Skotin fljúga á milli verðlaunablaðamanns og ritstjóra hans Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. október 2020 20:25 Glenn Greenwald er heimsþekktur blaðamaður. Getty/Hannah Peters Bandaríski blaðamaðurinn Glenn Greenwald hefur sagt starfi sínu lausu sem blaðamaður á The Intercept, miðli sem hann kom sjálfur að því að stofna. Hann segir ritstjóra fjölmiðilsins hafa reynt að ritskoða grein hans um Joe Biden. Aðalritstjóri blaðsins segist aðeins hafa verið að vinna vinnuna sína og skýtur föstum skotum að Greenwald í yfirlýsingu vegna brotthvarfs blaðamannsins. Greenwald vann sér það helst til frægðar að hafa unnið umfjöllun um viðamiklar njósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar sem byggði á leyniskjölum sem uppljóstrarinn Edward Snowden lak árið 2013. Umfjöllunin fékk meðal annars Pulitzer-verðlaunin virtu árið 2014. Skömmu síðar stofnaði Greenwald The Intercept, miðil sem gefur sig út fyrir að stunda rannsóknarblaðamennsku. Í uppsagnarbréfi sem Greenwald birti í dag segir hann að hann hafi sagt starfi sínu lausi hjá fjölmiðlinum. Aðalástæðan sé sú að ritstjórar Intercept hafi reynt að ritskoða grein hans, þvert á ákvæði í samningi hans. Sagðist hann hafa verið að vinna grein um Joe Biden, forsetaframbjóðenda Demókrata, og að ritstjórar hans hafi sagt honum að hann myndi ekki fá að birta greinina nema hann myndi fjarlægja alla gagnrýni á Biden úr greininni. Aðalritstjóri The Intercept, Betsy Reed, var hins vegar ekki lengi að svara uppsagnarbréfi Greenwalds og skýtur hún föstum skotum að blaðamanninum. Segir hún það af og frá að reynt hafi verið að ritskoða grein Greenwalds. Ritstjórarnir hafi aðeins verið að vinna vinnuna sína. Umrædd grein Greenwald hafi aðeins verið tilraun hans til þess að enduróma „vafasamar fullyrðingar“ af hálfu framboðs Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í dulargervi blaðamennsku. Intercept EIC Betsy Reed sent me this statement regarding the departure of @ggreenwald, saying there's a "fundamental disagreement over the role of editors in the production of journalism and the nature of censorship." pic.twitter.com/Od2TTKLsyq— ErikWemple (@ErikWemple) October 29, 2020 „Við berum mikla virðingu fyrir þeim blaðamanni sem Greenwald var, og við erum stolt af megninu af því sem við unnum að undanfarin sex ár. Það er Glenn sem hefur horfið frá því þeim gildum sem hann vann eftir, en ekki The Intercept,“ skrifar Reed. Lesa má yfirlýsingu Greenwald í heild sinni hér og yfirlýsingu Reed hér. Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Saka heimsþekktan blaðamann um aðild að hlerunum Glenn Greenwald sakar ríkisstjórn Jairs Bolsonaro Brasilíuforseta um að virða ekki fjölmiðlafrelsi. Vefmiðill Greenwald birti fréttir upp úr farsímagögnum dómsmálaráðherra Brasilíu í fyrra. 21. janúar 2020 18:39 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Sjá meira
Bandaríski blaðamaðurinn Glenn Greenwald hefur sagt starfi sínu lausu sem blaðamaður á The Intercept, miðli sem hann kom sjálfur að því að stofna. Hann segir ritstjóra fjölmiðilsins hafa reynt að ritskoða grein hans um Joe Biden. Aðalritstjóri blaðsins segist aðeins hafa verið að vinna vinnuna sína og skýtur föstum skotum að Greenwald í yfirlýsingu vegna brotthvarfs blaðamannsins. Greenwald vann sér það helst til frægðar að hafa unnið umfjöllun um viðamiklar njósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar sem byggði á leyniskjölum sem uppljóstrarinn Edward Snowden lak árið 2013. Umfjöllunin fékk meðal annars Pulitzer-verðlaunin virtu árið 2014. Skömmu síðar stofnaði Greenwald The Intercept, miðil sem gefur sig út fyrir að stunda rannsóknarblaðamennsku. Í uppsagnarbréfi sem Greenwald birti í dag segir hann að hann hafi sagt starfi sínu lausi hjá fjölmiðlinum. Aðalástæðan sé sú að ritstjórar Intercept hafi reynt að ritskoða grein hans, þvert á ákvæði í samningi hans. Sagðist hann hafa verið að vinna grein um Joe Biden, forsetaframbjóðenda Demókrata, og að ritstjórar hans hafi sagt honum að hann myndi ekki fá að birta greinina nema hann myndi fjarlægja alla gagnrýni á Biden úr greininni. Aðalritstjóri The Intercept, Betsy Reed, var hins vegar ekki lengi að svara uppsagnarbréfi Greenwalds og skýtur hún föstum skotum að blaðamanninum. Segir hún það af og frá að reynt hafi verið að ritskoða grein Greenwalds. Ritstjórarnir hafi aðeins verið að vinna vinnuna sína. Umrædd grein Greenwald hafi aðeins verið tilraun hans til þess að enduróma „vafasamar fullyrðingar“ af hálfu framboðs Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í dulargervi blaðamennsku. Intercept EIC Betsy Reed sent me this statement regarding the departure of @ggreenwald, saying there's a "fundamental disagreement over the role of editors in the production of journalism and the nature of censorship." pic.twitter.com/Od2TTKLsyq— ErikWemple (@ErikWemple) October 29, 2020 „Við berum mikla virðingu fyrir þeim blaðamanni sem Greenwald var, og við erum stolt af megninu af því sem við unnum að undanfarin sex ár. Það er Glenn sem hefur horfið frá því þeim gildum sem hann vann eftir, en ekki The Intercept,“ skrifar Reed. Lesa má yfirlýsingu Greenwald í heild sinni hér og yfirlýsingu Reed hér.
Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Saka heimsþekktan blaðamann um aðild að hlerunum Glenn Greenwald sakar ríkisstjórn Jairs Bolsonaro Brasilíuforseta um að virða ekki fjölmiðlafrelsi. Vefmiðill Greenwald birti fréttir upp úr farsímagögnum dómsmálaráðherra Brasilíu í fyrra. 21. janúar 2020 18:39 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Sjá meira
Saka heimsþekktan blaðamann um aðild að hlerunum Glenn Greenwald sakar ríkisstjórn Jairs Bolsonaro Brasilíuforseta um að virða ekki fjölmiðlafrelsi. Vefmiðill Greenwald birti fréttir upp úr farsímagögnum dómsmálaráðherra Brasilíu í fyrra. 21. janúar 2020 18:39