Heimir og Aron Einar grímuklæddir á blaðamannafundi fyrir stórleik dagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2020 08:31 Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson á blaðamannafundinum í gær. Instagram/@alarabi_club Heimir Hallgrímsson getur í dag orðið fyrsti þjálfari Al-Arabi í 26 ár til að koma liðinu í bikarúrslitaleikinn í Katar. Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson verða í sviðsljósinu í dag þegar lið þeirra Al-Arabi spilar til undanúrslita í Emírbikarkeppninni. Al-Arabi spilar í dag við Al-Markhiya í undanúrslitum Emírbikarsins en í boði er sæti í úrslitaleiknum þangað sem Al Arabi hefur ekki komist síðan 1994. Al Arabi hefur unnið bikarkeppnina átta sinnum en það eru liðin 27 ár síðan félagið vann bikarinn síðast. Möguleikarnir ættu að vera ágætir enda spilar Al-Markhiya liðið í b-deildinni í Katar. Al-Markhiya hefur hins vegar ekki enn fengið á sig mark í bikarnum í ár og hefur þegar slegið út tvö lið sem eru meðal þeirra sex efstu í úrvalsdeildinni eða lið Al-Rayyan og Al-Gharafa. Heimir Hallgrímsson, þjálfari Al-Arabi og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson mættu báðir á blaðamannafund í gær og ræddu leikinn í dag. Báðir voru þeir með grímur og tóku þær ekki niður á fundinum. „Það er aðeins meiri pressa á okkur ekki síst þar sem Al-Markhiya vann bæði Al-Rayyan og Al-Gharafa. Þessi leikur er mikilvægur fyrir okkur og stuðningsmennina okkar en við megum ekki vera of kokhraustir og megum alls ekki vanmeta mótherjanna. Við áttum okkur á mikilvægi þess að komast í úrslitaleik Emirbíkarsins,“ sagði Aron Einar Gunnarsson meðal annars á blaðamannafundinum. Leikurinn milli Al Arabi og Al-Markhiya í dag hefst klukkan 15.00 að íslenskum tíma. Hér fyrir neðan má sjá Aron Einar og Heimir á fundinum í gær. View this post on Instagram : : . : . : . . A post shared by Alarabi Sports Club (@alarabi_club) on Oct 29, 2020 at 5:09am PDT View this post on Instagram : : . : 90 90 . 8 . . : . A post shared by Alarabi Sports Club (@alarabi_club) on Oct 29, 2020 at 5:11am PDT Katarski boltinn Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Sjá meira
Heimir Hallgrímsson getur í dag orðið fyrsti þjálfari Al-Arabi í 26 ár til að koma liðinu í bikarúrslitaleikinn í Katar. Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson verða í sviðsljósinu í dag þegar lið þeirra Al-Arabi spilar til undanúrslita í Emírbikarkeppninni. Al-Arabi spilar í dag við Al-Markhiya í undanúrslitum Emírbikarsins en í boði er sæti í úrslitaleiknum þangað sem Al Arabi hefur ekki komist síðan 1994. Al Arabi hefur unnið bikarkeppnina átta sinnum en það eru liðin 27 ár síðan félagið vann bikarinn síðast. Möguleikarnir ættu að vera ágætir enda spilar Al-Markhiya liðið í b-deildinni í Katar. Al-Markhiya hefur hins vegar ekki enn fengið á sig mark í bikarnum í ár og hefur þegar slegið út tvö lið sem eru meðal þeirra sex efstu í úrvalsdeildinni eða lið Al-Rayyan og Al-Gharafa. Heimir Hallgrímsson, þjálfari Al-Arabi og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson mættu báðir á blaðamannafund í gær og ræddu leikinn í dag. Báðir voru þeir með grímur og tóku þær ekki niður á fundinum. „Það er aðeins meiri pressa á okkur ekki síst þar sem Al-Markhiya vann bæði Al-Rayyan og Al-Gharafa. Þessi leikur er mikilvægur fyrir okkur og stuðningsmennina okkar en við megum ekki vera of kokhraustir og megum alls ekki vanmeta mótherjanna. Við áttum okkur á mikilvægi þess að komast í úrslitaleik Emirbíkarsins,“ sagði Aron Einar Gunnarsson meðal annars á blaðamannafundinum. Leikurinn milli Al Arabi og Al-Markhiya í dag hefst klukkan 15.00 að íslenskum tíma. Hér fyrir neðan má sjá Aron Einar og Heimir á fundinum í gær. View this post on Instagram : : . : . : . . A post shared by Alarabi Sports Club (@alarabi_club) on Oct 29, 2020 at 5:09am PDT View this post on Instagram : : . : 90 90 . 8 . . : . A post shared by Alarabi Sports Club (@alarabi_club) on Oct 29, 2020 at 5:11am PDT
Katarski boltinn Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Sjá meira