„Peningaleysi er ekki skýringin“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. nóvember 2020 19:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var gestur Víglínunnar á Stöð 2 í dag. Vísir/Einar Árnason Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist fylgjast grannt með stöðu mála á Landspítalaunum eftir að spítalinn var settur á neyðarstig. Helsti óttinn hafi ræst í kjölfar hópsýkingar á Landakoti. Hún segir að skort á starfsfólki sé ekki hægt að rekja til skorts á fjármagni í heilbrigðiskerfinu. „Kannski gerðist það akkúrat þarna sem við óttuðumst öll að gæti gerst og við sjáum það að þessi veira er lúmsk. Hún í raun og veru skýtur upp kollinum hvar sem er og þarna eiginlega þar sem síst skyldi, þar sem að viðkvæmasta fólkið okkar er statt. Þannig að það voru auðvitað mikil vonbrigði en ég treysti Landspítalanum vel til þess að fara í saumana á málinu og þessari atburðarás,“ sagði Svandís í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hún fylgist vel með stöðunni en það sé stórmál þegar Landspítalinn sé kominn á neyðarstig. „Það er ekki í raun og veru staða sem við höfum séð áður og það þýðir það að það taka við algjörlega ný nálgun á daglegan rekstur spítalans,“ segir Svandís. Forstjóri Landspítalans sagði í pistli sem birtist á heimasíðu Landspítalans á föstudaginn að mannekla sé ein helsta ástæðan fyrir því að ekki hafi verið hægt að hólfaskipta deildum á Landakoti. Svandís kveðst meðvituð um þann vanda sem fylgir manneklu. „Það er mjög alvarlegt og það er kannski nákvæmlega það sem er eitt af stærstu áskorununum okkar í íslenska heilbrigðiskerfinu, og ekki bara hér heldur líka í löndunum í kringum okkur, það eru mönnunarmálin. Ekki síst í stöðu eins og við erum í núna þegar það eru milli tvö og þrjú hundruð heilbrigðisstarfsmenn sem eru í sóttkví,“ segir Svandís. Það segi sig sjálft að erfitt sé að bregðast við slíku. Bakvarðasveitin vegi upp á móti en staðan sé engu að síður flókin. Hún ítrekaði þó að á Landakoti hafi verið unnið gott starf í þágu sýkingavarna og að starfsfólk þar sé vel meðvitað og hafi unnið gott starf í þeim efnum. „Ég vil bara senda þeim mínar bestu baráttukveðjur því ég veit að þar er fólk sem að virkilega vill gera vel,“ segir Svandís. „Það er alveg klárt að við vitum covid-19 kostar peninga og kostar það í öllu samfélaginu en ekki síst í heilbrigðiskerfinu. Og við höfum sagt það mjög skýrt, við sem erum í ríkisstjórninni hvort sem það er ég eða fjármálaráðherra eða forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar í heild, að þau útgjöld sem þarf að ráðast í vegna covid-19 þau verða bætt,“ sagði Svandís, spurð hvort segja mætti að ástæðu manneklu mætti rekja til fjársveltis í heilbrigðiskerfinu. „Peningaleysi er ekki skýringin,“ segir Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist fylgjast grannt með stöðu mála á Landspítalaunum eftir að spítalinn var settur á neyðarstig. Helsti óttinn hafi ræst í kjölfar hópsýkingar á Landakoti. Hún segir að skort á starfsfólki sé ekki hægt að rekja til skorts á fjármagni í heilbrigðiskerfinu. „Kannski gerðist það akkúrat þarna sem við óttuðumst öll að gæti gerst og við sjáum það að þessi veira er lúmsk. Hún í raun og veru skýtur upp kollinum hvar sem er og þarna eiginlega þar sem síst skyldi, þar sem að viðkvæmasta fólkið okkar er statt. Þannig að það voru auðvitað mikil vonbrigði en ég treysti Landspítalanum vel til þess að fara í saumana á málinu og þessari atburðarás,“ sagði Svandís í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hún fylgist vel með stöðunni en það sé stórmál þegar Landspítalinn sé kominn á neyðarstig. „Það er ekki í raun og veru staða sem við höfum séð áður og það þýðir það að það taka við algjörlega ný nálgun á daglegan rekstur spítalans,“ segir Svandís. Forstjóri Landspítalans sagði í pistli sem birtist á heimasíðu Landspítalans á föstudaginn að mannekla sé ein helsta ástæðan fyrir því að ekki hafi verið hægt að hólfaskipta deildum á Landakoti. Svandís kveðst meðvituð um þann vanda sem fylgir manneklu. „Það er mjög alvarlegt og það er kannski nákvæmlega það sem er eitt af stærstu áskorununum okkar í íslenska heilbrigðiskerfinu, og ekki bara hér heldur líka í löndunum í kringum okkur, það eru mönnunarmálin. Ekki síst í stöðu eins og við erum í núna þegar það eru milli tvö og þrjú hundruð heilbrigðisstarfsmenn sem eru í sóttkví,“ segir Svandís. Það segi sig sjálft að erfitt sé að bregðast við slíku. Bakvarðasveitin vegi upp á móti en staðan sé engu að síður flókin. Hún ítrekaði þó að á Landakoti hafi verið unnið gott starf í þágu sýkingavarna og að starfsfólk þar sé vel meðvitað og hafi unnið gott starf í þeim efnum. „Ég vil bara senda þeim mínar bestu baráttukveðjur því ég veit að þar er fólk sem að virkilega vill gera vel,“ segir Svandís. „Það er alveg klárt að við vitum covid-19 kostar peninga og kostar það í öllu samfélaginu en ekki síst í heilbrigðiskerfinu. Og við höfum sagt það mjög skýrt, við sem erum í ríkisstjórninni hvort sem það er ég eða fjármálaráðherra eða forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar í heild, að þau útgjöld sem þarf að ráðast í vegna covid-19 þau verða bætt,“ sagði Svandís, spurð hvort segja mætti að ástæðu manneklu mætti rekja til fjársveltis í heilbrigðiskerfinu. „Peningaleysi er ekki skýringin,“ segir Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira