Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Tryggvi Páll Tryggvason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 30. október 2020 13:13 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með Þórólf Guðnason sóttvarnalækni og Víði Reynisson yfirlögregluþjón að baki sér á fundinum í dag. Vísir/Vilhelm Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. Hertar aðgerðir taka gildi strax á miðnætti og gilda á öllu landinu Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra þar sem hún kynnti hertari aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. „Þetta er það sem okkar allra besta fólk telur að dugi til að snúa veiruna niður í þessari lotu. En þetta virkar bara ef við snúum bökum saman, sýnum samstöðu og förum eftir reglunum,“ segir Svandís. Á fundinum greindi hún frá því að tveggja metra reglan verði áfram í gildi, grímuskylda verði aukin. Sundlaugar verði lokaður, íþróttastarf leggist af í bili. Þá þurfa krár og skemmtistaðir að hafa lokað og veitingastaðir að loka klukkan níu. Greindi hún einnig frá því að börn fædd á árinu 2015 og síðar séu undanþegin reglum um fjöldatakmarkanir, tveggja metra reglu og grímuskyldu. Gildir til og með 17. nóvember Gert er ráð fyrir að reglur um hertar aðgerðir gildi til og með 17. nóvember. Þær verða endurmetnar eftir aðstæðum með hliðsjón af því hvort hægt verði að aflétta þeim fyrr, eða hvort framlenging sé nauðsynleg. Svandís ræddi breytingarnar nánar að loknum fundi. „Landspítalinn sem er okkar flaggskip er á neyðarstigi og víða í heilbrigðiskerfinu er álag. Meira um veikindi í farsóttarhúsum en áður. Það er ekki ráðrúm til þess núna að bíða og sjá til, að vona það besta, heldur kynnum við nú aðgerðir sem taka gildi strax á miðnætti. Takmörkum samskipti, hittum eins fáa og við getum, höldum tveggja metra reglunni, notum andlitsgrímur og þvoum hendur og sprittum,“ segir Svandís. Helstu aðgerðir eru eftirfarandi: 10 manna fjöldatakmörk meginregla. - Heimild fyrir 30 manns í útförum en 10 að hámarki í erfidrykkjum. 50 manna hámarksfjöldi í lyfja- og matvöruverslunum en reglur um aukinn fjölda með hliðsjón af stærð húsnæðisins. - Fjöldatakmarkanir gilda ekki um almenningssamgöngur, hópbifreiðar, innanlandsflug eða störf viðbragðsaðila. Fjöldatakmarkanir gilda ekki um störf ríkisstjórnar, ríkisráðs, Alþingis og dómstóla. 10 manna fjöldatakmörk eiga ekki við þegar fleiri búa á sama heimili. Íþróttir óheimilar. Sundlaugum lokað. Sviðslistir óheimilar. Krám og skemmtistöðum lokað. Veitingastaðir með vínveitingaleyfi mega ekki hafa opið lengur en til 21.00. Grímuskylda þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðarmörk milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum. Börn fædd 2015 og síðar undanþegin 2 metra reglu, fjöldamörkum og grímuskyldu (gilti áður um börn fædd 2005 og síðar). Undanþáguheimildir: Ráðherra getur veitt undanþágu frá takmörkunum vegna félagslega ómissandi innviða sem mega ekki stöðvast. Þar undir fellur m.a. heilbrigðisstarfsemi og félagsþjónusta. Ráðherra getur veitt undanþágu við banni frá íþróttastarfi fyrir einstaka viðburði, til dæmis alþjóðlegra keppnisleikja. Ný reglugerð um takmarkanir á skólastarfi verður kynnt á blaðamannafundi menntamálaráðherra á sunnudaginn. Þá sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að vonandi muni aðgerðirnar skila árangri á einni til tveimur vikum. En þá þurfi allir að taka þátt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir Einhugur í ríkisstjórn um aðgerðirnar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að einhugur sé að baki heilbrigðisráðherra um aðgerðir vegna kórónuveirunnar. Þetta sagði hann í viðtali í beinni útsendingu fyrir utan Ráðherrabústaðinn fyrir stundu. 30. október 2020 12:50 190 sendir heim vegna gruns um smit Nemendur og starfsmenn í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri hafa verið sendir heim í úrvinnslusóttkví. Þetta kemur fram í bréfi skólastjóra til foreldra í dag. 30. október 2020 12:45 Smitum fjölgar áfram á Akureyri og Dalvík 79 manns eru nú í einangrun á Norðurlandi eystra, flestir á Akureyri en smitum hefur fjölgað á Dalvík. Hermann Karlsson aðalvarðstjóri í aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi eystra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart. 30. október 2020 12:07 75 leik- og grunnskólabörn í Reykjavík smituð Fjórtán börn í leikskólum Reykjavíkur er með staðfest kórónuveirusmit og sextíu og eitt barn í grunnskóla. Þetta er þó aðeins lítill minnihluti barna í skólunum í Reyjavík eða 0,22% allra leikskólabarna og 0,4% allra grunnskólabarna. 30. október 2020 11:08 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. Hertar aðgerðir taka gildi strax á miðnætti og gilda á öllu landinu Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra þar sem hún kynnti hertari aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. „Þetta er það sem okkar allra besta fólk telur að dugi til að snúa veiruna niður í þessari lotu. En þetta virkar bara ef við snúum bökum saman, sýnum samstöðu og förum eftir reglunum,“ segir Svandís. Á fundinum greindi hún frá því að tveggja metra reglan verði áfram í gildi, grímuskylda verði aukin. Sundlaugar verði lokaður, íþróttastarf leggist af í bili. Þá þurfa krár og skemmtistaðir að hafa lokað og veitingastaðir að loka klukkan níu. Greindi hún einnig frá því að börn fædd á árinu 2015 og síðar séu undanþegin reglum um fjöldatakmarkanir, tveggja metra reglu og grímuskyldu. Gildir til og með 17. nóvember Gert er ráð fyrir að reglur um hertar aðgerðir gildi til og með 17. nóvember. Þær verða endurmetnar eftir aðstæðum með hliðsjón af því hvort hægt verði að aflétta þeim fyrr, eða hvort framlenging sé nauðsynleg. Svandís ræddi breytingarnar nánar að loknum fundi. „Landspítalinn sem er okkar flaggskip er á neyðarstigi og víða í heilbrigðiskerfinu er álag. Meira um veikindi í farsóttarhúsum en áður. Það er ekki ráðrúm til þess núna að bíða og sjá til, að vona það besta, heldur kynnum við nú aðgerðir sem taka gildi strax á miðnætti. Takmörkum samskipti, hittum eins fáa og við getum, höldum tveggja metra reglunni, notum andlitsgrímur og þvoum hendur og sprittum,“ segir Svandís. Helstu aðgerðir eru eftirfarandi: 10 manna fjöldatakmörk meginregla. - Heimild fyrir 30 manns í útförum en 10 að hámarki í erfidrykkjum. 50 manna hámarksfjöldi í lyfja- og matvöruverslunum en reglur um aukinn fjölda með hliðsjón af stærð húsnæðisins. - Fjöldatakmarkanir gilda ekki um almenningssamgöngur, hópbifreiðar, innanlandsflug eða störf viðbragðsaðila. Fjöldatakmarkanir gilda ekki um störf ríkisstjórnar, ríkisráðs, Alþingis og dómstóla. 10 manna fjöldatakmörk eiga ekki við þegar fleiri búa á sama heimili. Íþróttir óheimilar. Sundlaugum lokað. Sviðslistir óheimilar. Krám og skemmtistöðum lokað. Veitingastaðir með vínveitingaleyfi mega ekki hafa opið lengur en til 21.00. Grímuskylda þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðarmörk milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum. Börn fædd 2015 og síðar undanþegin 2 metra reglu, fjöldamörkum og grímuskyldu (gilti áður um börn fædd 2005 og síðar). Undanþáguheimildir: Ráðherra getur veitt undanþágu frá takmörkunum vegna félagslega ómissandi innviða sem mega ekki stöðvast. Þar undir fellur m.a. heilbrigðisstarfsemi og félagsþjónusta. Ráðherra getur veitt undanþágu við banni frá íþróttastarfi fyrir einstaka viðburði, til dæmis alþjóðlegra keppnisleikja. Ný reglugerð um takmarkanir á skólastarfi verður kynnt á blaðamannafundi menntamálaráðherra á sunnudaginn. Þá sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að vonandi muni aðgerðirnar skila árangri á einni til tveimur vikum. En þá þurfi allir að taka þátt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir Einhugur í ríkisstjórn um aðgerðirnar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að einhugur sé að baki heilbrigðisráðherra um aðgerðir vegna kórónuveirunnar. Þetta sagði hann í viðtali í beinni útsendingu fyrir utan Ráðherrabústaðinn fyrir stundu. 30. október 2020 12:50 190 sendir heim vegna gruns um smit Nemendur og starfsmenn í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri hafa verið sendir heim í úrvinnslusóttkví. Þetta kemur fram í bréfi skólastjóra til foreldra í dag. 30. október 2020 12:45 Smitum fjölgar áfram á Akureyri og Dalvík 79 manns eru nú í einangrun á Norðurlandi eystra, flestir á Akureyri en smitum hefur fjölgað á Dalvík. Hermann Karlsson aðalvarðstjóri í aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi eystra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart. 30. október 2020 12:07 75 leik- og grunnskólabörn í Reykjavík smituð Fjórtán börn í leikskólum Reykjavíkur er með staðfest kórónuveirusmit og sextíu og eitt barn í grunnskóla. Þetta er þó aðeins lítill minnihluti barna í skólunum í Reyjavík eða 0,22% allra leikskólabarna og 0,4% allra grunnskólabarna. 30. október 2020 11:08 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Einhugur í ríkisstjórn um aðgerðirnar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að einhugur sé að baki heilbrigðisráðherra um aðgerðir vegna kórónuveirunnar. Þetta sagði hann í viðtali í beinni útsendingu fyrir utan Ráðherrabústaðinn fyrir stundu. 30. október 2020 12:50
190 sendir heim vegna gruns um smit Nemendur og starfsmenn í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri hafa verið sendir heim í úrvinnslusóttkví. Þetta kemur fram í bréfi skólastjóra til foreldra í dag. 30. október 2020 12:45
Smitum fjölgar áfram á Akureyri og Dalvík 79 manns eru nú í einangrun á Norðurlandi eystra, flestir á Akureyri en smitum hefur fjölgað á Dalvík. Hermann Karlsson aðalvarðstjóri í aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi eystra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart. 30. október 2020 12:07
75 leik- og grunnskólabörn í Reykjavík smituð Fjórtán börn í leikskólum Reykjavíkur er með staðfest kórónuveirusmit og sextíu og eitt barn í grunnskóla. Þetta er þó aðeins lítill minnihluti barna í skólunum í Reyjavík eða 0,22% allra leikskólabarna og 0,4% allra grunnskólabarna. 30. október 2020 11:08