Menn með barnagirnd koma að tómum kofanum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 28. október 2020 13:05 Anna Kristín Newton segir það teljandi á fingrum annarrar handar hversu margir menn leiti sér aðstoðar á ári hverju - án þess að hafa brotið á sér. Mun fleiri þurfi á aðstoð að halda en þeir viti ekki hvert skuli leita. Kompás Anna Kristín Newton, sálfræðingur sem sérhæfir sig í meðferð við barnagirnd, segir að menn sem finna fyrir slíkum hugsunum og vilji koma í veg fyrir að þeir brjóti af sér hafi engan aðgang að aðstoð. Fyrsta skrefið sé aðgengilegar upplýsingar fyrir þá. Einu upplýsingarnar sem þeir fái á netinu séu að þeir séu skrímsli. Í nýjasta Kompás-þætti kemur fram að um 1% karlmanna séu með barnagirnd. Gróflega áætlað þýðir það að vel á annað þúsund íslenskra karlmanna finni til slíkrar hneigðar. Anna Kristín segir marga finna fyrir hneigðinni strax á barnsaldri. Hugsanirnar geti valdið mikilli vanlíðan og margir vilji leita sér hjálpar til að brjóta ekki af sér. „Þú getur ekki talað við neinn um þetta og þótt þú hafir aldrei brotið af þér situr þú fastur með eigin hugsanir út lífið og í ótta um að þú brjótir af þér. Það er ömurleg staða. Við þurfum að ná til þeirra áður en það gerist.“ Fordæmum hegðunina en ekki manneskjuna Anna Kristín segir sárlega vanta viðvarandi úrræði fyrir þennan hóp. Hún hafi fengið til sín unga menn, allt niður í 18 ára gamla, sem hafi séð viðtal við hana í fjölmiðlum og þori þess vegna að hafa samband. Þeir segi margir hverjir að þeir hafi ekki haft hugmynd um hvert þeir gætu leitað. En því miður séu margir sem komist ekki alla leið að aðstoðinni, viti ekki af henni eða þori ekki að taka skrefið. Nauðsynlegt sé að hafa aðgengilegar upplýsingar á netinu. „Til dæmis ungur maður með svona hugsanir og vill leita aðstoðar. Hann slær inn „óviðeigandi hugsanir um börn“ í leit á netinu. Það gefur honum engin svör um hvað hann geti gert heldur fær hann upplýsingar um hvað fólki finnist um slíkt og það er ekki gagnlegt.“ Á fjórða tug manna eru nú til rannsóknar á Íslandi vegna vörslu og dreifingu barnaníðs á netinu. Anna Kristín segir mögulegt að ná til þessara manna áður en þeir brjóta af sér.Vísir/Getty Það sé mikilvægt að hegðun þessara manna sé fordæmd en ekki manneskjan sjálf. Það þurfi að koma skýrum skilaboðum til þeirra að það sé hægt að hjálpa þeim. „En einu skilaboðin sem við sendum þeim í dag eru að þeir séu skrímsli, réttdræpir og ættu ekki að fá að umgangast annað fólk. Við sem samfélag erum ekki að horfa í lausnirnar heldur eingöngu að benda á vandann. Það versta sem við gerum er að dæma. Við þurfum að stíga skrefið í aðra átt. Þetta er fólk sem gerir yfirleitt engum öðrum illt og vill gera allt til að koma í veg fyrir það.“ Anna Kristín veit til þess að hjálparsími Rauða krossins hafi fengið símtöl frá þessum mönnum. Þeim sé þá ráðlegt að leita sér aðstoðar hjá meðferðaraðila. „En þetta er löng leið og ekki endilega rétt að 1717 eigi að taka við þessum símtölum.“ Meðferð fækki brotum um helming Nú er 112 með átak þar sem verið er að beina ofbeldismönnum í réttar áttir, til að mynda til Heimilisfriðar sem er meðferðarúrræði fyrir gerendur í heimilisofbeldi. Anna Kristín myndi vilja sjá sambærileg úrræði fyrir menn með barnagirnd – og að þannig væri hægt að beina þeim í einhvern farveg. Í Kompásþættinum kom fram að talið sé að 1% karlmanna séu með barnagirnd. „Eins og staðan er í dag eru bara einstaka sálfræðingar með meðferð við barnagirnd og flestir sem koma til okkar eru menn sem eru skyldugir að sæta meðferð eftir dóm fyrir barnaníð. En menn sem hafa ekki brotið af sér vita ekki hvernig þeir eigi að finna okkur. Við megum ekki auglýsa, við erum ekki hluti af átaki og svo er dýrt að leita slíkrar meðferðar. Þetta er stór hindrun. Við þurfum að finna leið til að rétta þessum mönnum eitthvað.“ Víða erlendis hefur verið sett upp úrræði fyrir þennan hóp og það leiti mun fleiri í þjónustuna en maður geti gert sér í hugarlund. „Talið er að meðferð dragi líkur á brotum um helming. Við myndum auðvitað vilja að árangurinn væri engin brot en helmingi færri brot þýðir helmingi færri brotaþolar.“ Kompás Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
Anna Kristín Newton, sálfræðingur sem sérhæfir sig í meðferð við barnagirnd, segir að menn sem finna fyrir slíkum hugsunum og vilji koma í veg fyrir að þeir brjóti af sér hafi engan aðgang að aðstoð. Fyrsta skrefið sé aðgengilegar upplýsingar fyrir þá. Einu upplýsingarnar sem þeir fái á netinu séu að þeir séu skrímsli. Í nýjasta Kompás-þætti kemur fram að um 1% karlmanna séu með barnagirnd. Gróflega áætlað þýðir það að vel á annað þúsund íslenskra karlmanna finni til slíkrar hneigðar. Anna Kristín segir marga finna fyrir hneigðinni strax á barnsaldri. Hugsanirnar geti valdið mikilli vanlíðan og margir vilji leita sér hjálpar til að brjóta ekki af sér. „Þú getur ekki talað við neinn um þetta og þótt þú hafir aldrei brotið af þér situr þú fastur með eigin hugsanir út lífið og í ótta um að þú brjótir af þér. Það er ömurleg staða. Við þurfum að ná til þeirra áður en það gerist.“ Fordæmum hegðunina en ekki manneskjuna Anna Kristín segir sárlega vanta viðvarandi úrræði fyrir þennan hóp. Hún hafi fengið til sín unga menn, allt niður í 18 ára gamla, sem hafi séð viðtal við hana í fjölmiðlum og þori þess vegna að hafa samband. Þeir segi margir hverjir að þeir hafi ekki haft hugmynd um hvert þeir gætu leitað. En því miður séu margir sem komist ekki alla leið að aðstoðinni, viti ekki af henni eða þori ekki að taka skrefið. Nauðsynlegt sé að hafa aðgengilegar upplýsingar á netinu. „Til dæmis ungur maður með svona hugsanir og vill leita aðstoðar. Hann slær inn „óviðeigandi hugsanir um börn“ í leit á netinu. Það gefur honum engin svör um hvað hann geti gert heldur fær hann upplýsingar um hvað fólki finnist um slíkt og það er ekki gagnlegt.“ Á fjórða tug manna eru nú til rannsóknar á Íslandi vegna vörslu og dreifingu barnaníðs á netinu. Anna Kristín segir mögulegt að ná til þessara manna áður en þeir brjóta af sér.Vísir/Getty Það sé mikilvægt að hegðun þessara manna sé fordæmd en ekki manneskjan sjálf. Það þurfi að koma skýrum skilaboðum til þeirra að það sé hægt að hjálpa þeim. „En einu skilaboðin sem við sendum þeim í dag eru að þeir séu skrímsli, réttdræpir og ættu ekki að fá að umgangast annað fólk. Við sem samfélag erum ekki að horfa í lausnirnar heldur eingöngu að benda á vandann. Það versta sem við gerum er að dæma. Við þurfum að stíga skrefið í aðra átt. Þetta er fólk sem gerir yfirleitt engum öðrum illt og vill gera allt til að koma í veg fyrir það.“ Anna Kristín veit til þess að hjálparsími Rauða krossins hafi fengið símtöl frá þessum mönnum. Þeim sé þá ráðlegt að leita sér aðstoðar hjá meðferðaraðila. „En þetta er löng leið og ekki endilega rétt að 1717 eigi að taka við þessum símtölum.“ Meðferð fækki brotum um helming Nú er 112 með átak þar sem verið er að beina ofbeldismönnum í réttar áttir, til að mynda til Heimilisfriðar sem er meðferðarúrræði fyrir gerendur í heimilisofbeldi. Anna Kristín myndi vilja sjá sambærileg úrræði fyrir menn með barnagirnd – og að þannig væri hægt að beina þeim í einhvern farveg. Í Kompásþættinum kom fram að talið sé að 1% karlmanna séu með barnagirnd. „Eins og staðan er í dag eru bara einstaka sálfræðingar með meðferð við barnagirnd og flestir sem koma til okkar eru menn sem eru skyldugir að sæta meðferð eftir dóm fyrir barnaníð. En menn sem hafa ekki brotið af sér vita ekki hvernig þeir eigi að finna okkur. Við megum ekki auglýsa, við erum ekki hluti af átaki og svo er dýrt að leita slíkrar meðferðar. Þetta er stór hindrun. Við þurfum að finna leið til að rétta þessum mönnum eitthvað.“ Víða erlendis hefur verið sett upp úrræði fyrir þennan hóp og það leiti mun fleiri í þjónustuna en maður geti gert sér í hugarlund. „Talið er að meðferð dragi líkur á brotum um helming. Við myndum auðvitað vilja að árangurinn væri engin brot en helmingi færri brot þýðir helmingi færri brotaþolar.“
Kompás Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira