Lífið

Söngdívurnar fjórar slógu í gegn hjá Ingó

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Sjáðu lögin Killing Me Softly og Natural Woman í fluttningi söngdívanna hjá Ingó í þættinum Í kvöld er gigg.
Sjáðu lögin Killing Me Softly og Natural Woman í fluttningi söngdívanna hjá Ingó í þættinum Í kvöld er gigg. Aðsend mynd

Aldrei skal vanmeta mátt tónlistarinnar og sérstaklega ekki á tímum sem þessum. Í þættinum Í kvöld er gigg í gærkvöldi fékk Ingó til sín söngdívurnar fjórar þær Elísabetu Ormslev, Regínu Ósk, Jóhönnu Guðrúnu og Stefaníu Svavars. 

Mikið var um dýrðir og sungu dívurnar sínar uppáhalds „power-ballöður“ bæði einar og saman. Sum lögin voru greinilega undirbúin og æfð en önnur lög sem Ingó skoraði á þær að syngja með engum fyrirvara. 

Fyrra lagið í klippunni hér fyrir neðan, Killing Me Softly, var eitt af þeim lögum sem ekki voru undirbúin og er útkoman stórskemmtileg. Seinna lagið er lagið Natural Woman sem dívurnar fluttu saman af mikilli snilld. 

Njótið. 

Fyrir áhugasama er hægt að nálgast alla þættina af Í kvöld er gigg inn á Stöð 2 maraþon. 


Tengdar fréttir

Elísabet Ormslev gefur Celine Dion ekkert eftir

Það má með sanni segja að nýjasti þátturinn af Í kvöld er gigg hafi náð að lyfta anda landans eftir erfiðan dag og viku. Gestir Ingó voru fjórar af söngdívum Íslands, þær Elísabet Ormslev, Regína Ósk, Jóhanna Guðrún og Stefanía Svavars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.