„Þetta er ekki tíminn til að leita að undanþágum“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. nóvember 2020 17:01 Víðir Reynisson. Ljósmynd/Almannavarnir Víðir Reynisson segir að túlka skuli undanþáguheimildir þröngt og gefa sem fæstar undanþágur frá þeim sóttvarnareglum sem tóku gildi fyrir helgi. „Aldrei nokkurn tímann í lýðveldissögunni hefur öðrum eins aðgerðum verið beitt. Þetta er ekki tíminn til að leita leiða. Þetta er tíminn til að verjast og beita eins ítarlegum sóttvörnum og við mögulega getum. Það gerum við ekki með því að vera að leita að undanþágum. Það þurfa allir að draga djúpt andann. Þetta verður mjög erfitt,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Almannavarna í samtali við fréttastofu. Mörg fyrirtæki munu ekki lifa af „Við heyrum hvernig fulltrúar atvinnurekenda tala um fyrirtæki sem eiga mjög erfitt. Mörg fyrirtæki munu kannski ekki lifa þessa tíma af. Það er mjög erfitt og gríðarlega margir að missa vinnuna. Þess heldur þurfum við öll að leggjast á eitt að takast á við þetta núna og reyna að komast í gegnum þennan skafl. Síðan þurfum við að reyna að finna leiðir til að koma samfélaginu í gang aftur og lifa með veirunni þar til að bóluefni hefur borist. Þetta er langhlaup.“ Hann segir að nú þurfi að taka öflugan sprett til að kveða þessa bylgju niður svo að ástandið verði viðráðanlegt fyrir heilbrigðiskerfið. „Þetta er ekki tíminn til að leita að undanþágum. Þetta er ekki tíminn til að reyna að túlka reglurnar vítt sér í hag. Þetta er erfitt, strembið og verður það áfram. En þetta er eina leiðin til að ná tökum á þessu.“ Þurfum að gera þetta fyrir heilbrigðiskerfið Hann segist ekki viss um að allir átti sig á því hve mikið álag er á heilbrigðiskerfinu. „Við erum komin með innlagða sjúklinga á Sjúkrahúsið á Akureyri líka. Róðurinn þyngist með hverjum deginum. Við verðum að gera þetta fyrir heilbrigðiskerfið,“ sagði Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Víðir Reynisson segir að túlka skuli undanþáguheimildir þröngt og gefa sem fæstar undanþágur frá þeim sóttvarnareglum sem tóku gildi fyrir helgi. „Aldrei nokkurn tímann í lýðveldissögunni hefur öðrum eins aðgerðum verið beitt. Þetta er ekki tíminn til að leita leiða. Þetta er tíminn til að verjast og beita eins ítarlegum sóttvörnum og við mögulega getum. Það gerum við ekki með því að vera að leita að undanþágum. Það þurfa allir að draga djúpt andann. Þetta verður mjög erfitt,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Almannavarna í samtali við fréttastofu. Mörg fyrirtæki munu ekki lifa af „Við heyrum hvernig fulltrúar atvinnurekenda tala um fyrirtæki sem eiga mjög erfitt. Mörg fyrirtæki munu kannski ekki lifa þessa tíma af. Það er mjög erfitt og gríðarlega margir að missa vinnuna. Þess heldur þurfum við öll að leggjast á eitt að takast á við þetta núna og reyna að komast í gegnum þennan skafl. Síðan þurfum við að reyna að finna leiðir til að koma samfélaginu í gang aftur og lifa með veirunni þar til að bóluefni hefur borist. Þetta er langhlaup.“ Hann segir að nú þurfi að taka öflugan sprett til að kveða þessa bylgju niður svo að ástandið verði viðráðanlegt fyrir heilbrigðiskerfið. „Þetta er ekki tíminn til að leita að undanþágum. Þetta er ekki tíminn til að reyna að túlka reglurnar vítt sér í hag. Þetta er erfitt, strembið og verður það áfram. En þetta er eina leiðin til að ná tökum á þessu.“ Þurfum að gera þetta fyrir heilbrigðiskerfið Hann segist ekki viss um að allir átti sig á því hve mikið álag er á heilbrigðiskerfinu. „Við erum komin með innlagða sjúklinga á Sjúkrahúsið á Akureyri líka. Róðurinn þyngist með hverjum deginum. Við verðum að gera þetta fyrir heilbrigðiskerfið,“ sagði Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira