Krefjast afturköllunar leyfa: Segja velferð spilafíkla „fórnað á altari hagsmunagæslu“ Sylvía Hall skrifar 31. október 2020 19:58 Spilasölum er gert að loka í nýrri reglugerð um samkomutakmarkanir. Þó var ekki kveðið sérstaklega á um spilakassa líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Vísir/Vilhelm Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa óskað eftir útskýringum frá heilbrigðisráðherra varðandi hvers vegna lokun spilakassa var ekki tekin upp í reglugerð um hertar samkomutakmarkanir. Sóttvarnalæknir hafði lagt það til í minnisblaði sínu að þeim yrði lokað. Í þeirri reglugerð sem tók gildi á miðnætti segir í 5. gr. að skemmtistöðum, krám og spilasölum skuli vera lokað frá gildistöku reglugerðarinnar. Það var einnig lagt til í minnisblaði sóttvarnalæknis, en spilakassar voru þó einnig með í upptalningu hans ólíkt því sem er í reglugerðinni. Skemmtistöðum og krám, sbr. 18. gr. reglugerðar nr. 1277/2016, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, og spilasölum skal lokað frá gildistöku reglugerðarinnar. Þá skulu aðrir veitingastaðir þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar ekki hafa opið lengur en til kl. 21.00 alla daga vikunnar og fylgja ákvæðum 3. og 4. gr. Þó er heimilt að selja mat út úr húsi til kl. 23.00. „Afleiðingar þessa eru að Íslandsspil sf. hafa spilakassa sína opna. Þrátt fyrir að spilakassar þeirra eru staðsettir í spilasölum. Varla er það hlutverk heilbrigðisráðherra að gæta fjárhagslegra hagsmuna einstakra rekstraraðila umfram aðra, á kostnað lýðheilsu almennings í landinu,“ segir í bréfi samtakanna til heilbrigðisráðherra, en það var einnig sent til forsætis- og dómsmálaráðherra. Samtökin gagnrýndu harðlega að spilakössum var ekki lokað í fyrri reglugerð. Samtökin kalla eftir upplýsingum um „hver sé hin brýna þörf sem knýr heilbrigðisráðherra til að fara gegn tilmælum sóttvarnalæknis í þessum efnum“ og hafa einnig óskað eftir afriti af öllum erindum sem kunna að hafa borist ráðuneytum varðandi spilakassa í tengslum við sóttvarnir. Alma Björk Hafsteinsdóttir er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn.Vísir Vilja að rekstrarleyfi verði afturkölluð „Samtök áhugafólks um spilafíkn fordæma að lýðheilsu og velferð svo viðkvæms hóps, sem spilafíklar eru, sem og lýðheilsu alls almennings, sé fórnað á altari hagsmunagæslu eigenda og rekstraraðila spilakassa Íslandsspila; Rauða krossins, Landsbjargar og SÁÁ,“ segir í bréfinu. Samtökin biðla jafnframt til heilbrigðisráðherra að hann beiti sér fyrir því að leyfi til reksturs spilakassa verði afturkölluð án tafar. „Á undanförnum mánuðum hefur berlega komið í ljós að umrædd "góðgerðasamtök" eru ekki verðug slíkra leyfa.“ Þau segja framkomu og starfshætti rekstraraðila benda til þess að þeim sé ekki treystandi til að halda úti svo viðkvæmri starfsemi. „Ekkert í þeirra framkomu og starfsháttum gefur tilefni til að halda að þeim sé treystandi til að halda úti jafn umdeildri og viðkvæmri starfsemi, þar sem líf og velferð einstaklinga sem haldnir eru alvarlegum sjúkdómi er lagt að veði.“ Samkomubann á Íslandi Fjárhættuspil Fíkn Tengdar fréttir Telja ekki meiri smithættu af stökum spilakössum en hraðbönkum Heilbrigðisráðuneytið metur það sem svo að ekki sé meiri smithætta af stökum spilakössum en til að mynda hraðbönkum, bensínsjálfsölum og sjálfsafgreiðslukössum í verslunum. 13. október 2020 14:32 Telur ótækt að spilakassar hafi verið teknir út úr reglugerð um hertar aðgerðir Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn telur ótækt að spilakassar standi enn opnir í ljósi smithættu, einkum fyrir spilafíkla sem dvelji yfirleitt lengi við kassana. 9. október 2020 21:32 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa óskað eftir útskýringum frá heilbrigðisráðherra varðandi hvers vegna lokun spilakassa var ekki tekin upp í reglugerð um hertar samkomutakmarkanir. Sóttvarnalæknir hafði lagt það til í minnisblaði sínu að þeim yrði lokað. Í þeirri reglugerð sem tók gildi á miðnætti segir í 5. gr. að skemmtistöðum, krám og spilasölum skuli vera lokað frá gildistöku reglugerðarinnar. Það var einnig lagt til í minnisblaði sóttvarnalæknis, en spilakassar voru þó einnig með í upptalningu hans ólíkt því sem er í reglugerðinni. Skemmtistöðum og krám, sbr. 18. gr. reglugerðar nr. 1277/2016, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, og spilasölum skal lokað frá gildistöku reglugerðarinnar. Þá skulu aðrir veitingastaðir þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar ekki hafa opið lengur en til kl. 21.00 alla daga vikunnar og fylgja ákvæðum 3. og 4. gr. Þó er heimilt að selja mat út úr húsi til kl. 23.00. „Afleiðingar þessa eru að Íslandsspil sf. hafa spilakassa sína opna. Þrátt fyrir að spilakassar þeirra eru staðsettir í spilasölum. Varla er það hlutverk heilbrigðisráðherra að gæta fjárhagslegra hagsmuna einstakra rekstraraðila umfram aðra, á kostnað lýðheilsu almennings í landinu,“ segir í bréfi samtakanna til heilbrigðisráðherra, en það var einnig sent til forsætis- og dómsmálaráðherra. Samtökin gagnrýndu harðlega að spilakössum var ekki lokað í fyrri reglugerð. Samtökin kalla eftir upplýsingum um „hver sé hin brýna þörf sem knýr heilbrigðisráðherra til að fara gegn tilmælum sóttvarnalæknis í þessum efnum“ og hafa einnig óskað eftir afriti af öllum erindum sem kunna að hafa borist ráðuneytum varðandi spilakassa í tengslum við sóttvarnir. Alma Björk Hafsteinsdóttir er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn.Vísir Vilja að rekstrarleyfi verði afturkölluð „Samtök áhugafólks um spilafíkn fordæma að lýðheilsu og velferð svo viðkvæms hóps, sem spilafíklar eru, sem og lýðheilsu alls almennings, sé fórnað á altari hagsmunagæslu eigenda og rekstraraðila spilakassa Íslandsspila; Rauða krossins, Landsbjargar og SÁÁ,“ segir í bréfinu. Samtökin biðla jafnframt til heilbrigðisráðherra að hann beiti sér fyrir því að leyfi til reksturs spilakassa verði afturkölluð án tafar. „Á undanförnum mánuðum hefur berlega komið í ljós að umrædd "góðgerðasamtök" eru ekki verðug slíkra leyfa.“ Þau segja framkomu og starfshætti rekstraraðila benda til þess að þeim sé ekki treystandi til að halda úti svo viðkvæmri starfsemi. „Ekkert í þeirra framkomu og starfsháttum gefur tilefni til að halda að þeim sé treystandi til að halda úti jafn umdeildri og viðkvæmri starfsemi, þar sem líf og velferð einstaklinga sem haldnir eru alvarlegum sjúkdómi er lagt að veði.“
Skemmtistöðum og krám, sbr. 18. gr. reglugerðar nr. 1277/2016, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, og spilasölum skal lokað frá gildistöku reglugerðarinnar. Þá skulu aðrir veitingastaðir þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar ekki hafa opið lengur en til kl. 21.00 alla daga vikunnar og fylgja ákvæðum 3. og 4. gr. Þó er heimilt að selja mat út úr húsi til kl. 23.00.
Samkomubann á Íslandi Fjárhættuspil Fíkn Tengdar fréttir Telja ekki meiri smithættu af stökum spilakössum en hraðbönkum Heilbrigðisráðuneytið metur það sem svo að ekki sé meiri smithætta af stökum spilakössum en til að mynda hraðbönkum, bensínsjálfsölum og sjálfsafgreiðslukössum í verslunum. 13. október 2020 14:32 Telur ótækt að spilakassar hafi verið teknir út úr reglugerð um hertar aðgerðir Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn telur ótækt að spilakassar standi enn opnir í ljósi smithættu, einkum fyrir spilafíkla sem dvelji yfirleitt lengi við kassana. 9. október 2020 21:32 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Telja ekki meiri smithættu af stökum spilakössum en hraðbönkum Heilbrigðisráðuneytið metur það sem svo að ekki sé meiri smithætta af stökum spilakössum en til að mynda hraðbönkum, bensínsjálfsölum og sjálfsafgreiðslukössum í verslunum. 13. október 2020 14:32
Telur ótækt að spilakassar hafi verið teknir út úr reglugerð um hertar aðgerðir Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn telur ótækt að spilakassar standi enn opnir í ljósi smithættu, einkum fyrir spilafíkla sem dvelji yfirleitt lengi við kassana. 9. október 2020 21:32