Dæmi um að fólk fái heimsóknir í sóttkví Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. október 2020 14:38 Hlutfall smitaðra á landamærum hefur farið hækkandi undanfarnar vikur. Vísir/Vilhelm Dæmi eru um að fólk virði ekki sóttkví, fái heimsóknir og fari jafnvel út á meðal fólks. Þetta á bæði við um fólk sem er í sóttkví eftir komu til landsins og þá sem útsettir hafa verið fyrir smiti. Þá hefur ekki fengist nákvæmlega úr því skorið hvar Póllandsfarar, sem margir hafa greinst með kórónuveiruna á landamærum síðustu vikur, hafa smitast. Fjöldi smitaðra á landamærum hefur tekið talsverðan kipp síðustu vikur, þó að þær tölur séu þó afar breytilegar milli daga. Í gær greindist til að mynda enginn smitaður á landamærum en daginn þar áður voru þeir um 20. Þá sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í viðtali við fréttastofu í gær að vísbendingar væru nú um að smit á landamærum væri að berast inn í samfélagið. Vísir sendi almannavörnum fyrirspurn vegna málsins, þar sem spurt var að því hvernig landamærasmit hefðu borist inn í samfélagið upp á síðkastið. Þá var jafnframt spurt hvort fólk hefði e.t.v. ekki virt sóttkví við komu hingað til lands. Ekki allir sem fylgi „strangri sóttkví“ Fram kemur í svari Jóhanns K. Jóhannssonar samskiptastjóra hjá ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis að fyrir liggi að fólk sem greinst hafi með veiruna í sýnatöku á landamærum hafi smitað aðra. Um afmörkuð tilvik sé þó að ræða og þá oftast í nærumhverfi viðkomandi. Þá virðist sem ekki alveg allir fari eftir „strangri sóttkví“. Það eigi bæði við um þá sem eru í sóttkví vegna komu til landsins og einnig þá sem eru í sóttkví eftir að hafa verið útsettir fyrir smiti. Tómlegt hefur verið um að litast á Keflavíkurflugvelli síðan faraldurinn hófst. Langflestir sem greinst hafa með veiruna við komu til landsins síðustu daga hafa komið með flugi frá Póllandi.Vísir/Vilhelm „Til eru skýrar leiðbeiningar um hvað sóttkví felur í sér en dæmi eru um að fólk í sóttkví sé að fá heimsóknir til sín og jafnvel að fara út meðal fólks og þá með maska fyrir vitum sem er ekki samkvæmt leiðbeiningum,“ segir í svari Jóhanns. Smitrakning nær ekki út fyrir landamæri Talsvert margir hafa greinst með veiruna á landamærum síðustu daga og fyrir liggur að flestir þeirra koma með flugi frá Póllandi. Raunar er „langstærstur hluti“ landamærasmits síðustu daga rakinn til Póllands, að því er fram kemur í svari Jóhanns. Ekki hefur þó tekist að rekja smitið með óyggjandi hætti. Þórólfur segir að uppruni smitsins að utan sé ekki þekktur.Vísir/Vilhelm „Talvert smit er í Póllandi þessa dagana og mögulega er hlutfallslega mikið flug þaðan. Smitrakning hér á landi nær ekki út fyrir landamæri og því nákvæmur uppruni smits ekki þekktur.“ Sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna á mánudag að til skoðunar væri að endurskoða fyrirkomulagið á landamærum. Nú getur fólk valið á milli þess að fara í tvöfalda skimun og tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Þórólfur sagði að verið væri að kanna hvort afnema ætti þetta val og skylda fólk til að fara í tvöfalda skimun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Til skoðunar að afnema sóttkvíarmöguleikann Sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að kórónuveiruaðgerðir verði í gildi á landinu þar til gott bóluefni kemur fram, í einhverja mánuði til viðbótar í það minnsta. 26. október 2020 12:52 Þriðji stóri hópurinn frá Póllandi greindist með veiruna Sautján manns sem komu frá Póllandi greindust með kórónuveiruna í landamæraskimun í gær. Fjórir þeirra eru með virk smit en mótefnamælingar er beðið í þrettán tilfellum. 22. október 2020 12:06 Annar stór hópur frá Póllandi greindist með veiruna Um tuttugu manns sem komu með flugi frá Póllandi greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. 19. október 2020 11:21 Komu til landsins í þremur flugvélum Fólkið sem greinst hefur með kórónuveiruna á landamærunum á síðustu dögum eftir að hafa dvalið í Póllandi kom hingað til lands í þremur hópum. 19. október 2020 13:55 Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætra sinna hafa gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Dæmi eru um að fólk virði ekki sóttkví, fái heimsóknir og fari jafnvel út á meðal fólks. Þetta á bæði við um fólk sem er í sóttkví eftir komu til landsins og þá sem útsettir hafa verið fyrir smiti. Þá hefur ekki fengist nákvæmlega úr því skorið hvar Póllandsfarar, sem margir hafa greinst með kórónuveiruna á landamærum síðustu vikur, hafa smitast. Fjöldi smitaðra á landamærum hefur tekið talsverðan kipp síðustu vikur, þó að þær tölur séu þó afar breytilegar milli daga. Í gær greindist til að mynda enginn smitaður á landamærum en daginn þar áður voru þeir um 20. Þá sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í viðtali við fréttastofu í gær að vísbendingar væru nú um að smit á landamærum væri að berast inn í samfélagið. Vísir sendi almannavörnum fyrirspurn vegna málsins, þar sem spurt var að því hvernig landamærasmit hefðu borist inn í samfélagið upp á síðkastið. Þá var jafnframt spurt hvort fólk hefði e.t.v. ekki virt sóttkví við komu hingað til lands. Ekki allir sem fylgi „strangri sóttkví“ Fram kemur í svari Jóhanns K. Jóhannssonar samskiptastjóra hjá ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis að fyrir liggi að fólk sem greinst hafi með veiruna í sýnatöku á landamærum hafi smitað aðra. Um afmörkuð tilvik sé þó að ræða og þá oftast í nærumhverfi viðkomandi. Þá virðist sem ekki alveg allir fari eftir „strangri sóttkví“. Það eigi bæði við um þá sem eru í sóttkví vegna komu til landsins og einnig þá sem eru í sóttkví eftir að hafa verið útsettir fyrir smiti. Tómlegt hefur verið um að litast á Keflavíkurflugvelli síðan faraldurinn hófst. Langflestir sem greinst hafa með veiruna við komu til landsins síðustu daga hafa komið með flugi frá Póllandi.Vísir/Vilhelm „Til eru skýrar leiðbeiningar um hvað sóttkví felur í sér en dæmi eru um að fólk í sóttkví sé að fá heimsóknir til sín og jafnvel að fara út meðal fólks og þá með maska fyrir vitum sem er ekki samkvæmt leiðbeiningum,“ segir í svari Jóhanns. Smitrakning nær ekki út fyrir landamæri Talsvert margir hafa greinst með veiruna á landamærum síðustu daga og fyrir liggur að flestir þeirra koma með flugi frá Póllandi. Raunar er „langstærstur hluti“ landamærasmits síðustu daga rakinn til Póllands, að því er fram kemur í svari Jóhanns. Ekki hefur þó tekist að rekja smitið með óyggjandi hætti. Þórólfur segir að uppruni smitsins að utan sé ekki þekktur.Vísir/Vilhelm „Talvert smit er í Póllandi þessa dagana og mögulega er hlutfallslega mikið flug þaðan. Smitrakning hér á landi nær ekki út fyrir landamæri og því nákvæmur uppruni smits ekki þekktur.“ Sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna á mánudag að til skoðunar væri að endurskoða fyrirkomulagið á landamærum. Nú getur fólk valið á milli þess að fara í tvöfalda skimun og tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Þórólfur sagði að verið væri að kanna hvort afnema ætti þetta val og skylda fólk til að fara í tvöfalda skimun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Til skoðunar að afnema sóttkvíarmöguleikann Sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að kórónuveiruaðgerðir verði í gildi á landinu þar til gott bóluefni kemur fram, í einhverja mánuði til viðbótar í það minnsta. 26. október 2020 12:52 Þriðji stóri hópurinn frá Póllandi greindist með veiruna Sautján manns sem komu frá Póllandi greindust með kórónuveiruna í landamæraskimun í gær. Fjórir þeirra eru með virk smit en mótefnamælingar er beðið í þrettán tilfellum. 22. október 2020 12:06 Annar stór hópur frá Póllandi greindist með veiruna Um tuttugu manns sem komu með flugi frá Póllandi greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. 19. október 2020 11:21 Komu til landsins í þremur flugvélum Fólkið sem greinst hefur með kórónuveiruna á landamærunum á síðustu dögum eftir að hafa dvalið í Póllandi kom hingað til lands í þremur hópum. 19. október 2020 13:55 Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætra sinna hafa gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Til skoðunar að afnema sóttkvíarmöguleikann Sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að kórónuveiruaðgerðir verði í gildi á landinu þar til gott bóluefni kemur fram, í einhverja mánuði til viðbótar í það minnsta. 26. október 2020 12:52
Þriðji stóri hópurinn frá Póllandi greindist með veiruna Sautján manns sem komu frá Póllandi greindust með kórónuveiruna í landamæraskimun í gær. Fjórir þeirra eru með virk smit en mótefnamælingar er beðið í þrettán tilfellum. 22. október 2020 12:06
Annar stór hópur frá Póllandi greindist með veiruna Um tuttugu manns sem komu með flugi frá Póllandi greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. 19. október 2020 11:21
Komu til landsins í þremur flugvélum Fólkið sem greinst hefur með kórónuveiruna á landamærunum á síðustu dögum eftir að hafa dvalið í Póllandi kom hingað til lands í þremur hópum. 19. október 2020 13:55
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“