfall kvenframkvæmdastjóra jókst úr 12% í 13%. Til samanburðar þá voru konur rúmlega 25% af framkvæmdastjórum allra fyrirtækja á Íslandi á sama tíma og hlutfall kvenkyns stjórnarmanna var tæplega 25%,“ segir Brynja. Þróunin virðist því bæði hæg og jafnvel sveiflótt. ,,Hlutur kvenna í framkvæmdastjórn hefur farið vaxandi hjá öllum fyrirtækjum frá árinu 2009, úr 21% upp í 25%, en hjá Framúrskarandi fyrirtækjum hefur hlutfallið hins vegar lækkað úr rúmlega 17% í 13% á sama tímabili. Þó má sjá hlutfallið færast upp á við síðustu þrjú ár,“ segir Brynja. Hefur trú á mælikvörðum um sjálfbærni Hingað til hafa skilyrði Creditinfo til að teljast Framúrskarandi fyrirtæki öll verið fjárhagsleg. Að sögn Brynju hefur Creditinfo þó veitt sérstök hvatningarverðlaun um samfélagsábyrgð og nýsköpun, samhliða útnefningu Framúrskarandi fyrirtækja. „En okkur hefur skort gögn til að leggja tölfræðilegt mat á þessa mælikvarða,“ segir Brynja. Úr þessu verður þó bætt því frá og með næsta ári mun Creditinfo bæta við sérstökum mælikvörðum um sjálfbærni. „Við munum taka þetta í skrefum og byrja smátt en þegar fram líða stundir sjáum við fyrir okkur að mæla þessa þætti með umfangsmeiri hætti. Það skiptir miklu máli að fyrirtæki sem vilja ná árangri í sjálfbærni geti stuðst við mælikvarða og sett sér raunhæf markmið í þessum efnum,“ segir Brynja og bætir við: Við trúum því líka að því öflugri mælikvarðar sem liggja fyrir um sjálfbærni í rekstri því líklegra er að fyrirtæki grípi til raunhæfra aðgerða í að efla sjálfbærni í eigin rekstri. Stór liður í þessu er að jafna kynjahlutföll í stjórnum og framkvæmdastjórn.“ Brynja segir markmiðið vera að fyrirtæki geti metið sjálfbærni samhliða fjárhagsgögnum. Sjálf segist hún hafa trú á því að aukin áhersla á sjálfbærni muni hraða þróun um aukið hlutfall kvenna sem framkvæmdastjórar og í stjórn. „Vonandi mun meiri áhersla í viðskiptalífinu á sjálfbærni í rekstri hafa jákvæð áhrif á þessa þróun og flýta henni. Vöxtur undanfarinna ára er hreinlega allt of hægur,“ segir Brynja.
Stjórnun Starfsframi Vinnumarkaður Jafnréttismál Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira