Innlent

Höfðu af­skipti af smituðum manni á ferðinni í Mos­fells­bæ

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Mosfellsbæ.
Frá Mosfellsbæ. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu þurfti í morgun að hafa afskipti af karlmanni á ferðinni í Mosfellsbæ sem vitað var að var smitaður af Covid-19. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu, en lögregla tók eftir manninum á ferð skömmu fyrir klukkan 7. 

„Lögreglumenn könnuðust við manninn og vissu til þess að hann var smitaður af Covid-19 og átti því að vera í einangrun en var ekki að hlýða því. 

Lögreglan tryggði að maðurinn fór beinustu leið aftur að þeim stað sem hann átti að vera á í einangruninni. Maðurinn má búast við að vera kærður fyrir athæfið,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×