Sara Björk: Í fyrri leiknum risum við upp en í dag fannst mér við detta niður Anton Ingi Leifsson skrifar 27. október 2020 19:49 Sara Björk í fyrri viðureign liðanna á Laugardalsvelli. Vísir/Vilhelm Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, var svekkt eftir 2-0 tapið gegn Svíþjóð í Gautaborg í kvöld. Leikurinn var liður í undankeppni EM 2021. „Þetta var erfiður leikur. Svíarnir voru sterkari. Þær unnu öll návígi og vorum undan á alla bolta. Við vorum eftir á. Ég er mjög svekkt,“ sagði Sara Björk í samtali við Rúv. Jafnræði var með liðunum framan af en Sara fannst íslenska liðið ekkert sérstakt í kvöld.„Mér fannst við ekki góðar. Mér fannst við ekki ná takti. Verðskuldaður sigur. Við þurfum bara vinna næstu tvo leiki og koma okkur á EM. Það er enn von.“ Fyrsta mark leiksins kom nokkurn veginn upp úr þurru og segir Sara að það hefði slegið íslenska liðið út af laginu. Liðið hafi ekki risið upp eins á Laugardalsvelli í fyrri leik liðanna. „Það var svekkjandi. Mér fannst við detta niður eftir það. Í fyrri leiknum risum við upp en mér fannst þetta detta niður í dag. Þetta var opið áður en markið kom. Eftir seinna markið þá komumst við ekki í takt við leikinn.“ Íslenska liðið á þó góða möguleika á að komast upp úr riðlinum og á stórmóti í Englandi sumarið 2022. Til þess þarf liðið bara að vinna tvo síðustu leikina. „Það er bara að setja þennan leik til hliðar. Það er ekki langt í næstu leiki. Við þurfum að eiga betri leik og klára þessi tvo leiki. Við ætlum að koma okkur á EM og vinna þessa tvo leiki.“ Fótbolti EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Svíþjóð 0-2 | Efsta sætið úr sögunni eftir tap í Gautaborg Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2022 þegar það sótti Svíþjóð heim. Lokatölur 2-0, Svíum í vil. 27. október 2020 19:37 „Vorum of ragar að taka í gikkinn“ Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari Íslands, sagðist svekktur eftir 2-0 tap íslenska landsliðsins gegn Svíþjóð í undankeppni EM 2021 sem fer fram í Englandi. 27. október 2020 19:42 Svíar lærðu af biturri reynslu í Reykjavík „Við höfum æft okkur fyrir löngu innköstin,“ segir Nathalie Björn, varnarmaður sænska landsliðsins, fyrir leikinn við Ísland í undankeppni EM í fótbolta í dag. 27. október 2020 14:41 Hversu nálægt EM í Englandi verður Ísland í kvöld? Kvennalandslið Íslands í fótbolta getur tekið stórt skref í átt að EM í Englandi í kvöld þegar liðið mætir Svíþjóð í Gautaborg kl. 17.30. 27. október 2020 13:32 Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, var svekkt eftir 2-0 tapið gegn Svíþjóð í Gautaborg í kvöld. Leikurinn var liður í undankeppni EM 2021. „Þetta var erfiður leikur. Svíarnir voru sterkari. Þær unnu öll návígi og vorum undan á alla bolta. Við vorum eftir á. Ég er mjög svekkt,“ sagði Sara Björk í samtali við Rúv. Jafnræði var með liðunum framan af en Sara fannst íslenska liðið ekkert sérstakt í kvöld.„Mér fannst við ekki góðar. Mér fannst við ekki ná takti. Verðskuldaður sigur. Við þurfum bara vinna næstu tvo leiki og koma okkur á EM. Það er enn von.“ Fyrsta mark leiksins kom nokkurn veginn upp úr þurru og segir Sara að það hefði slegið íslenska liðið út af laginu. Liðið hafi ekki risið upp eins á Laugardalsvelli í fyrri leik liðanna. „Það var svekkjandi. Mér fannst við detta niður eftir það. Í fyrri leiknum risum við upp en mér fannst þetta detta niður í dag. Þetta var opið áður en markið kom. Eftir seinna markið þá komumst við ekki í takt við leikinn.“ Íslenska liðið á þó góða möguleika á að komast upp úr riðlinum og á stórmóti í Englandi sumarið 2022. Til þess þarf liðið bara að vinna tvo síðustu leikina. „Það er bara að setja þennan leik til hliðar. Það er ekki langt í næstu leiki. Við þurfum að eiga betri leik og klára þessi tvo leiki. Við ætlum að koma okkur á EM og vinna þessa tvo leiki.“
Fótbolti EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Svíþjóð 0-2 | Efsta sætið úr sögunni eftir tap í Gautaborg Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2022 þegar það sótti Svíþjóð heim. Lokatölur 2-0, Svíum í vil. 27. október 2020 19:37 „Vorum of ragar að taka í gikkinn“ Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari Íslands, sagðist svekktur eftir 2-0 tap íslenska landsliðsins gegn Svíþjóð í undankeppni EM 2021 sem fer fram í Englandi. 27. október 2020 19:42 Svíar lærðu af biturri reynslu í Reykjavík „Við höfum æft okkur fyrir löngu innköstin,“ segir Nathalie Björn, varnarmaður sænska landsliðsins, fyrir leikinn við Ísland í undankeppni EM í fótbolta í dag. 27. október 2020 14:41 Hversu nálægt EM í Englandi verður Ísland í kvöld? Kvennalandslið Íslands í fótbolta getur tekið stórt skref í átt að EM í Englandi í kvöld þegar liðið mætir Svíþjóð í Gautaborg kl. 17.30. 27. október 2020 13:32 Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Svíþjóð 0-2 | Efsta sætið úr sögunni eftir tap í Gautaborg Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2022 þegar það sótti Svíþjóð heim. Lokatölur 2-0, Svíum í vil. 27. október 2020 19:37
„Vorum of ragar að taka í gikkinn“ Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari Íslands, sagðist svekktur eftir 2-0 tap íslenska landsliðsins gegn Svíþjóð í undankeppni EM 2021 sem fer fram í Englandi. 27. október 2020 19:42
Svíar lærðu af biturri reynslu í Reykjavík „Við höfum æft okkur fyrir löngu innköstin,“ segir Nathalie Björn, varnarmaður sænska landsliðsins, fyrir leikinn við Ísland í undankeppni EM í fótbolta í dag. 27. október 2020 14:41
Hversu nálægt EM í Englandi verður Ísland í kvöld? Kvennalandslið Íslands í fótbolta getur tekið stórt skref í átt að EM í Englandi í kvöld þegar liðið mætir Svíþjóð í Gautaborg kl. 17.30. 27. október 2020 13:32