„Þurfum að átta okkur á því að mánudagurinn verður ekkert venjulegur dagur“ Kolbeinn Tumi Daðason, Kristín Ólafsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 30. október 2020 16:09 Þorgerður Laufey Friðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennar merkir mikla þreytu í lok viku. Óljóst er hvernig starfið verði í grunnskólum eftir helgi en mánudagurinn verði ekki venjulegur dagur. Það sé ljóst. „Þessar reglur munu hafa mikil áhrif á skipulag skólastarfs,“ segir Þorgerður Laufey Friðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra boðaði að hertar aðgerðir í skólum landsins yrðu kynntar um helgina. Sagði hún að þeir verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Tveggja metra regla í sumum árgöngum Dregið verður úr undanþágum fyrir börn í nýju reglunum. Nú verða aðeins börn fædd 2015 og síðar undanþegin tveggja metra fjarlægðarreglu, fjöldamörkum og grímuskyldu. Slík undanþága gilti áður fyrir börn fædd 2005 og síðar. „Tveggja metra reglan mun ekki gilda um alla árganga og þetta erum við núna að útfæra. Þetta verður allt mjög skýrt frá og með sunnudeginum,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra í dag. „Tveggja metra reglan mun ekki gilda í leikskólum og á yngsta stigi grunnskóla, þá er stefnt að því að leik- og grunnskólar takmarki fjölda barna við 25 í hverjum tíma.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnaraðgerðir að grunnskólum verði lokað að hluta þannig að miðað sé við að ekki fleiri en 25 nemendur verði saman á hverjum tíma. Röskun óhjákvæmileg Þorgerður Laufey segir ljóst að reynt verði að skipuleggja skólastarf svo röskun verði sem minnst. En breytingar verði alveg örugglega einhverjar. Fram kom á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag að aðeins börn fædd 2015 og síðar séu undanþegin tveggja metra reglu, fjöldatakmörkunum og grímuskyldu. Slík undanþága gilti áður fyrir börn fædd 2005 og síðar. „Já, það kom alveg skýrt fram að grímuskylda væri þar sem ekki væri hægt að tryggja nægilegt rými milli einstaklinga. Það er alveg skýrt. En hitt er annað að þetta mun auðvitað hafa mikil áhrif en hvaða áhrif á eftir að finna út og skoða.“ Óljóst með grímunotkun Þorgerður Laufey segir óljóst á þessari stundu hvort börn í grunnskólum þurfi nú að mæta með grímur. „Ég átta mig ekki á því með hvaða hætti verður hægt að halda úti skólastarfi. Það verður samt alveg örugglega gert vegna þess að bæði lausnaleit allra í kerfinu er númer eitt, tvo og þrjú. Það verður reynt að gera það sem þarf að gera til þess að keyra þessa veiru niður en jafnframt að tryggja eins og hægt er það sem þarf. Og það er fyrst og fremst að öll börn hafi einhvers konar möguleika á að vera í samskiptum við aðra.“ Foreldrar um allt land velta því fyrir sér hvað verði á mánudaginn. Þorgerður Laufey minnir á að reglugerðin liggi ekki fyrir. „Það fer örugglega helgin í að átta sig á því með hvaða hætti grunnskólar geta haldið áfram. Ég held það þurfi að gefa ákveðið rými til að gera þetta sem best. Nú er helgi, fólk er þreytt og það þarf mjög mikla yfirlegu að sitja yfir þessu og sjá hvernig þetta gengur best. Maður áttar sig á því að foreldrar eru mjög uggandi yfir því hvað gerist á mánudag og þurfa jafnvel svör við því núna. Ég held að foreldrar þurfi eins og við öll hin að átta okkur á því að mánudagurinn verður ekkert venjulegur dagur.“ Fréttin hefur verið uppfærð með þeim upplýsingum frá menntamálaráðherra að tveggja metra reglan mun ekki gilda í leikskólum og á yngsta stigi grunnskóla. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þetta leggur Þórólfur til varðandi skólahald Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að grunnskólum verði lokað að hluta þannig að miðað sé við að ekki fleiri en 25 nemendur verði saman á hverjum tíma. 30. október 2020 14:24 Skólar verða opnir en með takmörkunum Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í næstu viku. 30. október 2020 13:26 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira
„Þessar reglur munu hafa mikil áhrif á skipulag skólastarfs,“ segir Þorgerður Laufey Friðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra boðaði að hertar aðgerðir í skólum landsins yrðu kynntar um helgina. Sagði hún að þeir verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Tveggja metra regla í sumum árgöngum Dregið verður úr undanþágum fyrir börn í nýju reglunum. Nú verða aðeins börn fædd 2015 og síðar undanþegin tveggja metra fjarlægðarreglu, fjöldamörkum og grímuskyldu. Slík undanþága gilti áður fyrir börn fædd 2005 og síðar. „Tveggja metra reglan mun ekki gilda um alla árganga og þetta erum við núna að útfæra. Þetta verður allt mjög skýrt frá og með sunnudeginum,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra í dag. „Tveggja metra reglan mun ekki gilda í leikskólum og á yngsta stigi grunnskóla, þá er stefnt að því að leik- og grunnskólar takmarki fjölda barna við 25 í hverjum tíma.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnaraðgerðir að grunnskólum verði lokað að hluta þannig að miðað sé við að ekki fleiri en 25 nemendur verði saman á hverjum tíma. Röskun óhjákvæmileg Þorgerður Laufey segir ljóst að reynt verði að skipuleggja skólastarf svo röskun verði sem minnst. En breytingar verði alveg örugglega einhverjar. Fram kom á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag að aðeins börn fædd 2015 og síðar séu undanþegin tveggja metra reglu, fjöldatakmörkunum og grímuskyldu. Slík undanþága gilti áður fyrir börn fædd 2005 og síðar. „Já, það kom alveg skýrt fram að grímuskylda væri þar sem ekki væri hægt að tryggja nægilegt rými milli einstaklinga. Það er alveg skýrt. En hitt er annað að þetta mun auðvitað hafa mikil áhrif en hvaða áhrif á eftir að finna út og skoða.“ Óljóst með grímunotkun Þorgerður Laufey segir óljóst á þessari stundu hvort börn í grunnskólum þurfi nú að mæta með grímur. „Ég átta mig ekki á því með hvaða hætti verður hægt að halda úti skólastarfi. Það verður samt alveg örugglega gert vegna þess að bæði lausnaleit allra í kerfinu er númer eitt, tvo og þrjú. Það verður reynt að gera það sem þarf að gera til þess að keyra þessa veiru niður en jafnframt að tryggja eins og hægt er það sem þarf. Og það er fyrst og fremst að öll börn hafi einhvers konar möguleika á að vera í samskiptum við aðra.“ Foreldrar um allt land velta því fyrir sér hvað verði á mánudaginn. Þorgerður Laufey minnir á að reglugerðin liggi ekki fyrir. „Það fer örugglega helgin í að átta sig á því með hvaða hætti grunnskólar geta haldið áfram. Ég held það þurfi að gefa ákveðið rými til að gera þetta sem best. Nú er helgi, fólk er þreytt og það þarf mjög mikla yfirlegu að sitja yfir þessu og sjá hvernig þetta gengur best. Maður áttar sig á því að foreldrar eru mjög uggandi yfir því hvað gerist á mánudag og þurfa jafnvel svör við því núna. Ég held að foreldrar þurfi eins og við öll hin að átta okkur á því að mánudagurinn verður ekkert venjulegur dagur.“ Fréttin hefur verið uppfærð með þeim upplýsingum frá menntamálaráðherra að tveggja metra reglan mun ekki gilda í leikskólum og á yngsta stigi grunnskóla.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þetta leggur Þórólfur til varðandi skólahald Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að grunnskólum verði lokað að hluta þannig að miðað sé við að ekki fleiri en 25 nemendur verði saman á hverjum tíma. 30. október 2020 14:24 Skólar verða opnir en með takmörkunum Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í næstu viku. 30. október 2020 13:26 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira
Þetta leggur Þórólfur til varðandi skólahald Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að grunnskólum verði lokað að hluta þannig að miðað sé við að ekki fleiri en 25 nemendur verði saman á hverjum tíma. 30. október 2020 14:24
Skólar verða opnir en með takmörkunum Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í næstu viku. 30. október 2020 13:26