Innlent

Fjórar líkamsárásir og einn á sjúkrahús

Samúel Karl Ólason skrifar
Nokkuð var um verkefni vegna ölvunar, hávaðakvartana og tilkynninga vegna fjöldatakmarkana.
Nokkuð var um verkefni vegna ölvunar, hávaðakvartana og tilkynninga vegna fjöldatakmarkana. Vísiri/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í þó nokkur horn að líta í gærkvöldi og í nótt. Nokkuð var um verkefni vegna ölvunar, hávaðakvartana og tilkynninga vegna fjöldatakmarkana.

Alls voru 76 mál skráð hjá lögreglunni frá 17:00 í gær til 5:00 í morgun og sex gistu fangageymslur. Fjórar líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu og í einni þeirra þurfti að flytja fórnarlamb á sjúkrahús.

Þá voru fjórir stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og þrír vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Auk þess varð umferðarslys á Sæbraut þar sem tveir bílar skullu saman. Þeir eru báðir óökufærir en engin slys urðu á fólki.

Í dagbók lögreglunnar segir enn fremur að tilkynnt hafi verið um tvo þjófnaði úr verslunum og þau mál hafi verið afgreidd á staðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×