„Þetta eru ákveðin varnarviðbrögð við stöðunni“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. október 2020 12:33 Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins fagnar áformum stjórnvalda um frekari efnahagsaðgerðir. Hann vill þó að stjórnvöld leggi meiri áherslu á að hvetja til eftirspurnar fremur en að einblína aðeins á að tryggja framboð þegar yfir líkur. Þá sé nauðsynlegt að útvíkka úrræði um lokunarstyrki. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins. Meðal annars er stefnt að því að útvíkka úrræði um tekjufallsstyrki og þá verða kynntir til sögunnar svokallaðir viðspyrnustyrkir. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins fagnar þessum áformum. „Okkur lýst vel á það að ríkisstjórnin skuli bregðast við. Þetta eru ákveðin varnarviðbrögð við stöðunni og sú sviðsmynd var uppi í vor að ástandið myndi ganga yfir á nokkrum vikum eða mánuðum og það hefur því miður ekki gengið eftir. Þannig að þetta dregst á langinn og þá er mjög jákvætt að ríkisstjórnin skuli viðurkenna þá stöðu og bregðast við á þennan hátt,“ segir Sigurður. Með útvíkkun tekjufallsstyrkja er gert ráð fyrir að rekstraraðili geti að hámarki fengið sautján og hálfa milljón í styrk. „Þetta hjálpar auðvitað verulega til en þetta kannski dugar skammt til þess að mæta því áfalli sem að þessi fyrirtæki verða fyrir,“ segir Sigurður. Hann fagni því engu að síður að víkka eigi út úrræðið um tekjufallsstyrki. „Ég vona svo sannarlega að það sama verði gert við lokunarstyrkina vegna þess að þeir voru of þröngt skilgreindir þannig að of fáir hafa getað nýtt sér þá. Það er að segja fyrirtæki eða starfsemi sem að hefur þurft að loka vegna þess að til dæmis allir aðrir í kringum þá, sem sagt viðskiptavinir, hafa þurft að loka, þeir hafa ekki fallið þarna undir,“ segir Sigurður. Stjórnvöld hvetji til eftirspurnar þar sem framboð er nægt Viðspyrnustyrkirnir séu einnig jákvæð nýung. Úrræðið miði að því að halda uppi framboði, þannig að framboð verði til staðar þegar að eftirspurnin tekur við sér á ný. Hann sjái þó einnig tækifæri í því að hvetja til eftirspurnar. „Við viljum ekki síður leggja áherslu á hina hliðina sem er sú að hvetja til eftirspurnar þar sem að framboð er nægt. Þar er ég til dæmis að vísa í verkefni sem að okkur finnst vel heppnuð eins og allir vinna sem er endurgreiðsla á virðisaukaskatti vegna vinnu iðnaðarmanna, og eins markaðsátakið láttu það ganga, sem að stuðlar að vitundarvakningu um þá keðjuverkun sem fer af stað þegar við skiptum við hvert annað. Svoleiðis að á þessu eru tvær hliðar og ég held að það séu tækifæri hjá stjórnvöldum að horfa meira á þessa seinni hlið, sem sagt að hvetja til eftirspurnar þar sem að framboðið er nægt,“ segir Sigurður. Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins fagnar áformum stjórnvalda um frekari efnahagsaðgerðir. Hann vill þó að stjórnvöld leggi meiri áherslu á að hvetja til eftirspurnar fremur en að einblína aðeins á að tryggja framboð þegar yfir líkur. Þá sé nauðsynlegt að útvíkka úrræði um lokunarstyrki. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins. Meðal annars er stefnt að því að útvíkka úrræði um tekjufallsstyrki og þá verða kynntir til sögunnar svokallaðir viðspyrnustyrkir. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins fagnar þessum áformum. „Okkur lýst vel á það að ríkisstjórnin skuli bregðast við. Þetta eru ákveðin varnarviðbrögð við stöðunni og sú sviðsmynd var uppi í vor að ástandið myndi ganga yfir á nokkrum vikum eða mánuðum og það hefur því miður ekki gengið eftir. Þannig að þetta dregst á langinn og þá er mjög jákvætt að ríkisstjórnin skuli viðurkenna þá stöðu og bregðast við á þennan hátt,“ segir Sigurður. Með útvíkkun tekjufallsstyrkja er gert ráð fyrir að rekstraraðili geti að hámarki fengið sautján og hálfa milljón í styrk. „Þetta hjálpar auðvitað verulega til en þetta kannski dugar skammt til þess að mæta því áfalli sem að þessi fyrirtæki verða fyrir,“ segir Sigurður. Hann fagni því engu að síður að víkka eigi út úrræðið um tekjufallsstyrki. „Ég vona svo sannarlega að það sama verði gert við lokunarstyrkina vegna þess að þeir voru of þröngt skilgreindir þannig að of fáir hafa getað nýtt sér þá. Það er að segja fyrirtæki eða starfsemi sem að hefur þurft að loka vegna þess að til dæmis allir aðrir í kringum þá, sem sagt viðskiptavinir, hafa þurft að loka, þeir hafa ekki fallið þarna undir,“ segir Sigurður. Stjórnvöld hvetji til eftirspurnar þar sem framboð er nægt Viðspyrnustyrkirnir séu einnig jákvæð nýung. Úrræðið miði að því að halda uppi framboði, þannig að framboð verði til staðar þegar að eftirspurnin tekur við sér á ný. Hann sjái þó einnig tækifæri í því að hvetja til eftirspurnar. „Við viljum ekki síður leggja áherslu á hina hliðina sem er sú að hvetja til eftirspurnar þar sem að framboð er nægt. Þar er ég til dæmis að vísa í verkefni sem að okkur finnst vel heppnuð eins og allir vinna sem er endurgreiðsla á virðisaukaskatti vegna vinnu iðnaðarmanna, og eins markaðsátakið láttu það ganga, sem að stuðlar að vitundarvakningu um þá keðjuverkun sem fer af stað þegar við skiptum við hvert annað. Svoleiðis að á þessu eru tvær hliðar og ég held að það séu tækifæri hjá stjórnvöldum að horfa meira á þessa seinni hlið, sem sagt að hvetja til eftirspurnar þar sem að framboðið er nægt,“ segir Sigurður.
Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira