Innlent

Landsbankinn hafði fullnaðarsigur gegn Silju

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti.
Höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti. Vísir/Vilhelm

Frjálsíþróttakonan fyrrverandi og nú þjálfarinn Silja Úlfarsdóttir þarf að greiða Landsbankanum 21,4 milljónir, auk dráttarvaxta, eftir að Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjaness í máli bankans gegn Silju. Málið snerist um greiðslu á veðskuldabréfi í tengslum við íbúðarkaup Silju og fyrrverandi eiginmanns hennar, sem lést árið 2015.

Bankinn hafði hins vegar aflýst veðskuldabréfinu um mitt ár 2015 og áritað að það væri að fullu upp greitt. Bankinn vildi hins vegar meina að það hafi verið gert fyrir mistök. Frumritið týndist. Krafðist bankinn því að Silja myndi greiða skuld sína við bankann.

Silja hafnaði kröfu bankans á þeim forsendum að krafan væri ekki til staðar. Þá væru kröfur bankans ósannaðar þar sem bankinn hefði týnt frumriti veðskuldabréfins. Þá væri mögulegt að fyrrverandi eiginmaður hennar hefði greitt skuldina upp áður en hann lést.

Landsréttur staðfesti sem fyrr segir dóm Héraðsdóms Reykjaness en taldi rétt að málskostnaður á báðum dómsstigum félli niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×