Framkvæmdastjóri HSÍ segir mikið púsl að koma mönnum til landsins fyrir leikinn á miðvikudag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. nóvember 2020 20:15 Róbert Geir Gíslason er hér fyrir miðju. vísir/tom Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld um undirbúning íslenska karlalandsliðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Litáen á miðvikudaginn. Er hann hluti af undankeppni EM sem fram fer árið 2022. Það vantar fjölda lykilmanna í íslenska liðið enda erfitt að fljúga mönnum heim í þessu árferði. Þá ræddi hann einnig Olís deildir karla og kvenna en ekki reiknað með að hefja leik að nýju þar fyrr en um miðjan desembermánuð. Viðtalið má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Það er búið að vera talsvert um forföll og nú síðast Bjarki Már [Elísson, leikmaður Lemgo í Þýskalandi] sem á ekki heimangengt. Orri Freyr Þorkelsson, leikmaður Hauka, kemur í hans stað. Það er rétt, leikurinn fer fram á miðvikudaginn og drengirnir hafa verið að týnast til landsins í dag, sá fyrsti kom í gær. Svo eru sex eða sjö leikmenn á morgun ásamt þjálfaranum,“ sagði Róbert Geir um þennan skrítna undirbúning íslenska landsliðsins fyrir leikinn gegn Litáen á miðvikudaginn kemur. „Undirbúningur hefst raunar í kvöld og svo æfing á morgun, hjá þeim sem eru komnir og lausir úr sóttkví. Við æfum með hluta hópsins á morgun og svo allur hópurinn saman á þriðjudag.“ Var mikið púsluspil að koma þessu heim og saman? „Það er það. Rosalega fá flug í gangi í Evrópu í dag og flóki að ferða mönnum heim um alla Evrópu. Það var ekki auðvelt en hafðist á endanum. Sumir þurftu að fara í þrjú flug og þetta var smá púsl en það tóku þessu allir og við spilum, það er ekki spurning.“ „Það verða það. Höllinni verður skipt upp í þrjú sóttvarnarhólf og engir áhorfendur. Á sóttvarnarhólfinu þar sem leikmenn eru verða aðeins leikmenn, dómarar og starfsmenn leiks, það er ritaraborðið. Þetta verður allt öðruvísi umhverfi en við erum vanir. Við skipuleggjum þetta hins vegar vel og þá mun takast vel til,“ sagði Róbert Geir um skrítnar aðstæður leiksins. Um framhaldið í Olís deildum karla og kvenna „Við erum að skoða hvað er til ráða. Við erum í algjöru æfingabanni í tvær vikur, til 17. nóvember, og við þurfum að sjá hvert mögulegt framhald verður. Fáum við að byrja æfa þá eða verður þessu aflétt með stigum. Þurfum að sjá hvernig það þróast áður en við getum tekið ákvörðun með framhaldið en það er alveg ljóst að við erum ekki að fara spila í nóvember og tæplegast fyrr en um miðjan desember úr því sem komið er þar sem þetta er orðið það löng pása,“ sagði Róbert að lokum. Klippa: Framkvæmdastjóri HSÍ ræddi komandi landsleik og Olís deildirnar Íslenski handboltinn EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Orri inn í stað Bjarka Orri Már Þorkelsson, vinstri hornamaður Hauka, hefur verið kallaður inn í A-landsliðshóp Íslands fyrir leikinn gegn Litháen í komandi viku. 1. nóvember 2020 13:15 Hákon Daði kallaður inn í landsliðið Hákon Daði Styrmisson tekur sæti Odds Gretarssonar í íslenska handboltalandsliðinu sem mætir Litháen á miðvikudaginn. 30. október 2020 15:20 Kristján Örn og Magnús Óli kallaðir inn í landsliðið Guðmundur Guðmundsson hefur bætt tveimur leikmönnum við íslenska landsliðshópinn sem mætir Litháen í undankeppni EM í næstu viku. 29. október 2020 15:52 Framkvæmdastjóri HSÍ telur ástæður fyrir frestun á landsleik Íslands og Ísrael ekki merkilegar Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri KSÍ, ræddi frestun á leik Íslands og Ísrael í Sportpakka Stöðvar í 2 kvöld. Hann gefur ekki mikið fyrir ástæður frestunarinnar. 28. október 2020 19:02 HSÍ mótmælir harðlega ákvörðun EHF um að fresta landsleik Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að fresta leik Íslands og Ísraels í undankeppni EM karla, tíu dögum áður en leikurinn átti að fara fram. 28. október 2020 14:37 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld um undirbúning íslenska karlalandsliðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Litáen á miðvikudaginn. Er hann hluti af undankeppni EM sem fram fer árið 2022. Það vantar fjölda lykilmanna í íslenska liðið enda erfitt að fljúga mönnum heim í þessu árferði. Þá ræddi hann einnig Olís deildir karla og kvenna en ekki reiknað með að hefja leik að nýju þar fyrr en um miðjan desembermánuð. Viðtalið má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Það er búið að vera talsvert um forföll og nú síðast Bjarki Már [Elísson, leikmaður Lemgo í Þýskalandi] sem á ekki heimangengt. Orri Freyr Þorkelsson, leikmaður Hauka, kemur í hans stað. Það er rétt, leikurinn fer fram á miðvikudaginn og drengirnir hafa verið að týnast til landsins í dag, sá fyrsti kom í gær. Svo eru sex eða sjö leikmenn á morgun ásamt þjálfaranum,“ sagði Róbert Geir um þennan skrítna undirbúning íslenska landsliðsins fyrir leikinn gegn Litáen á miðvikudaginn kemur. „Undirbúningur hefst raunar í kvöld og svo æfing á morgun, hjá þeim sem eru komnir og lausir úr sóttkví. Við æfum með hluta hópsins á morgun og svo allur hópurinn saman á þriðjudag.“ Var mikið púsluspil að koma þessu heim og saman? „Það er það. Rosalega fá flug í gangi í Evrópu í dag og flóki að ferða mönnum heim um alla Evrópu. Það var ekki auðvelt en hafðist á endanum. Sumir þurftu að fara í þrjú flug og þetta var smá púsl en það tóku þessu allir og við spilum, það er ekki spurning.“ „Það verða það. Höllinni verður skipt upp í þrjú sóttvarnarhólf og engir áhorfendur. Á sóttvarnarhólfinu þar sem leikmenn eru verða aðeins leikmenn, dómarar og starfsmenn leiks, það er ritaraborðið. Þetta verður allt öðruvísi umhverfi en við erum vanir. Við skipuleggjum þetta hins vegar vel og þá mun takast vel til,“ sagði Róbert Geir um skrítnar aðstæður leiksins. Um framhaldið í Olís deildum karla og kvenna „Við erum að skoða hvað er til ráða. Við erum í algjöru æfingabanni í tvær vikur, til 17. nóvember, og við þurfum að sjá hvert mögulegt framhald verður. Fáum við að byrja æfa þá eða verður þessu aflétt með stigum. Þurfum að sjá hvernig það þróast áður en við getum tekið ákvörðun með framhaldið en það er alveg ljóst að við erum ekki að fara spila í nóvember og tæplegast fyrr en um miðjan desember úr því sem komið er þar sem þetta er orðið það löng pása,“ sagði Róbert að lokum. Klippa: Framkvæmdastjóri HSÍ ræddi komandi landsleik og Olís deildirnar
Íslenski handboltinn EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Orri inn í stað Bjarka Orri Már Þorkelsson, vinstri hornamaður Hauka, hefur verið kallaður inn í A-landsliðshóp Íslands fyrir leikinn gegn Litháen í komandi viku. 1. nóvember 2020 13:15 Hákon Daði kallaður inn í landsliðið Hákon Daði Styrmisson tekur sæti Odds Gretarssonar í íslenska handboltalandsliðinu sem mætir Litháen á miðvikudaginn. 30. október 2020 15:20 Kristján Örn og Magnús Óli kallaðir inn í landsliðið Guðmundur Guðmundsson hefur bætt tveimur leikmönnum við íslenska landsliðshópinn sem mætir Litháen í undankeppni EM í næstu viku. 29. október 2020 15:52 Framkvæmdastjóri HSÍ telur ástæður fyrir frestun á landsleik Íslands og Ísrael ekki merkilegar Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri KSÍ, ræddi frestun á leik Íslands og Ísrael í Sportpakka Stöðvar í 2 kvöld. Hann gefur ekki mikið fyrir ástæður frestunarinnar. 28. október 2020 19:02 HSÍ mótmælir harðlega ákvörðun EHF um að fresta landsleik Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að fresta leik Íslands og Ísraels í undankeppni EM karla, tíu dögum áður en leikurinn átti að fara fram. 28. október 2020 14:37 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Orri inn í stað Bjarka Orri Már Þorkelsson, vinstri hornamaður Hauka, hefur verið kallaður inn í A-landsliðshóp Íslands fyrir leikinn gegn Litháen í komandi viku. 1. nóvember 2020 13:15
Hákon Daði kallaður inn í landsliðið Hákon Daði Styrmisson tekur sæti Odds Gretarssonar í íslenska handboltalandsliðinu sem mætir Litháen á miðvikudaginn. 30. október 2020 15:20
Kristján Örn og Magnús Óli kallaðir inn í landsliðið Guðmundur Guðmundsson hefur bætt tveimur leikmönnum við íslenska landsliðshópinn sem mætir Litháen í undankeppni EM í næstu viku. 29. október 2020 15:52
Framkvæmdastjóri HSÍ telur ástæður fyrir frestun á landsleik Íslands og Ísrael ekki merkilegar Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri KSÍ, ræddi frestun á leik Íslands og Ísrael í Sportpakka Stöðvar í 2 kvöld. Hann gefur ekki mikið fyrir ástæður frestunarinnar. 28. október 2020 19:02
HSÍ mótmælir harðlega ákvörðun EHF um að fresta landsleik Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að fresta leik Íslands og Ísraels í undankeppni EM karla, tíu dögum áður en leikurinn átti að fara fram. 28. október 2020 14:37
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti