Manchester City bikarmeistari eftir framlengdan leik | Myndbönd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. nóvember 2020 17:46 Manchester City er FA-bikarmeistari kvenna 2020 á Englandi. Catherine Ivill/Getty Images Manchester City lagði Everton í úrslitum enska FA-bikarsins kvenna megin. Er um að ræða úrslitaleik síðasta tímabils en tímabilinu var aflýst vegna kórónuveirunnar. Úrslitaleiknum var hins vegar frestað og hann loks leikinn í dag. Var um að ræða 50. úrslitaleik FA-bikarsins í kvennaflokki á Englandi. Fór það svo að Manchester City varði titilinn með 3-1 sigri á Everton eftir framlengdan leik. Leikurinn var stál í stál framan af en City þó alltaf skrefi framar. Komst City svo yfir með góðum skalla Samantha Mewis eftir hornspyrnu Alex Greenwood á 39. mínútu leiksins. Staðan orðin 1-0 City í vil og þannig var hún í hálfleik. Deadlock broken @sammymewy bags the first goal in the #WomensFACupFinal for @ManCityWomen pic.twitter.com/tQBdJ6G1F2— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) November 1, 2020 City hefði átt að komast í 2-0 en Alexandra MacIver, markvörður Everton, átti eina af vörslum ársins og sá til þess að lið sitt var enn í leiknum. That is special from @SandyMacIver_ who keeps @EvertonWomen in it with a stunning reaction pic.twitter.com/FgumxbJ1oy— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) November 1, 2020 Það var svo aðeins nokkrum mínútum síðar sem Valérie Gauvin jafnaði metin fyrir Everton þegar tæpur klukkutími var liðinn af leiknum. Aftur var um skallamark að ræða eftir hornspyrnu. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún allt þangað til flautað var til loka venjulegs leiktíma. Alls voru sex mínútur í uppbótartíma en hvorugu liði tókst að pota inn sigurmarki og því þurfti að framlengja. MacIver hélt Everton áfram inn í leiknum en á 111. mínútu leiksins komst City aftur yfir. Varamaðurinn Georgia Stanway skoraði þá eftir að hafa sloppið ein í gegnum vörn Everton. MacIver kom engum vörnum við og staðan orðin 2-1. There it is! Could that be the winner from @StanwayGeorgia? pic.twitter.com/DxCKQ4Grjs— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) November 1, 2020 Það var svo í uppbótartíma framlengingar sem Janine Beckie skoraði þriðja mark City og tryggði endanlega sigurinn. Lokatölur 3-1 og City því bikarmeistari á Englandi annað tímabilið í röð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Manchester City lagði Everton í úrslitum enska FA-bikarsins kvenna megin. Er um að ræða úrslitaleik síðasta tímabils en tímabilinu var aflýst vegna kórónuveirunnar. Úrslitaleiknum var hins vegar frestað og hann loks leikinn í dag. Var um að ræða 50. úrslitaleik FA-bikarsins í kvennaflokki á Englandi. Fór það svo að Manchester City varði titilinn með 3-1 sigri á Everton eftir framlengdan leik. Leikurinn var stál í stál framan af en City þó alltaf skrefi framar. Komst City svo yfir með góðum skalla Samantha Mewis eftir hornspyrnu Alex Greenwood á 39. mínútu leiksins. Staðan orðin 1-0 City í vil og þannig var hún í hálfleik. Deadlock broken @sammymewy bags the first goal in the #WomensFACupFinal for @ManCityWomen pic.twitter.com/tQBdJ6G1F2— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) November 1, 2020 City hefði átt að komast í 2-0 en Alexandra MacIver, markvörður Everton, átti eina af vörslum ársins og sá til þess að lið sitt var enn í leiknum. That is special from @SandyMacIver_ who keeps @EvertonWomen in it with a stunning reaction pic.twitter.com/FgumxbJ1oy— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) November 1, 2020 Það var svo aðeins nokkrum mínútum síðar sem Valérie Gauvin jafnaði metin fyrir Everton þegar tæpur klukkutími var liðinn af leiknum. Aftur var um skallamark að ræða eftir hornspyrnu. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún allt þangað til flautað var til loka venjulegs leiktíma. Alls voru sex mínútur í uppbótartíma en hvorugu liði tókst að pota inn sigurmarki og því þurfti að framlengja. MacIver hélt Everton áfram inn í leiknum en á 111. mínútu leiksins komst City aftur yfir. Varamaðurinn Georgia Stanway skoraði þá eftir að hafa sloppið ein í gegnum vörn Everton. MacIver kom engum vörnum við og staðan orðin 2-1. There it is! Could that be the winner from @StanwayGeorgia? pic.twitter.com/DxCKQ4Grjs— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) November 1, 2020 Það var svo í uppbótartíma framlengingar sem Janine Beckie skoraði þriðja mark City og tryggði endanlega sigurinn. Lokatölur 3-1 og City því bikarmeistari á Englandi annað tímabilið í röð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira