„Þetta er ekki tíminn til að leita að undanþágum“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. nóvember 2020 17:01 Víðir Reynisson. Ljósmynd/Almannavarnir Víðir Reynisson segir að túlka skuli undanþáguheimildir þröngt og gefa sem fæstar undanþágur frá þeim sóttvarnareglum sem tóku gildi fyrir helgi. „Aldrei nokkurn tímann í lýðveldissögunni hefur öðrum eins aðgerðum verið beitt. Þetta er ekki tíminn til að leita leiða. Þetta er tíminn til að verjast og beita eins ítarlegum sóttvörnum og við mögulega getum. Það gerum við ekki með því að vera að leita að undanþágum. Það þurfa allir að draga djúpt andann. Þetta verður mjög erfitt,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Almannavarna í samtali við fréttastofu. Mörg fyrirtæki munu ekki lifa af „Við heyrum hvernig fulltrúar atvinnurekenda tala um fyrirtæki sem eiga mjög erfitt. Mörg fyrirtæki munu kannski ekki lifa þessa tíma af. Það er mjög erfitt og gríðarlega margir að missa vinnuna. Þess heldur þurfum við öll að leggjast á eitt að takast á við þetta núna og reyna að komast í gegnum þennan skafl. Síðan þurfum við að reyna að finna leiðir til að koma samfélaginu í gang aftur og lifa með veirunni þar til að bóluefni hefur borist. Þetta er langhlaup.“ Hann segir að nú þurfi að taka öflugan sprett til að kveða þessa bylgju niður svo að ástandið verði viðráðanlegt fyrir heilbrigðiskerfið. „Þetta er ekki tíminn til að leita að undanþágum. Þetta er ekki tíminn til að reyna að túlka reglurnar vítt sér í hag. Þetta er erfitt, strembið og verður það áfram. En þetta er eina leiðin til að ná tökum á þessu.“ Þurfum að gera þetta fyrir heilbrigðiskerfið Hann segist ekki viss um að allir átti sig á því hve mikið álag er á heilbrigðiskerfinu. „Við erum komin með innlagða sjúklinga á Sjúkrahúsið á Akureyri líka. Róðurinn þyngist með hverjum deginum. Við verðum að gera þetta fyrir heilbrigðiskerfið,“ sagði Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Sjá meira
Víðir Reynisson segir að túlka skuli undanþáguheimildir þröngt og gefa sem fæstar undanþágur frá þeim sóttvarnareglum sem tóku gildi fyrir helgi. „Aldrei nokkurn tímann í lýðveldissögunni hefur öðrum eins aðgerðum verið beitt. Þetta er ekki tíminn til að leita leiða. Þetta er tíminn til að verjast og beita eins ítarlegum sóttvörnum og við mögulega getum. Það gerum við ekki með því að vera að leita að undanþágum. Það þurfa allir að draga djúpt andann. Þetta verður mjög erfitt,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Almannavarna í samtali við fréttastofu. Mörg fyrirtæki munu ekki lifa af „Við heyrum hvernig fulltrúar atvinnurekenda tala um fyrirtæki sem eiga mjög erfitt. Mörg fyrirtæki munu kannski ekki lifa þessa tíma af. Það er mjög erfitt og gríðarlega margir að missa vinnuna. Þess heldur þurfum við öll að leggjast á eitt að takast á við þetta núna og reyna að komast í gegnum þennan skafl. Síðan þurfum við að reyna að finna leiðir til að koma samfélaginu í gang aftur og lifa með veirunni þar til að bóluefni hefur borist. Þetta er langhlaup.“ Hann segir að nú þurfi að taka öflugan sprett til að kveða þessa bylgju niður svo að ástandið verði viðráðanlegt fyrir heilbrigðiskerfið. „Þetta er ekki tíminn til að leita að undanþágum. Þetta er ekki tíminn til að reyna að túlka reglurnar vítt sér í hag. Þetta er erfitt, strembið og verður það áfram. En þetta er eina leiðin til að ná tökum á þessu.“ Þurfum að gera þetta fyrir heilbrigðiskerfið Hann segist ekki viss um að allir átti sig á því hve mikið álag er á heilbrigðiskerfinu. „Við erum komin með innlagða sjúklinga á Sjúkrahúsið á Akureyri líka. Róðurinn þyngist með hverjum deginum. Við verðum að gera þetta fyrir heilbrigðiskerfið,“ sagði Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Sjá meira