Erlent

Ströngustu takmarkanirnar til þessa

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Karl Johans Gate í Osló.
Karl Johans Gate í Osló. Getty

Ströngustu kórónuveirutakmarkanirnar til þessa tóku gildi í Osló klukkan ellefu eftir að 102 ný tilfelli greindust í gær. 

Borgarbúum er nú skylt að bera grímur þar sem ekki er hægt að tryggja metra fjarlægð, fólki er gert að vinna heima ef hægt er og ekki má hitta fleiri en tíu sem búa ekki á sama heimili í hverri viku. Þá hafa fjöldatakmarkanir á innanhússviðburðum verið hertar, úr fimmtíu í tuttugu.

 Þriðjungur allra greindra tilfella í Noregi eru í Osló. Alls hafa 19.069 smitast í landinu frá upphafi faraldursins og 280 látist.


Tengdar fréttir

Herða tak­markanir í Osló

Borgaryfirvöld í norsku höfuðborginni Osló hafa tilkynnt um hertar samkomutakmarkanir vegna heimsfaraldursins. Nýjar reglur og tilmæli voru kynntar á blaðamannafundi borgarstjórans Raymond Johansen í hádeginu og munu taka gildi á fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×