Tekjur af Thule-herstöðinni færast á ný til Grænlendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 28. október 2020 23:19 Frá Thule-herstöðinni á Grænlandi. Hún er nyrsta bækistöð Bandaríkjahers. U.S. Air Force/David Buchanan Grænlendingar endurheimta margra milljarða verk- og þjónustusamninga við Thule-herstöðina á norðvestur Grænlandi, samkvæmt samningi sem Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, undirrituðu á fjarfundi í dag. Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, Steen Lynge, utanríkisráðherra Grænlands, og Robert O'Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, tóku einnig þátt í þríhliða viðræðum landanna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu landsstjórnar Grænlands. Þar með er bundinn endi á sex ára deilur, sem hófust árið 2014 þegar Bandaríkjamenn ákváðu að fela bandarískum verktökum að annast margvísleg verkefni við Thule-herstöðina, eða Pituffik, eins og staðurinn nefnist á grænlensku. Við það urðu Grænlendingar af miklum tekjum af verkefnum, sem dansk-grænlenska félagið Greenland Contractors hafði áður sinnt, eins og framkvæmdum af ýmsu tagi, viðhaldi mannvirkja og rekstri mötuneyta í herstöðinni. Thule-herstöðin. Myndin er tekin síðsumars, í lok ágústmánaðar 2016. Getty/Whitney Shefte Ólíkt þeirri feimnisumræðu, sem gjarnan var í kringum fjárhagslegan ávinning Íslendinga af veru bandaríska hersins hérlendis, er Kim Kielsen ekkert að leyna því hvert markmið grænlensku stjórnarinnar er með samningnum; „að fá raunverulegan, áþreifanlegan ávinning af veru Bandaríkjamanna,“ eins og hann segir í yfirlýsingu í dag. Í grænlenska fréttamiðlinum Sermitsiaq kemur fram að þjónustusamningarnir hafi skilað 200 milljónum danskra króna í tekjur á ári, eða sem nemur 4,5 milljörðum íslenskra króna. Í ljósi þess að íbúafjöldi Grænlands er um einn sjötti af íbúafjölda Íslands má meta þetta ígildi 27 milljarða króna árlegra tekna fyrir íslenskt samfélag. Carla Sands sendiherra og Kim Kielsen forsætisráðherra skoða kort af norðurslóðum á fundi í bandaríska sendiherrabústaðnum í Kaupmannahöfn sumarið 2019.Sendiráð Bandaríkjanna í Danmörku Utanríkisráðherra Grænlendinga, Steen Lynge, segir þetta grundvallarmál fyrir Grænland, sem leggi Bandaríkjunum til land undir bækistöð. Grænlendingar séu stoltir af því lykilhlutverki sem Thule-stöðin og Grænland gegni í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna, og um leið fyrir Grænland og Norður-Atlantshafið. Nýr samningur stuðli að því að þjónustusamningar í Thule-stöðinni gagnist grænlenskum fyrirtækjum í framtíðinni. Markmiðið sé að Grænland hafi sem mestan hag af veru Bandaríkjamanna, svo sem með þjálfun starfsfólks, atvinnutækifærum og skatttekjum, segir grænlenski ráðherrann. Heimsathygli vakti sumarið 2019 þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að hann vildi kaupa Grænland. Svona svaraði Kim Kielsen ósk Trumps: Hér má heyra hvað Donald Trump sagði um Grænlandskaupin: Grænland Norðurslóðir NATO Danmörk Bandaríkin Varnarmál Tengdar fréttir Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21 Fjárstuðningur Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga veldur uppnámi Landsstjórn Grænlands tilkynnti í dag að hún hefði ákveðið að þiggja boð Bandaríkjastjórnar um 12,1 milljón dollara efnahagsstuðning, andvirði 1,8 milljarða króna íslenskra, til ýmissa borgaralegra verkefna á Grænlandi. 23. apríl 2020 20:56 Ameríski ræðismaðurinn verður í höfuðstöðvum danska hersins Bandaríska ræðismannsskrifstofan á Grænlandi verður staðsett í höfuðstöðvum danska hersins í Nuuk. Skrifstofan verður opnuð á þessu ári en nánari tímasetning hefur ekki verið tilkynnt. 26. apríl 2020 08:32 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Grænlendingar endurheimta margra milljarða verk- og þjónustusamninga við Thule-herstöðina á norðvestur Grænlandi, samkvæmt samningi sem Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, undirrituðu á fjarfundi í dag. Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, Steen Lynge, utanríkisráðherra Grænlands, og Robert O'Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, tóku einnig þátt í þríhliða viðræðum landanna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu landsstjórnar Grænlands. Þar með er bundinn endi á sex ára deilur, sem hófust árið 2014 þegar Bandaríkjamenn ákváðu að fela bandarískum verktökum að annast margvísleg verkefni við Thule-herstöðina, eða Pituffik, eins og staðurinn nefnist á grænlensku. Við það urðu Grænlendingar af miklum tekjum af verkefnum, sem dansk-grænlenska félagið Greenland Contractors hafði áður sinnt, eins og framkvæmdum af ýmsu tagi, viðhaldi mannvirkja og rekstri mötuneyta í herstöðinni. Thule-herstöðin. Myndin er tekin síðsumars, í lok ágústmánaðar 2016. Getty/Whitney Shefte Ólíkt þeirri feimnisumræðu, sem gjarnan var í kringum fjárhagslegan ávinning Íslendinga af veru bandaríska hersins hérlendis, er Kim Kielsen ekkert að leyna því hvert markmið grænlensku stjórnarinnar er með samningnum; „að fá raunverulegan, áþreifanlegan ávinning af veru Bandaríkjamanna,“ eins og hann segir í yfirlýsingu í dag. Í grænlenska fréttamiðlinum Sermitsiaq kemur fram að þjónustusamningarnir hafi skilað 200 milljónum danskra króna í tekjur á ári, eða sem nemur 4,5 milljörðum íslenskra króna. Í ljósi þess að íbúafjöldi Grænlands er um einn sjötti af íbúafjölda Íslands má meta þetta ígildi 27 milljarða króna árlegra tekna fyrir íslenskt samfélag. Carla Sands sendiherra og Kim Kielsen forsætisráðherra skoða kort af norðurslóðum á fundi í bandaríska sendiherrabústaðnum í Kaupmannahöfn sumarið 2019.Sendiráð Bandaríkjanna í Danmörku Utanríkisráðherra Grænlendinga, Steen Lynge, segir þetta grundvallarmál fyrir Grænland, sem leggi Bandaríkjunum til land undir bækistöð. Grænlendingar séu stoltir af því lykilhlutverki sem Thule-stöðin og Grænland gegni í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna, og um leið fyrir Grænland og Norður-Atlantshafið. Nýr samningur stuðli að því að þjónustusamningar í Thule-stöðinni gagnist grænlenskum fyrirtækjum í framtíðinni. Markmiðið sé að Grænland hafi sem mestan hag af veru Bandaríkjamanna, svo sem með þjálfun starfsfólks, atvinnutækifærum og skatttekjum, segir grænlenski ráðherrann. Heimsathygli vakti sumarið 2019 þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að hann vildi kaupa Grænland. Svona svaraði Kim Kielsen ósk Trumps: Hér má heyra hvað Donald Trump sagði um Grænlandskaupin:
Grænland Norðurslóðir NATO Danmörk Bandaríkin Varnarmál Tengdar fréttir Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21 Fjárstuðningur Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga veldur uppnámi Landsstjórn Grænlands tilkynnti í dag að hún hefði ákveðið að þiggja boð Bandaríkjastjórnar um 12,1 milljón dollara efnahagsstuðning, andvirði 1,8 milljarða króna íslenskra, til ýmissa borgaralegra verkefna á Grænlandi. 23. apríl 2020 20:56 Ameríski ræðismaðurinn verður í höfuðstöðvum danska hersins Bandaríska ræðismannsskrifstofan á Grænlandi verður staðsett í höfuðstöðvum danska hersins í Nuuk. Skrifstofan verður opnuð á þessu ári en nánari tímasetning hefur ekki verið tilkynnt. 26. apríl 2020 08:32 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21
Fjárstuðningur Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga veldur uppnámi Landsstjórn Grænlands tilkynnti í dag að hún hefði ákveðið að þiggja boð Bandaríkjastjórnar um 12,1 milljón dollara efnahagsstuðning, andvirði 1,8 milljarða króna íslenskra, til ýmissa borgaralegra verkefna á Grænlandi. 23. apríl 2020 20:56
Ameríski ræðismaðurinn verður í höfuðstöðvum danska hersins Bandaríska ræðismannsskrifstofan á Grænlandi verður staðsett í höfuðstöðvum danska hersins í Nuuk. Skrifstofan verður opnuð á þessu ári en nánari tímasetning hefur ekki verið tilkynnt. 26. apríl 2020 08:32