Hvetur sveitarfélög á Suðurlandi til framkvæmda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. október 2020 12:46 Ásgerður Kristín Gylfadóttir, nýr formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Einkasafn Nýr formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hvetur sveitarfélög á svæðinu til að vera dugleg að framkvæma og halda þannig uppi atvinnu á tímum kórónuveirunnar. Þá vill formaðurinn sjá frekari sameiningu sveitarfélaga á Suðurlandi. Ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga fór fram á fimmtudag og föstudag í gegnum fjarfundabúnað. Mörg málefni voru tekin fyrir þar sem stiklað var á stóru í hinum ýmsu málaflokkum. Nýr formaður samtakanna var kjörinn en það er Ásgerður Kristín Gylfadóttir, formaður bæjarráðs í Sveitarfélaginu Hornafirði. „Mest var talað um framtíðina, nýsköpun og hvernig við getum brugðist við þeim aðstæðum, sem við eru í samfélaginu í dag, hvernig við getum snúið vörn í sókn og skapað störf og gott mannlíf á Suðurlandi áfram,“ segir nýi formaðurinn. Ásgerður segir að nú sé vinna við fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 í gangi hjá sveitarfélögunum og vonar hún að þær áætlanir sýni áfram kraft og dugnað sveitarfélaganna á tímum kórónuveirunnar, í stað þess að draga í land og gera lítið sem ekkert. „Þetta er nú gullna spurningin, sem við erum öll að spyrja okkur og auðvitað erum við öll að skoða hvað eru lögbundnar skyldur sveitarfélaga og hverju við verðum að halda til streitu. Skilaboðin til okkar eru klárlega þau að halda áfram og halda uppi framkvæmdastigi í sveitarfélögunum en þetta hangir auðvitað saman með því hvernig fjárhagsstaðan er en hún er mjög mismunandi á milli sveitarfélaga,“ segir Ásgerður. Ásgerður segist vera sameiningarsinni sveitarfélaga og vill sjá að sveitarfélög á Suðurlandi í smærri eða stærri hópum sameinist. „Það eru náttúrulega viðræður í gangi hjá fimm sveitarfélögum á Suðurlandi og það verður spennandi að sjá hvernig það fer. Ég horfi á ýmis svæði og þar sem er mikil samlegð í verkefnum mætti fara að tala saman líka og þar kemur inn styrkir frá ríkinu í gegnum Jöfnunarsjóð við sameiningar þannig að það getur styrkt samfélagið þegar svona bjátar á eins og heimsfaraldurinn eða það sem herjar á okkur núna.“ Ársþingið var haldið í gegnum fjarfundabúnað í ár vegna Covid -19 en á síðasta árið fór þingið fram á Hótel Geysi þar sem sveitarstjórnarmenn gátu komið saman kátir og glaðir. Hér eru kjörnir fulltrúar í sveitarstjórn Grímsnes og Grafningshrepps á þeim fundi. Frá vinstri, Bjarni Þorkelsson, Ása Valdís Árnadóttir, Ingibjörg Harðardóttir, Björn Kristinn Pálmarsson og Smári Bergmann Kolbeinsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Nýr formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hvetur sveitarfélög á svæðinu til að vera dugleg að framkvæma og halda þannig uppi atvinnu á tímum kórónuveirunnar. Þá vill formaðurinn sjá frekari sameiningu sveitarfélaga á Suðurlandi. Ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga fór fram á fimmtudag og föstudag í gegnum fjarfundabúnað. Mörg málefni voru tekin fyrir þar sem stiklað var á stóru í hinum ýmsu málaflokkum. Nýr formaður samtakanna var kjörinn en það er Ásgerður Kristín Gylfadóttir, formaður bæjarráðs í Sveitarfélaginu Hornafirði. „Mest var talað um framtíðina, nýsköpun og hvernig við getum brugðist við þeim aðstæðum, sem við eru í samfélaginu í dag, hvernig við getum snúið vörn í sókn og skapað störf og gott mannlíf á Suðurlandi áfram,“ segir nýi formaðurinn. Ásgerður segir að nú sé vinna við fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 í gangi hjá sveitarfélögunum og vonar hún að þær áætlanir sýni áfram kraft og dugnað sveitarfélaganna á tímum kórónuveirunnar, í stað þess að draga í land og gera lítið sem ekkert. „Þetta er nú gullna spurningin, sem við erum öll að spyrja okkur og auðvitað erum við öll að skoða hvað eru lögbundnar skyldur sveitarfélaga og hverju við verðum að halda til streitu. Skilaboðin til okkar eru klárlega þau að halda áfram og halda uppi framkvæmdastigi í sveitarfélögunum en þetta hangir auðvitað saman með því hvernig fjárhagsstaðan er en hún er mjög mismunandi á milli sveitarfélaga,“ segir Ásgerður. Ásgerður segist vera sameiningarsinni sveitarfélaga og vill sjá að sveitarfélög á Suðurlandi í smærri eða stærri hópum sameinist. „Það eru náttúrulega viðræður í gangi hjá fimm sveitarfélögum á Suðurlandi og það verður spennandi að sjá hvernig það fer. Ég horfi á ýmis svæði og þar sem er mikil samlegð í verkefnum mætti fara að tala saman líka og þar kemur inn styrkir frá ríkinu í gegnum Jöfnunarsjóð við sameiningar þannig að það getur styrkt samfélagið þegar svona bjátar á eins og heimsfaraldurinn eða það sem herjar á okkur núna.“ Ársþingið var haldið í gegnum fjarfundabúnað í ár vegna Covid -19 en á síðasta árið fór þingið fram á Hótel Geysi þar sem sveitarstjórnarmenn gátu komið saman kátir og glaðir. Hér eru kjörnir fulltrúar í sveitarstjórn Grímsnes og Grafningshrepps á þeim fundi. Frá vinstri, Bjarni Þorkelsson, Ása Valdís Árnadóttir, Ingibjörg Harðardóttir, Björn Kristinn Pálmarsson og Smári Bergmann Kolbeinsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira