Innlent

Íþróttir óheimilar en Golfsambandið greinir stöðuna

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Viðbragðshópur GSÍ vinnur að því að greina stöðuna og hyggst senda frá sér tilkynningu til golfklúbba landsins um leið og þeirri greiningarvinnu er lokið.
Viðbragðshópur GSÍ vinnur að því að greina stöðuna og hyggst senda frá sér tilkynningu til golfklúbba landsins um leið og þeirri greiningarvinnu er lokið. Vísir/Vilhelm

Viðbragðshópur Golfsambands Íslands vinnur nú að því að „greina stöðuna“ í kjölfar strangari sóttvarnaaðgerða sem stjórnvöld kynntu í gær og tóku gildi á miðnætti. Samkvæmt hertum reglum er allt íþróttastarf óheimilt en ráðherra getur veitt undanþágu við banni frá íþróttastarfi fyrir einstaka viðburði, til dæmis vegna keppnisleikja.

„Ríkisstjórnin kynnti í dag ný og strangari sóttvarnatilmæli vegna Covid-19 en undanfarið og boðaði nýja reglugerð um helgina um þá framkvæmd,“ segir í tilkynningu sem birt var á vef Golfsambandsins í gær. Reglugerðin muni hafa áhrif á starfsemi golfklúbba landsins en „þau áhrif eru ekki ljós á þessari stundu,“ að því er segir í tilkynningunni.

Viðbragðshópur GSÍ vinni því að því að greina stöðuna og muni í framhaldinu senda frá sér tilkynningu um golfklúbba landsins eins fljótt og hægt er.

Í reglugerð heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir sem birt var í gær segir eftirfarandi um bann við íþróttaiðkun: „Íþróttir, þar með talið æfingar og keppnir, barna og fullorðinna hvort sem er innan- eða utan­dyra, með eða án snertingar eru óheimilar. Einstaklingsbundnar æfingar án snertingar eru heimilar, svo sem útihlaup og sambærileg hreyfing.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×