Guðni segir sátt hafa ríkt með 1. des viðmiðið þegar það var gefið út Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. október 2020 20:01 Guðni Bergsson er formaður Knattspyrnusambands Íslands. Vísir/Vilhelm Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sagði í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld að mikil sátt hefði ríkt með 1. desember viðmiðið þegar það var gefið út í sumar. Þá skilur hann gremju félaganna sem töpuðu á ákvörðun KSÍ. Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, ræddi við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Þar ræddi hann meðal annars af hverju KSÍ sett 1. desember sem lokadagsetningu á að klára Íslandsmótin í knattspyrnu sem og aðrar keppnir. Viðtalið má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. Þá sagðist hann skilja pirring þeirra félaga sem komu hvað verst út úr ákvörðun KSÍ að hætta keppni á Íslandsmótinu þó aðeins hafi verið 30. október þegar sú ákvörðun var tekin. „Það var almenn sátt um það - þegar þetta var kynnt í sumar – hvað við ætluðum okkur. Við stefndum að því að klára öll mót og höfum í raun leikið 90 prósent leikja á mótinu. Ekki alveg svo mikið í Pepsi Max karla en við höfum náð að klára opa mótsins. Við gáfum það út að það þyrfti að klára tvo þriðju til að fá niðurstöðu og að við myndum aldrei fara lengur en til 1. desember með mótið. Núna með þessar aðstæður og þessar takmarkanir gátum við ekki haldið áfram með von og óvon miðað við ástand leikmanna,“ sagði Guðni í samtali við Júlíönu fyrr í dag. KR, Fram og Magni Grenivík eru allt félög sem eru ósátt með ákvörðun KSÍ enda tapa þau öll á henni. Magni fellur úr Lengjudeildinni þar sem liðið er með verri markatölu en Þróttur Reykjavík. Aðeins munar einu marki á markatölu liðanna og þá er Magni með betri innbyrðis viðureignir gegn Þrótti. Guðni skilur gremju þeirra. „Það kemur ekki á óvart. Það eru viss vonbrigði en maður áttar sig á þeim hagsmunum sem þar eru á ferð. Þeir hafa sína skoðun á þessu og vilja fara með sitt mál fyrir okkar dómstig og það er allra réttur svo við virðum og tökumst á við það,“ sagði formaður KSÍ að lokum.' Klippa: Guðni segir sátt hafa ríkt með 1. des viðmiðið þegar það var gefið út Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Tengdar fréttir Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Guðni: Staðan var orðin óviðunandi með þessu langa stoppi Guðni Bergsson segir að sex vikna stopp frá æfingum hafi verið óviðunandi og því hafi KSÍ tekið þá þungbæru ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótum - sem og bikarkeppnum - karla og kvenna í knattspyrnu. 30. október 2020 21:01 Twitter eftir ákvörðun KSÍ: „Titlar vinnast á vellinum en ekki á skrifstofu VG“ Það hafa miklar umræður skapast á flestum samfélagsmiðlunum eftir ákvörðun KSÍ í dag en eins og kunnugt er ákvað KSÍ að blása allt mótahald af. 30. október 2020 19:48 Framarar segja þetta „sorgardag í sögu fótboltans á Íslandi“ Fram situr eftir með sárt ennið í Lengjudeild karla eftir að KSÍ tilkynnti í dag að allt mótahald yrði blásið af vegna kórónuveirunnar. 30. október 2020 22:06 Magnamenn ætla að leita réttar síns Sveinn Þór Steingrímsson, þjálfari Magna Grenivíkur í Lengjudeild karla var eðlilega manna ósáttastur með ákvörðun KSÍ. Magni fellur úr Lengjudeildinni á markatölu, einu marki munar á liði Magna og Þrótti Reykjavíkur. 30. október 2020 21:34 Formaður knattspyrnudeildar KR telur KSÍ ekki hafa haft heimild til að enda mótið Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, telur KSÍ ekki hafa heimild til að taka þá ákvörðun sem sambandið tók í dag. Það er að enda Íslandsmótið í knattspyrnu sem og bikarkeppnina. 30. október 2020 22:30 KR ætlar að áfrýja ákvörðun KSÍ Stjórn Knattspyrnudeildar KR hefur ákveðið að áfrýja ákvörðun KSÍ um að hætta keppni í Íslandsmótinu í knattspyrnu og láta núverandi stöðutöflu gilda. KR er það lið í Pepsi Max deildinni sem fer hvað verst út úr ákvörðuninni, enda þýðir hún að liðið muni ekki leika í Evrópukeppni næsta tímabil. 31. október 2020 13:16 Fram og Magni taka undir með KR Stjórnir knattspyrnudeilda Fram og Magna hafa sent frá sér yfirlýsingu og líst yfir óánægju með ákvörðun KSÍ frá því í gær um að aflýsa mótinu. 31. október 2020 16:22 Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sagði í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld að mikil sátt hefði ríkt með 1. desember viðmiðið þegar það var gefið út í sumar. Þá skilur hann gremju félaganna sem töpuðu á ákvörðun KSÍ. Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, ræddi við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Þar ræddi hann meðal annars af hverju KSÍ sett 1. desember sem lokadagsetningu á að klára Íslandsmótin í knattspyrnu sem og aðrar keppnir. Viðtalið má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. Þá sagðist hann skilja pirring þeirra félaga sem komu hvað verst út úr ákvörðun KSÍ að hætta keppni á Íslandsmótinu þó aðeins hafi verið 30. október þegar sú ákvörðun var tekin. „Það var almenn sátt um það - þegar þetta var kynnt í sumar – hvað við ætluðum okkur. Við stefndum að því að klára öll mót og höfum í raun leikið 90 prósent leikja á mótinu. Ekki alveg svo mikið í Pepsi Max karla en við höfum náð að klára opa mótsins. Við gáfum það út að það þyrfti að klára tvo þriðju til að fá niðurstöðu og að við myndum aldrei fara lengur en til 1. desember með mótið. Núna með þessar aðstæður og þessar takmarkanir gátum við ekki haldið áfram með von og óvon miðað við ástand leikmanna,“ sagði Guðni í samtali við Júlíönu fyrr í dag. KR, Fram og Magni Grenivík eru allt félög sem eru ósátt með ákvörðun KSÍ enda tapa þau öll á henni. Magni fellur úr Lengjudeildinni þar sem liðið er með verri markatölu en Þróttur Reykjavík. Aðeins munar einu marki á markatölu liðanna og þá er Magni með betri innbyrðis viðureignir gegn Þrótti. Guðni skilur gremju þeirra. „Það kemur ekki á óvart. Það eru viss vonbrigði en maður áttar sig á þeim hagsmunum sem þar eru á ferð. Þeir hafa sína skoðun á þessu og vilja fara með sitt mál fyrir okkar dómstig og það er allra réttur svo við virðum og tökumst á við það,“ sagði formaður KSÍ að lokum.' Klippa: Guðni segir sátt hafa ríkt með 1. des viðmiðið þegar það var gefið út
Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Tengdar fréttir Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Guðni: Staðan var orðin óviðunandi með þessu langa stoppi Guðni Bergsson segir að sex vikna stopp frá æfingum hafi verið óviðunandi og því hafi KSÍ tekið þá þungbæru ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótum - sem og bikarkeppnum - karla og kvenna í knattspyrnu. 30. október 2020 21:01 Twitter eftir ákvörðun KSÍ: „Titlar vinnast á vellinum en ekki á skrifstofu VG“ Það hafa miklar umræður skapast á flestum samfélagsmiðlunum eftir ákvörðun KSÍ í dag en eins og kunnugt er ákvað KSÍ að blása allt mótahald af. 30. október 2020 19:48 Framarar segja þetta „sorgardag í sögu fótboltans á Íslandi“ Fram situr eftir með sárt ennið í Lengjudeild karla eftir að KSÍ tilkynnti í dag að allt mótahald yrði blásið af vegna kórónuveirunnar. 30. október 2020 22:06 Magnamenn ætla að leita réttar síns Sveinn Þór Steingrímsson, þjálfari Magna Grenivíkur í Lengjudeild karla var eðlilega manna ósáttastur með ákvörðun KSÍ. Magni fellur úr Lengjudeildinni á markatölu, einu marki munar á liði Magna og Þrótti Reykjavíkur. 30. október 2020 21:34 Formaður knattspyrnudeildar KR telur KSÍ ekki hafa haft heimild til að enda mótið Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, telur KSÍ ekki hafa heimild til að taka þá ákvörðun sem sambandið tók í dag. Það er að enda Íslandsmótið í knattspyrnu sem og bikarkeppnina. 30. október 2020 22:30 KR ætlar að áfrýja ákvörðun KSÍ Stjórn Knattspyrnudeildar KR hefur ákveðið að áfrýja ákvörðun KSÍ um að hætta keppni í Íslandsmótinu í knattspyrnu og láta núverandi stöðutöflu gilda. KR er það lið í Pepsi Max deildinni sem fer hvað verst út úr ákvörðuninni, enda þýðir hún að liðið muni ekki leika í Evrópukeppni næsta tímabil. 31. október 2020 13:16 Fram og Magni taka undir með KR Stjórnir knattspyrnudeilda Fram og Magna hafa sent frá sér yfirlýsingu og líst yfir óánægju með ákvörðun KSÍ frá því í gær um að aflýsa mótinu. 31. október 2020 16:22 Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Sjá meira
Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50
Guðni: Staðan var orðin óviðunandi með þessu langa stoppi Guðni Bergsson segir að sex vikna stopp frá æfingum hafi verið óviðunandi og því hafi KSÍ tekið þá þungbæru ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótum - sem og bikarkeppnum - karla og kvenna í knattspyrnu. 30. október 2020 21:01
Twitter eftir ákvörðun KSÍ: „Titlar vinnast á vellinum en ekki á skrifstofu VG“ Það hafa miklar umræður skapast á flestum samfélagsmiðlunum eftir ákvörðun KSÍ í dag en eins og kunnugt er ákvað KSÍ að blása allt mótahald af. 30. október 2020 19:48
Framarar segja þetta „sorgardag í sögu fótboltans á Íslandi“ Fram situr eftir með sárt ennið í Lengjudeild karla eftir að KSÍ tilkynnti í dag að allt mótahald yrði blásið af vegna kórónuveirunnar. 30. október 2020 22:06
Magnamenn ætla að leita réttar síns Sveinn Þór Steingrímsson, þjálfari Magna Grenivíkur í Lengjudeild karla var eðlilega manna ósáttastur með ákvörðun KSÍ. Magni fellur úr Lengjudeildinni á markatölu, einu marki munar á liði Magna og Þrótti Reykjavíkur. 30. október 2020 21:34
Formaður knattspyrnudeildar KR telur KSÍ ekki hafa haft heimild til að enda mótið Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, telur KSÍ ekki hafa heimild til að taka þá ákvörðun sem sambandið tók í dag. Það er að enda Íslandsmótið í knattspyrnu sem og bikarkeppnina. 30. október 2020 22:30
KR ætlar að áfrýja ákvörðun KSÍ Stjórn Knattspyrnudeildar KR hefur ákveðið að áfrýja ákvörðun KSÍ um að hætta keppni í Íslandsmótinu í knattspyrnu og láta núverandi stöðutöflu gilda. KR er það lið í Pepsi Max deildinni sem fer hvað verst út úr ákvörðuninni, enda þýðir hún að liðið muni ekki leika í Evrópukeppni næsta tímabil. 31. október 2020 13:16
Fram og Magni taka undir með KR Stjórnir knattspyrnudeilda Fram og Magna hafa sent frá sér yfirlýsingu og líst yfir óánægju með ákvörðun KSÍ frá því í gær um að aflýsa mótinu. 31. október 2020 16:22