Trump gerði grín að grímunotkun Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Telma Tómasson skrifa 29. október 2020 07:19 Breski stjórnmálamaðurinn Nigel Farage kom fram á kosningafundi með Trump í Arizona í gær. Getty/Chip Somodevilla Keppinautarnir í forsetakosningunum í Bandaríkjunum reyna hvað þeir geta til að ná hylli kjósenda nú þegar þeir eru á síðustu metrunum aðeins nokkrum dögum fyrir kjördag sem er næstkomandi þriðjudag. Kórónuveirufaraldurinn hefur verið fyrirferðarmikill á kosningafundum. Í gærkvöldi hvatti Donald Trump Bandaríkjaforseti ríkin til að forðast hörðustu aðgerðir eins og útgöngubann á meðan Joe Biden frambjóðandi demókrata sagði að ekki væri hægt að slökkva á faraldrinum með einu handtaki. Þeim fjölgar dag frá degi sem greinast með kórónuveiruna í Bandaríkjunum. Þá fjölgar dauðsföllum einnig. Á kosningafundi í heimabæ sínum Wilmingotn í Delaware í gær sagði Biden að viðbrögð Trumps við faraldrinum væru móðgun við fórnarlömb veirunnar. Sjálfur hét Biden því á fundinum að láta vísindi ráða för þegar kæmi að ákvörðunum vegna faraldursins. „Jafnvel þótt ég vinni þá mun það kosta mikla vinnu að binda enda á faraldurinn. Ég lofa þessu: Við munum byrja á því að gera réttu hlutina á degi eitt,“ sagði Biden. Á meðan gerði forsetinn grín að samkomum Demókrata þar sem fólki er skylt að nota grímur. Fæstir nota grímur á kosningafundum Trumps og óttast Anthony Fauci , helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, að fundirnir geti orðið til að breiða út smit enn frekar og þannig leitt til veldisvaxtar faraldursins. Trump, sem hélt kosningafund í Goodyear í Arizona í gær, varaði við því að ef Biden næði kjöri þýddi það útgöngubann og efnahagskrísu. Biden hefur ekki viljað útiloka að setja á útgöngubann vegna kórónuveirunnar ef hann verður kosinn forseti. „Ef þú kýst Joe Biden þá þýðir það að engin börn fara í skólann, það verða engar útskriftir, engin brúðkaup, engin þakkargjörðahátíð, engin jól, enginn þjóðhátíðardagur. Að öðru leyti mun líf þetta verða dásamlegt. Þú mátt ekki hitta neinn en það er allt í lagi,“ sagði Trump meðal annars á fundinum í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Keppinautarnir í forsetakosningunum í Bandaríkjunum reyna hvað þeir geta til að ná hylli kjósenda nú þegar þeir eru á síðustu metrunum aðeins nokkrum dögum fyrir kjördag sem er næstkomandi þriðjudag. Kórónuveirufaraldurinn hefur verið fyrirferðarmikill á kosningafundum. Í gærkvöldi hvatti Donald Trump Bandaríkjaforseti ríkin til að forðast hörðustu aðgerðir eins og útgöngubann á meðan Joe Biden frambjóðandi demókrata sagði að ekki væri hægt að slökkva á faraldrinum með einu handtaki. Þeim fjölgar dag frá degi sem greinast með kórónuveiruna í Bandaríkjunum. Þá fjölgar dauðsföllum einnig. Á kosningafundi í heimabæ sínum Wilmingotn í Delaware í gær sagði Biden að viðbrögð Trumps við faraldrinum væru móðgun við fórnarlömb veirunnar. Sjálfur hét Biden því á fundinum að láta vísindi ráða för þegar kæmi að ákvörðunum vegna faraldursins. „Jafnvel þótt ég vinni þá mun það kosta mikla vinnu að binda enda á faraldurinn. Ég lofa þessu: Við munum byrja á því að gera réttu hlutina á degi eitt,“ sagði Biden. Á meðan gerði forsetinn grín að samkomum Demókrata þar sem fólki er skylt að nota grímur. Fæstir nota grímur á kosningafundum Trumps og óttast Anthony Fauci , helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, að fundirnir geti orðið til að breiða út smit enn frekar og þannig leitt til veldisvaxtar faraldursins. Trump, sem hélt kosningafund í Goodyear í Arizona í gær, varaði við því að ef Biden næði kjöri þýddi það útgöngubann og efnahagskrísu. Biden hefur ekki viljað útiloka að setja á útgöngubann vegna kórónuveirunnar ef hann verður kosinn forseti. „Ef þú kýst Joe Biden þá þýðir það að engin börn fara í skólann, það verða engar útskriftir, engin brúðkaup, engin þakkargjörðahátíð, engin jól, enginn þjóðhátíðardagur. Að öðru leyti mun líf þetta verða dásamlegt. Þú mátt ekki hitta neinn en það er allt í lagi,“ sagði Trump meðal annars á fundinum í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira