Fullt af möguleikum í stöðunni en sættist að endingu á tíu Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. október 2020 14:35 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mætir hér á blaðamannafund í Hörpu í dag ásamt Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni og Ölmu Möller landlækni. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir að ýmsir möguleikar aðrir en tíu manna fjöldatakmarkanir hafi verið í stöðunni. Sú tala hafi að endingu orðið fyrir valinu. Hann vonar að árangur sjáist af aðgerðunum eftir eina til tvær vikur en bendir þó á að kórónuveiran sé nær algjörlega ófyrirsjáanleg. Samkomubann á Íslandi mun miðast við tíu manns þegar hertar veiruaðgerðir taka gildi á miðnætti. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við Birgi Olgeirsson fréttamann eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar um aðgerðirnar í dag að fleiri möguleikar hefðu verið í stöðunni. „Já, það voru fullt af möguleikum í stöðunni en þessi tala varð fyrir valinu,“ sagði Þórólfur. Allir þurfi að taka þátt Þá kvaðst hann gera sér vonir um að árangur sæist af aðgerðunum eftir eina til tvær vikur, að því gefnu að allir taki þátt og geri það sem þeim beri að gera. Inntur eftir því hvort hann hefði viljað ganga lengra í aðgerðum en raunin varð, eða hvort hann hefði haft samfélagsleg sjónarmið að leiðarljósi, sagði Þórólfur að slík sjónarmið hefði hann alltaf haft til hliðsjónar við ákvarðanatöku varðandi faraldurinn og aðgerðir vegna hans. „Auðvitað er hægt að grípa til hörðustu aðgerða strax og eitthvað gerist og lifa með því en ég er ekki viss um að heildarárangurinn af því verði æskilegur, við getum séð alls konar aukaverkanir af því, samfélagslegar og sálrænar sem við viljum ekki sjá,“ sagði Þórólfur. Með aðgerðunum sem taka gildi á miðnætti mun öll íþróttaiðkun leggjast af í bili, einnig íþróttaiðkun barna. Þórólfur sagði að fjölgun smitaðra barna undanfarið ætti þátt í þeirri ákvörðun. „Ég held það þurfi að vera með hreinar línur í þessu. Við höfum verið að sjá aukningu í smitum meðal barna, þó að þau smiti síður út frá sér og veikist ekki eins, þá viljum við girða fyrir alla leka í þessu.“ Fyrirsjáanleikinn lítill sem enginn Þá kvaðst Þórólfur hafa rætt við ýmsa aðila við ákvarðanatökuna nú. Ákvarðanir þyrfti að taka hratt, enda veiran ófyrirsjáanleg. „Og við höfum þurft að grípa til aðgerða mjög hratt. Við vorum að gæla við þá hugmynd í síðustu viku að við gætum létt á aðgerðum. En fyrirsjáanleikinn í þessu er enginn eða lítill, þannig að þegar maður er búinn að taka ákvörðun eða gæla við hugmyndir um eina aðgerð snýr veiran á okkur og breytir ástandinu þannig að við þurfum að grípa til annarra ráðstafana eins og núna.“ Viðtalið við Þórólf má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Vék frá tillögum Þórólfs í einu atriði Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. 30. október 2020 13:30 Skólar verða opnir en með takmörkunum Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í næstu viku. 30. október 2020 13:26 Þetta leggur Þórólfur til varðandi skólahald Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að grunnskólum verði lokað að hluta þannig að miðað sé við að ekki fleiri en 25 nemendur verði saman á hverjum tíma. 30. október 2020 14:24 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir að ýmsir möguleikar aðrir en tíu manna fjöldatakmarkanir hafi verið í stöðunni. Sú tala hafi að endingu orðið fyrir valinu. Hann vonar að árangur sjáist af aðgerðunum eftir eina til tvær vikur en bendir þó á að kórónuveiran sé nær algjörlega ófyrirsjáanleg. Samkomubann á Íslandi mun miðast við tíu manns þegar hertar veiruaðgerðir taka gildi á miðnætti. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við Birgi Olgeirsson fréttamann eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar um aðgerðirnar í dag að fleiri möguleikar hefðu verið í stöðunni. „Já, það voru fullt af möguleikum í stöðunni en þessi tala varð fyrir valinu,“ sagði Þórólfur. Allir þurfi að taka þátt Þá kvaðst hann gera sér vonir um að árangur sæist af aðgerðunum eftir eina til tvær vikur, að því gefnu að allir taki þátt og geri það sem þeim beri að gera. Inntur eftir því hvort hann hefði viljað ganga lengra í aðgerðum en raunin varð, eða hvort hann hefði haft samfélagsleg sjónarmið að leiðarljósi, sagði Þórólfur að slík sjónarmið hefði hann alltaf haft til hliðsjónar við ákvarðanatöku varðandi faraldurinn og aðgerðir vegna hans. „Auðvitað er hægt að grípa til hörðustu aðgerða strax og eitthvað gerist og lifa með því en ég er ekki viss um að heildarárangurinn af því verði æskilegur, við getum séð alls konar aukaverkanir af því, samfélagslegar og sálrænar sem við viljum ekki sjá,“ sagði Þórólfur. Með aðgerðunum sem taka gildi á miðnætti mun öll íþróttaiðkun leggjast af í bili, einnig íþróttaiðkun barna. Þórólfur sagði að fjölgun smitaðra barna undanfarið ætti þátt í þeirri ákvörðun. „Ég held það þurfi að vera með hreinar línur í þessu. Við höfum verið að sjá aukningu í smitum meðal barna, þó að þau smiti síður út frá sér og veikist ekki eins, þá viljum við girða fyrir alla leka í þessu.“ Fyrirsjáanleikinn lítill sem enginn Þá kvaðst Þórólfur hafa rætt við ýmsa aðila við ákvarðanatökuna nú. Ákvarðanir þyrfti að taka hratt, enda veiran ófyrirsjáanleg. „Og við höfum þurft að grípa til aðgerða mjög hratt. Við vorum að gæla við þá hugmynd í síðustu viku að við gætum létt á aðgerðum. En fyrirsjáanleikinn í þessu er enginn eða lítill, þannig að þegar maður er búinn að taka ákvörðun eða gæla við hugmyndir um eina aðgerð snýr veiran á okkur og breytir ástandinu þannig að við þurfum að grípa til annarra ráðstafana eins og núna.“ Viðtalið við Þórólf má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Vék frá tillögum Þórólfs í einu atriði Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. 30. október 2020 13:30 Skólar verða opnir en með takmörkunum Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í næstu viku. 30. október 2020 13:26 Þetta leggur Þórólfur til varðandi skólahald Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að grunnskólum verði lokað að hluta þannig að miðað sé við að ekki fleiri en 25 nemendur verði saman á hverjum tíma. 30. október 2020 14:24 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Vék frá tillögum Þórólfs í einu atriði Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. 30. október 2020 13:30
Skólar verða opnir en með takmörkunum Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í næstu viku. 30. október 2020 13:26
Þetta leggur Þórólfur til varðandi skólahald Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að grunnskólum verði lokað að hluta þannig að miðað sé við að ekki fleiri en 25 nemendur verði saman á hverjum tíma. 30. október 2020 14:24