Bandaríska verslunarkeðjan Walmart hefur fjarlægt öll skotvopn og skotfæri úr hillum þúsunda verslana um öll Bandaríkin þar sem stjórnendur hafa áhyggjur af hugsanlegum óróa og mótmælum í landinu í náinni framtíð.
Frá þessu segir í frétt BBC, en áfram verður þó hægt að kaupa skotvopn, jafnvel þótt þau séu ekki sýnileg viðskiptavinum.
Ákvörðun stjórnenda Walmart er tekin í ljósi mikilla mótmæla og óeirða í borginni Fíladelfíu í byrjun vikunnar, eftir að blökkumaður var skotinn þar til bana í lögregluaðgerð.
Í óeirðunum fór nokkur fjöldi inn í verslanir, olli skemmdum og fór um með ránshendi.
Skotvopn voru einnig tekin tímabundið úr hillum Walmart eftir að lögreglan banaði George Floyd fyrr á árinu sem leiddi til öldu mótmæla um öll Bandararíkin og víðar.