Sóttvarnalæknir leggur til hertar aðgerðir sem taki gildi eins fljótt og hægt er Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. október 2020 11:18 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundi á dögunum. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, boðar hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hann sagði einsýnt að ekki væri svigrúm fyrir tilslakanir hér innanlands. Kvaðst Þórólfur vera að vinna í minnisblaði til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, sem hann myndi sennilega senda til hennar í dag. „Þar legg ég til að núverandi aðgerðir verði hertar frekar en útfærsla einstakra tillagna liggur ekki fyrir þannig að ég er ekki tilbúinn að ræða einstakar tillögur á þessari stundu,“ sagði Þórólfur á fundinum í dag. Hann sagðist sjá fyrir sér að hertar aðgerðir þurfi ekki að standa mikið lengur en í tvær til þrjár vikur. Í framhaldinu væri þá hægt að hefja tilslakanir. Til væri áætlun um hvernig tilslökunum yrði þá háttað ef allt gengur vel. Þórólfur sagðist leggja til að sömu reglur muni gilda um allt land. Nú eru harðari aðgerðir í gildi á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar á landinu. Þá vill hann að hertar aðgerðir taki gildi eins fljótt og hægt er en vildi aðspurður ekki fara út í einstakar tillögur þar sem minnisblaðið væri enn í smíðum. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, boðar hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hann sagði einsýnt að ekki væri svigrúm fyrir tilslakanir hér innanlands. Kvaðst Þórólfur vera að vinna í minnisblaði til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, sem hann myndi sennilega senda til hennar í dag. „Þar legg ég til að núverandi aðgerðir verði hertar frekar en útfærsla einstakra tillagna liggur ekki fyrir þannig að ég er ekki tilbúinn að ræða einstakar tillögur á þessari stundu,“ sagði Þórólfur á fundinum í dag. Hann sagðist sjá fyrir sér að hertar aðgerðir þurfi ekki að standa mikið lengur en í tvær til þrjár vikur. Í framhaldinu væri þá hægt að hefja tilslakanir. Til væri áætlun um hvernig tilslökunum yrði þá háttað ef allt gengur vel. Þórólfur sagðist leggja til að sömu reglur muni gilda um allt land. Nú eru harðari aðgerðir í gildi á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar á landinu. Þá vill hann að hertar aðgerðir taki gildi eins fljótt og hægt er en vildi aðspurður ekki fara út í einstakar tillögur þar sem minnisblaðið væri enn í smíðum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira