Handboltaparið ekki búið að fjárfesta í neinu á Akureyri en útiloka ekki neitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2020 10:30 Ólafur Gústafsson og Rut Jónsdóttir ræða hér málin við Seinni bylgjuna. Skjámynd/S2 Sport Það er ekki oft sem handboltafélög geta fengið landsliðsfólk í bæði liðin sín á sama tíma en þannig var það einmitt á Akureyri í sumar. „Norðanmenn duttu heldur betur í lukkupottinn fyrir þetta tímabil þegar handboltaparið Ólafur Gústafsson og Rut Jónsdóttir ákváðu að velja það að fara norður og styrkja lið KA og KA/Þórs. Ég hitti þetta skemmtilega par á Akureyri,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson þegar hann kynnti innslag um þau Ólaf og Rut í Seinni bylgjunni í vikunni. Líkar mjög vel á Akureyri Það var gott hljóðið í þeim Ólafi og Rut þegar þau hittu Henry Birgi á æfingasvæði KA. „Okkur líkar bara mjög vel hérna á Akureyri. Þetta hefur bara farið vel af stað, bæði handboltalega og að komast inn í samfélagið hérna. Það hefur gengið mjög vel,“ sagði Ólafur Gústafsson. Skjámynd/S2 Sport „Þetta er búið að vera mjög þægilegt og rólegt hérna fyrir okkur. Það passar vel fyrir okkur að við getum eytt mikilli orku í skólann og handboltann sem og að vera með stráknum okkar. Það er bara frábært,“ sagði Rut Jónsdóttir. En eru þau komin til að vera á Akureyri? „Það er góð spurning. Við erum ekki búin að fjárfesta í neinu ennþá hérna en við verðum út þennan samning og svo sjáum við til,“ sagði Ólafur. Man það ekki því það var svo langt síðan Henry Birgir spurði Rut út í muninn á íslensku kvennadeildinni síðan að hún spilaði þar síðast. „Vá, þetta er erfið spurning. Ég eiginlega man það ekki alveg því það eru svo langt síðan,“ sagði Rut en hún spilaði með HK áður en hún fór út í atvinnumennsku aðeins átján ára gömul árið 2008. „Ég var svo ung þá að mér fannst þær eldri í deildinni vera alveg æðislegar. Ég leit mikið upp til þeirra. það er aðeins öðruvísi núna og það er því erfitt að segja,“ sagði Rut. Það er mikið verið að velta sér upp úr stöðunni á Ólafi sem hefur verið mikið meiddur á sínum ferli. „Það er ótúlega gott núna. Ég lenti í því að fá tak í bakið á undirbúningstímabilinu og var frá í þrjár vikur. Ég var því smá þungur í fyrstu leikjunum en standið á mér var orðið allt annað í síðasta leik á móti Stjörnunni. Það var óheppilegt að það hafi verið flautað af beint eftir það en við erum búnir að æfa núna og nýta tímann mjög vel,“ sagði Ólafur. „Ég hef ekki misst úr æfingu núna og vonandi verð ég í góðu standi þegar við byrjum aftur,“ sagði Ólafur. Rosalega flottar stelpur sem leggja mikið á sig KA/Þór vann óvæntan sigur á Fram í Meistarakeppninni fyrir mót en hvað getur liðið farið langt? Skjámynd/S2 Sport „Vonandi bara alla leið. Það er markmiðið að vera um efstu sætin og það er gaman að við höfum komið svona á óvart. Þetta eru rosalega flottar stelpur sem leggja mikið á sig og þær eiga líka mikið inni líka. Ég vona að við eigum eftir að stríða toppliðunum,“ sagði Rut. „Ég vil deila minni reynslu en ég ætla ekki að segja þeim hvernig þær eiga að gera hlutina. Ég er alveg til í að aðstoða og kem með eitthvað ef þær vilja taka á móti hjálp,“ sagði Rut. En hvað getur karlalið KA gert í vetur? „Við höfum sýnt það í fyrstu leikjunum að við getum staðið í flestum liðum. Við eigum eftir að mæta liðunum sem er spáð þremur, fjórum efstu sætunum. Það kemur svolítið í ljós. Við erum að reyna að byggja upp einhverja vörn og markvörslu. Við erum að byrja upp á nýtt með þessa 6:0 vörn því liðið er búið að vera í agressífri vörn síðustu ár. Við erum að búa til nýjan strúktúr og við vonum bara að við komum á óvart,“ sagði Ólafur en það má sjá allt viðtalið við þau hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við handboltaparið Ólaf og Rut Olís-deild karla Olís-deild kvenna Seinni bylgjan KA Þór Akureyri Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sjá meira
Það er ekki oft sem handboltafélög geta fengið landsliðsfólk í bæði liðin sín á sama tíma en þannig var það einmitt á Akureyri í sumar. „Norðanmenn duttu heldur betur í lukkupottinn fyrir þetta tímabil þegar handboltaparið Ólafur Gústafsson og Rut Jónsdóttir ákváðu að velja það að fara norður og styrkja lið KA og KA/Þórs. Ég hitti þetta skemmtilega par á Akureyri,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson þegar hann kynnti innslag um þau Ólaf og Rut í Seinni bylgjunni í vikunni. Líkar mjög vel á Akureyri Það var gott hljóðið í þeim Ólafi og Rut þegar þau hittu Henry Birgi á æfingasvæði KA. „Okkur líkar bara mjög vel hérna á Akureyri. Þetta hefur bara farið vel af stað, bæði handboltalega og að komast inn í samfélagið hérna. Það hefur gengið mjög vel,“ sagði Ólafur Gústafsson. Skjámynd/S2 Sport „Þetta er búið að vera mjög þægilegt og rólegt hérna fyrir okkur. Það passar vel fyrir okkur að við getum eytt mikilli orku í skólann og handboltann sem og að vera með stráknum okkar. Það er bara frábært,“ sagði Rut Jónsdóttir. En eru þau komin til að vera á Akureyri? „Það er góð spurning. Við erum ekki búin að fjárfesta í neinu ennþá hérna en við verðum út þennan samning og svo sjáum við til,“ sagði Ólafur. Man það ekki því það var svo langt síðan Henry Birgir spurði Rut út í muninn á íslensku kvennadeildinni síðan að hún spilaði þar síðast. „Vá, þetta er erfið spurning. Ég eiginlega man það ekki alveg því það eru svo langt síðan,“ sagði Rut en hún spilaði með HK áður en hún fór út í atvinnumennsku aðeins átján ára gömul árið 2008. „Ég var svo ung þá að mér fannst þær eldri í deildinni vera alveg æðislegar. Ég leit mikið upp til þeirra. það er aðeins öðruvísi núna og það er því erfitt að segja,“ sagði Rut. Það er mikið verið að velta sér upp úr stöðunni á Ólafi sem hefur verið mikið meiddur á sínum ferli. „Það er ótúlega gott núna. Ég lenti í því að fá tak í bakið á undirbúningstímabilinu og var frá í þrjár vikur. Ég var því smá þungur í fyrstu leikjunum en standið á mér var orðið allt annað í síðasta leik á móti Stjörnunni. Það var óheppilegt að það hafi verið flautað af beint eftir það en við erum búnir að æfa núna og nýta tímann mjög vel,“ sagði Ólafur. „Ég hef ekki misst úr æfingu núna og vonandi verð ég í góðu standi þegar við byrjum aftur,“ sagði Ólafur. Rosalega flottar stelpur sem leggja mikið á sig KA/Þór vann óvæntan sigur á Fram í Meistarakeppninni fyrir mót en hvað getur liðið farið langt? Skjámynd/S2 Sport „Vonandi bara alla leið. Það er markmiðið að vera um efstu sætin og það er gaman að við höfum komið svona á óvart. Þetta eru rosalega flottar stelpur sem leggja mikið á sig og þær eiga líka mikið inni líka. Ég vona að við eigum eftir að stríða toppliðunum,“ sagði Rut. „Ég vil deila minni reynslu en ég ætla ekki að segja þeim hvernig þær eiga að gera hlutina. Ég er alveg til í að aðstoða og kem með eitthvað ef þær vilja taka á móti hjálp,“ sagði Rut. En hvað getur karlalið KA gert í vetur? „Við höfum sýnt það í fyrstu leikjunum að við getum staðið í flestum liðum. Við eigum eftir að mæta liðunum sem er spáð þremur, fjórum efstu sætunum. Það kemur svolítið í ljós. Við erum að reyna að byggja upp einhverja vörn og markvörslu. Við erum að byrja upp á nýtt með þessa 6:0 vörn því liðið er búið að vera í agressífri vörn síðustu ár. Við erum að búa til nýjan strúktúr og við vonum bara að við komum á óvart,“ sagði Ólafur en það má sjá allt viðtalið við þau hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við handboltaparið Ólaf og Rut
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Seinni bylgjan KA Þór Akureyri Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti