Smáa letrið kom Eiríki í koll sem situr eftir með sárt ennið Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 2. nóvember 2020 07:00 Eiríkur Björnsson situr uppi með Nissan Leaf bíl árgerð 2019 með ónýta rafhlöðu. Frásögn hans hefur vakið mikla athygli. Eiríkur Björnsson keypti lítillega tjónaðan Nissan Leaf bíl árið 2019, stráheiltan og fallegan bíl sem hafði tjónast á hurð. Lítið mál hélt Eiríkur þar til rafhlaðan fór allt í einu að verða til vandræða. Frásögn Eiríks í Facebook-hópnum Nissan Leaf á Íslandi hefur vakið mikla athygli og er með nokkrum ólíkindum. Eiríkur rekur þar feril Nissan Leaf bifreiðar sem hann keypti árið 2019. Hann segir markmiðið með færslunni að „passa að fleiri lendi ekki í sama ruglinu“. Forsagan Forsaga málsins er sú að Eiríkur keypti tæplega ársgamlan Nissan Leaf sem þá hafði verið ekinn um 6000 kílómetra, árgerð 2018. Bíllinn hafði orðið fyrir tjóni á hurð sem Eiríkur vissi af þegar hann keypti bílinn. Viðgerðum var lokið og ekkert að sjá á bílnum. Eiríkur nefnir í samtali við Vísi ekkert út á samskipti við fyrri eiganda bílsins að setja. Sá keypti tjónabílinn af tryggingafélaginu VÍS. Eiríkur segir undarlegt að tryggingafélagið geti komist upp með að selja einhverjum rafbíl sem lýst er sem lítið tjónuðum. Viðkomandi hafi gert við bílinn miðað við þær upplýsingar sem hann hafði frá seljanda, tryggingafélaginu VÍS, í þeirri trú að einungis væri um tjón á hurð að ræða. Eiríkur hafði átt bílinn í tæpan mánuð þegar hann fór að taka eftir að það dró úr drægni bílsins. Þegar sá grunur fór að læðast að Eiríki að ekki væri alveg í lagi með rafhlöðu bílsins pantaði hann tíma hjá viðurkenndum þjónustuaðila BL, sem er umboðsaðili Nissan á Íslandi. Hugmyndin með tímapöntuninni var að láta mæla ástand rafhlöðunnar. Mælingin kom vel út og var Eiríki tjáð að rafhlaðan væri í fínu standi. Hálfu ári seinna var drægni bílsins um 140-150 kílómetrar að sögn Eiríks. Hann hafði orð á þessu við vini og vandamenn sem einhverjir þekktu til rafbíla. Skilaboðin frá þeim var að ástnadið væri ekki eðlilegt, jafnvel þótt kalt væri í veðri. „Battery Capacity 75%“ Eiríkur fann í framhaldinu skjámynd í aksturstölvu bílsins þar sem „battery capacity“ var sagt 75%. Þá fóru að renna tvær grímur á Eirík og hann pantaði sér tíma hjá sama viðurkennda þjónustuaðilanum sem mældi rafhlöðuna og sagði hana í fínu lagi. Þegar Eiríkur spurði starfsmanninn út í skjámyndina í aksturstölvunni fór málið að vinda upp á sig. Starfsmaðurinn tók mynd af skjánum og sendi á BL sem staðfesti að sögn Eiríks að rafhlaðan væri ónýt. Það vakti furðu Eiríks að viðurkenndir þjónustuaðilar BL hefði ekki tæki sem greindu bilanir í rafhlöðum. Þessir aðilar þurfi að sinna þjónustuskoðunum svo bílarnir haldist í ábyrgð hjá umboðinu. Ekki skipt um rafhlöðu, ekki í ábyrgð Eiríkur kippti sér ekki mikið upp við það þótt rafhlaðan væri ónýt. Enda bíllinn í ábyrgð eftir því sem honum hafði verið tjáð við kaupin á bílnum. Annað kom þó á daginn. Eiríkur fékk senda mynd af ábyrgðarskilmálum Nissan, þar sem fram kom að ef loftpúði springur út við högg skal í öllum tilfellum skipta út rafhlöðum í bílnum. BL taldi bílinn ekki í ábyrgð þar sem loftpúði hafði sprungið út í hurðinni þegar hún varð fyrir tjóni. Ekki hefði verið skipt um rafhlöðu. Vill að aðrir læri af biturri reynslu sinni Eiríkur segist gjarnan vilja koma varnaðarorðum til þeirra sem hyggjast kaupa sér notaðan rafbíl. „Ekki kaupa notaðan rafbíl nema vera alveg viss um að hann hafi ekki lent í neinu og að það hafi öll skilyrði verið uppfyllt til að hann sé í ábyrgð. Látið lesa ástand rafhlöðunnar. Skoðið eigendasöguna. Ef tryggingafélag hefur átt bílinn fáið að vita hvers vegna. Fáið allar þessar upplýsingar útprentaðar,“ segir Eiríkur í færslu sinni. „Með þessu vona ég að fleiri lendi ekki í samskonar uppákomu og ég hef verið að berjast í stóran hluta þessa árs.“ Færslu Eiríks í heild má sjá að neðan. Sjö hundruð manns hafa deilt henni á Facebook og hefur skapast töluverð umræða um málið. Mig langar að segja ykkur hér á síðunni smá sögu af Nissan Leaf 2018 40kvh sem ég keypti í fyrra. Ég sem sagt keypti tæplega ársgamlan Nissan Leaf keyrðan 6000km. Stráheilan og fallegan bíl, en sem hafði tjónast á hurð. Tjón sem mér var sagt frá þegar ég keypti bílinn en búið var að gera við svo sáust engin missmíði. Þegar ég var búinn að eiga bílinn í tæpan mánuð fór ég að taka eftir því að hann er farinn að draga aðeins minna en fyrst þegar ég fékk hann. Mig fór að gruna að það væri ekki allt með felldu með batteríið. Ég pantaði mér tíma hjá viðurkenndum þjónustuaðila BL í Kópavogi til að mæla rafhlöðuna. Þar fékk ég góða skoðun á bíllinn og þær upplýsingar að batteríið væri í fínu standi. Ég yfirgaf verkstæðið nokkuð sáttur með svörin, þetta voru jú fagmenn með vottorð uppá vasann sem löglegir þjónustuaðilar BL Þegar hér var komið sögu var farið að kólna svolítið í veðri og þar sem þetta var fyrsti rafbíllinn sem ég eignast hélt ég jafnvel að það giltu sömu lögmál með hann og Samsung símann minn að rafhlaðan entist styttra í kulda. Það væri semsagt Kuldaboli sem væri að eyða hluta af rafmagninu af bílnum mínum Það líða svo 6 mánuðir, ég keyri bílinn og kannski 140-150 km og þá þarf að hlaða. Ég er svona stundum að nefna þetta við hina og þessa í kringum mig, bílamenn og aðra og öllum finnst þetta ekki alveg geta átt að vera svona, jafnvel þótt veður væru rysjótt og býsna kalt á stundum. Ég er svo að fikta í skjánum í mælaborðinu einn daginn og finn þar skjá sem sýnir að battery capacity sé komið niður í kannski 75%, Samt var bíllinn búinn að vera í hleðslu í sólarhring. Þarna varð mér nokkuð ljóst að það var ekki allt með felldu. Þetta var jú næstum nýr bíll og lítið ekinn. Ég pantaði aftur tíma hjá sama þjónustuverkstæði BL og aftur fæ ég topp skoðun á batteríið, það var ekki fyrr en ég benti starfsmanni verkstæðisins á skjáinn í mælaborðinu og mynd af því var tekin og send á BL að það fékkst staðfest að rafhlaðan væri biluð. Ég var nokkuð rólegur yfir þessu þar sem mér var sagt þegar ég keypti bílinn að hann væri í ábyrgð og þar af leiðandi myndi umboðs og innflutningsaðili bílsins BL laga bílinn fyrir mig ef eitthvað óvænt kæmi upp á. Það kom hins vegar á daginn mér til mikillar undrunar að hann var ekki lengur í ábyrgð hjá BL. Tilgreind ástæða umboðsins var sú að þegar hurðin dældaðist hafði loftpúði sprungið út. Þetta vissi ég ekki þegar ég keypti bílinn. Á myndinni sem ég fékk að sjá af tjóninu á hurðinni voru skemmdirnar ekki miklar en þó samt þannig að loftpúðinn sprakk út. Það var ekkert minnst á að rafhlaðan væri ónýt. Í mínum villtustu draumum hefði mér ekki getað dottið það í hug, sennilega engum öðrum heldur. Eftir marga kílómetra af tölvupóstsamskiptum við umboðið fékk ég á endanum senda frá BL mynd úr ábyrgðarskilmálum frá Nissan þar sem það kom fram að ef það springur út loftpúði á bílum frá þeim þá þarf í öllum tilfellum að skipta út batteríinu undir bílnum, þetta á víst við um alla bíla með rafhlöðu hjá þeim og öðrum raf og tvinn bílum sem BL selur. Þetta vekur strax upp þá spurningu um hversu vistvænir rafbílar eru í raun þar sem að er ansi stórt hlutfall bíla í umferð sem hafa lent í einhverju hnubbi og sprengt út púða. Glíman við þetta mál er búin að taka mikla orku og tíma hjá mér og það vísar hver á annan í þessu máli. Það fyrsta er tryggingarfélagið Vís sem tekur þennan bíl til sín í einhverju tjónamáli selur hann svo aftur út á markaðinn og í uppboðslýsingu segir að hann sé minniháttar tjónaður sem hann í raun er alls ekki vegna þess að ný rafhlaða kostar sennilega yfir 2 milljónir í bíllinn komin. Vís sem sagt segir að sér komi þetta ekki við þó að þeir í raun hafi byrjað alla þessa óhamingju. Svo eru það tækin sem BL er að skaffa sínum þjónustuaðilum, sá sem sér um þessi ábyrgðarmál segir að þessir aðilar hafi ekki græjur til að greina bilanir í batteríum sem fólk er að fara með til þessara aðila til að viðhalda ábyrgð á rafhlöðunni. Sannarlega fékk ég mjög dýrt námskeið í þessu máli. Námskeið sem ég hafði engan áhuga á að fá. Það eru nokkur atriði sem mig langar að vara við þegar það kemur að kaupum á notuðum rafbílum: Ekki kaupa notaðan rafbíl nema vera alveg viss um að hann hafi ekki lent í neinu og að það hafi öll skilyrði verið uppfyllt til að hann sé í ábyrgð. Látið lesa ástand rafhlöðunnar. Skoðið eigendasöguna. Ef tryggingafélag hefur átt bílinn fáið að vita hvers vegna. Fáið allar þessar upplýsingar útprentaðar. Eitt að lokum, ef rafbíll er sprautaður þarf að fjarlægja batteríið áður en bíllinn er bakaður í klefa, ef það er ekki gert fellur ábyrgðin sennilega út við það. Ég hefði verið í mun betri stöðu ef ég hefði fengið þær upplýsingar strax mánuði eftir að ég keypti bílinn að hann væri bilaður. Reyndar eru engar líkur á að ég hefði keypt þennan bíl hefði ég haft nokkurn grun um að ég hefði þyrfti að kaupa í hann nýja rafhlöðu eftir örfáa mánuði. Með þessu vona ég að fleiri lendi ekki fleiri í samskonar uppákomu og ég hef verið að berjast í stóran hluta þessa árs. Ég þakka ykkur sem nenntuð að lesa svona langt Neytendur Bílar Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent
Eiríkur Björnsson keypti lítillega tjónaðan Nissan Leaf bíl árið 2019, stráheiltan og fallegan bíl sem hafði tjónast á hurð. Lítið mál hélt Eiríkur þar til rafhlaðan fór allt í einu að verða til vandræða. Frásögn Eiríks í Facebook-hópnum Nissan Leaf á Íslandi hefur vakið mikla athygli og er með nokkrum ólíkindum. Eiríkur rekur þar feril Nissan Leaf bifreiðar sem hann keypti árið 2019. Hann segir markmiðið með færslunni að „passa að fleiri lendi ekki í sama ruglinu“. Forsagan Forsaga málsins er sú að Eiríkur keypti tæplega ársgamlan Nissan Leaf sem þá hafði verið ekinn um 6000 kílómetra, árgerð 2018. Bíllinn hafði orðið fyrir tjóni á hurð sem Eiríkur vissi af þegar hann keypti bílinn. Viðgerðum var lokið og ekkert að sjá á bílnum. Eiríkur nefnir í samtali við Vísi ekkert út á samskipti við fyrri eiganda bílsins að setja. Sá keypti tjónabílinn af tryggingafélaginu VÍS. Eiríkur segir undarlegt að tryggingafélagið geti komist upp með að selja einhverjum rafbíl sem lýst er sem lítið tjónuðum. Viðkomandi hafi gert við bílinn miðað við þær upplýsingar sem hann hafði frá seljanda, tryggingafélaginu VÍS, í þeirri trú að einungis væri um tjón á hurð að ræða. Eiríkur hafði átt bílinn í tæpan mánuð þegar hann fór að taka eftir að það dró úr drægni bílsins. Þegar sá grunur fór að læðast að Eiríki að ekki væri alveg í lagi með rafhlöðu bílsins pantaði hann tíma hjá viðurkenndum þjónustuaðila BL, sem er umboðsaðili Nissan á Íslandi. Hugmyndin með tímapöntuninni var að láta mæla ástand rafhlöðunnar. Mælingin kom vel út og var Eiríki tjáð að rafhlaðan væri í fínu standi. Hálfu ári seinna var drægni bílsins um 140-150 kílómetrar að sögn Eiríks. Hann hafði orð á þessu við vini og vandamenn sem einhverjir þekktu til rafbíla. Skilaboðin frá þeim var að ástnadið væri ekki eðlilegt, jafnvel þótt kalt væri í veðri. „Battery Capacity 75%“ Eiríkur fann í framhaldinu skjámynd í aksturstölvu bílsins þar sem „battery capacity“ var sagt 75%. Þá fóru að renna tvær grímur á Eirík og hann pantaði sér tíma hjá sama viðurkennda þjónustuaðilanum sem mældi rafhlöðuna og sagði hana í fínu lagi. Þegar Eiríkur spurði starfsmanninn út í skjámyndina í aksturstölvunni fór málið að vinda upp á sig. Starfsmaðurinn tók mynd af skjánum og sendi á BL sem staðfesti að sögn Eiríks að rafhlaðan væri ónýt. Það vakti furðu Eiríks að viðurkenndir þjónustuaðilar BL hefði ekki tæki sem greindu bilanir í rafhlöðum. Þessir aðilar þurfi að sinna þjónustuskoðunum svo bílarnir haldist í ábyrgð hjá umboðinu. Ekki skipt um rafhlöðu, ekki í ábyrgð Eiríkur kippti sér ekki mikið upp við það þótt rafhlaðan væri ónýt. Enda bíllinn í ábyrgð eftir því sem honum hafði verið tjáð við kaupin á bílnum. Annað kom þó á daginn. Eiríkur fékk senda mynd af ábyrgðarskilmálum Nissan, þar sem fram kom að ef loftpúði springur út við högg skal í öllum tilfellum skipta út rafhlöðum í bílnum. BL taldi bílinn ekki í ábyrgð þar sem loftpúði hafði sprungið út í hurðinni þegar hún varð fyrir tjóni. Ekki hefði verið skipt um rafhlöðu. Vill að aðrir læri af biturri reynslu sinni Eiríkur segist gjarnan vilja koma varnaðarorðum til þeirra sem hyggjast kaupa sér notaðan rafbíl. „Ekki kaupa notaðan rafbíl nema vera alveg viss um að hann hafi ekki lent í neinu og að það hafi öll skilyrði verið uppfyllt til að hann sé í ábyrgð. Látið lesa ástand rafhlöðunnar. Skoðið eigendasöguna. Ef tryggingafélag hefur átt bílinn fáið að vita hvers vegna. Fáið allar þessar upplýsingar útprentaðar,“ segir Eiríkur í færslu sinni. „Með þessu vona ég að fleiri lendi ekki í samskonar uppákomu og ég hef verið að berjast í stóran hluta þessa árs.“ Færslu Eiríks í heild má sjá að neðan. Sjö hundruð manns hafa deilt henni á Facebook og hefur skapast töluverð umræða um málið. Mig langar að segja ykkur hér á síðunni smá sögu af Nissan Leaf 2018 40kvh sem ég keypti í fyrra. Ég sem sagt keypti tæplega ársgamlan Nissan Leaf keyrðan 6000km. Stráheilan og fallegan bíl, en sem hafði tjónast á hurð. Tjón sem mér var sagt frá þegar ég keypti bílinn en búið var að gera við svo sáust engin missmíði. Þegar ég var búinn að eiga bílinn í tæpan mánuð fór ég að taka eftir því að hann er farinn að draga aðeins minna en fyrst þegar ég fékk hann. Mig fór að gruna að það væri ekki allt með felldu með batteríið. Ég pantaði mér tíma hjá viðurkenndum þjónustuaðila BL í Kópavogi til að mæla rafhlöðuna. Þar fékk ég góða skoðun á bíllinn og þær upplýsingar að batteríið væri í fínu standi. Ég yfirgaf verkstæðið nokkuð sáttur með svörin, þetta voru jú fagmenn með vottorð uppá vasann sem löglegir þjónustuaðilar BL Þegar hér var komið sögu var farið að kólna svolítið í veðri og þar sem þetta var fyrsti rafbíllinn sem ég eignast hélt ég jafnvel að það giltu sömu lögmál með hann og Samsung símann minn að rafhlaðan entist styttra í kulda. Það væri semsagt Kuldaboli sem væri að eyða hluta af rafmagninu af bílnum mínum Það líða svo 6 mánuðir, ég keyri bílinn og kannski 140-150 km og þá þarf að hlaða. Ég er svona stundum að nefna þetta við hina og þessa í kringum mig, bílamenn og aðra og öllum finnst þetta ekki alveg geta átt að vera svona, jafnvel þótt veður væru rysjótt og býsna kalt á stundum. Ég er svo að fikta í skjánum í mælaborðinu einn daginn og finn þar skjá sem sýnir að battery capacity sé komið niður í kannski 75%, Samt var bíllinn búinn að vera í hleðslu í sólarhring. Þarna varð mér nokkuð ljóst að það var ekki allt með felldu. Þetta var jú næstum nýr bíll og lítið ekinn. Ég pantaði aftur tíma hjá sama þjónustuverkstæði BL og aftur fæ ég topp skoðun á batteríið, það var ekki fyrr en ég benti starfsmanni verkstæðisins á skjáinn í mælaborðinu og mynd af því var tekin og send á BL að það fékkst staðfest að rafhlaðan væri biluð. Ég var nokkuð rólegur yfir þessu þar sem mér var sagt þegar ég keypti bílinn að hann væri í ábyrgð og þar af leiðandi myndi umboðs og innflutningsaðili bílsins BL laga bílinn fyrir mig ef eitthvað óvænt kæmi upp á. Það kom hins vegar á daginn mér til mikillar undrunar að hann var ekki lengur í ábyrgð hjá BL. Tilgreind ástæða umboðsins var sú að þegar hurðin dældaðist hafði loftpúði sprungið út. Þetta vissi ég ekki þegar ég keypti bílinn. Á myndinni sem ég fékk að sjá af tjóninu á hurðinni voru skemmdirnar ekki miklar en þó samt þannig að loftpúðinn sprakk út. Það var ekkert minnst á að rafhlaðan væri ónýt. Í mínum villtustu draumum hefði mér ekki getað dottið það í hug, sennilega engum öðrum heldur. Eftir marga kílómetra af tölvupóstsamskiptum við umboðið fékk ég á endanum senda frá BL mynd úr ábyrgðarskilmálum frá Nissan þar sem það kom fram að ef það springur út loftpúði á bílum frá þeim þá þarf í öllum tilfellum að skipta út batteríinu undir bílnum, þetta á víst við um alla bíla með rafhlöðu hjá þeim og öðrum raf og tvinn bílum sem BL selur. Þetta vekur strax upp þá spurningu um hversu vistvænir rafbílar eru í raun þar sem að er ansi stórt hlutfall bíla í umferð sem hafa lent í einhverju hnubbi og sprengt út púða. Glíman við þetta mál er búin að taka mikla orku og tíma hjá mér og það vísar hver á annan í þessu máli. Það fyrsta er tryggingarfélagið Vís sem tekur þennan bíl til sín í einhverju tjónamáli selur hann svo aftur út á markaðinn og í uppboðslýsingu segir að hann sé minniháttar tjónaður sem hann í raun er alls ekki vegna þess að ný rafhlaða kostar sennilega yfir 2 milljónir í bíllinn komin. Vís sem sagt segir að sér komi þetta ekki við þó að þeir í raun hafi byrjað alla þessa óhamingju. Svo eru það tækin sem BL er að skaffa sínum þjónustuaðilum, sá sem sér um þessi ábyrgðarmál segir að þessir aðilar hafi ekki græjur til að greina bilanir í batteríum sem fólk er að fara með til þessara aðila til að viðhalda ábyrgð á rafhlöðunni. Sannarlega fékk ég mjög dýrt námskeið í þessu máli. Námskeið sem ég hafði engan áhuga á að fá. Það eru nokkur atriði sem mig langar að vara við þegar það kemur að kaupum á notuðum rafbílum: Ekki kaupa notaðan rafbíl nema vera alveg viss um að hann hafi ekki lent í neinu og að það hafi öll skilyrði verið uppfyllt til að hann sé í ábyrgð. Látið lesa ástand rafhlöðunnar. Skoðið eigendasöguna. Ef tryggingafélag hefur átt bílinn fáið að vita hvers vegna. Fáið allar þessar upplýsingar útprentaðar. Eitt að lokum, ef rafbíll er sprautaður þarf að fjarlægja batteríið áður en bíllinn er bakaður í klefa, ef það er ekki gert fellur ábyrgðin sennilega út við það. Ég hefði verið í mun betri stöðu ef ég hefði fengið þær upplýsingar strax mánuði eftir að ég keypti bílinn að hann væri bilaður. Reyndar eru engar líkur á að ég hefði keypt þennan bíl hefði ég haft nokkurn grun um að ég hefði þyrfti að kaupa í hann nýja rafhlöðu eftir örfáa mánuði. Með þessu vona ég að fleiri lendi ekki fleiri í samskonar uppákomu og ég hef verið að berjast í stóran hluta þessa árs. Ég þakka ykkur sem nenntuð að lesa svona langt
Mig langar að segja ykkur hér á síðunni smá sögu af Nissan Leaf 2018 40kvh sem ég keypti í fyrra. Ég sem sagt keypti tæplega ársgamlan Nissan Leaf keyrðan 6000km. Stráheilan og fallegan bíl, en sem hafði tjónast á hurð. Tjón sem mér var sagt frá þegar ég keypti bílinn en búið var að gera við svo sáust engin missmíði. Þegar ég var búinn að eiga bílinn í tæpan mánuð fór ég að taka eftir því að hann er farinn að draga aðeins minna en fyrst þegar ég fékk hann. Mig fór að gruna að það væri ekki allt með felldu með batteríið. Ég pantaði mér tíma hjá viðurkenndum þjónustuaðila BL í Kópavogi til að mæla rafhlöðuna. Þar fékk ég góða skoðun á bíllinn og þær upplýsingar að batteríið væri í fínu standi. Ég yfirgaf verkstæðið nokkuð sáttur með svörin, þetta voru jú fagmenn með vottorð uppá vasann sem löglegir þjónustuaðilar BL Þegar hér var komið sögu var farið að kólna svolítið í veðri og þar sem þetta var fyrsti rafbíllinn sem ég eignast hélt ég jafnvel að það giltu sömu lögmál með hann og Samsung símann minn að rafhlaðan entist styttra í kulda. Það væri semsagt Kuldaboli sem væri að eyða hluta af rafmagninu af bílnum mínum Það líða svo 6 mánuðir, ég keyri bílinn og kannski 140-150 km og þá þarf að hlaða. Ég er svona stundum að nefna þetta við hina og þessa í kringum mig, bílamenn og aðra og öllum finnst þetta ekki alveg geta átt að vera svona, jafnvel þótt veður væru rysjótt og býsna kalt á stundum. Ég er svo að fikta í skjánum í mælaborðinu einn daginn og finn þar skjá sem sýnir að battery capacity sé komið niður í kannski 75%, Samt var bíllinn búinn að vera í hleðslu í sólarhring. Þarna varð mér nokkuð ljóst að það var ekki allt með felldu. Þetta var jú næstum nýr bíll og lítið ekinn. Ég pantaði aftur tíma hjá sama þjónustuverkstæði BL og aftur fæ ég topp skoðun á batteríið, það var ekki fyrr en ég benti starfsmanni verkstæðisins á skjáinn í mælaborðinu og mynd af því var tekin og send á BL að það fékkst staðfest að rafhlaðan væri biluð. Ég var nokkuð rólegur yfir þessu þar sem mér var sagt þegar ég keypti bílinn að hann væri í ábyrgð og þar af leiðandi myndi umboðs og innflutningsaðili bílsins BL laga bílinn fyrir mig ef eitthvað óvænt kæmi upp á. Það kom hins vegar á daginn mér til mikillar undrunar að hann var ekki lengur í ábyrgð hjá BL. Tilgreind ástæða umboðsins var sú að þegar hurðin dældaðist hafði loftpúði sprungið út. Þetta vissi ég ekki þegar ég keypti bílinn. Á myndinni sem ég fékk að sjá af tjóninu á hurðinni voru skemmdirnar ekki miklar en þó samt þannig að loftpúðinn sprakk út. Það var ekkert minnst á að rafhlaðan væri ónýt. Í mínum villtustu draumum hefði mér ekki getað dottið það í hug, sennilega engum öðrum heldur. Eftir marga kílómetra af tölvupóstsamskiptum við umboðið fékk ég á endanum senda frá BL mynd úr ábyrgðarskilmálum frá Nissan þar sem það kom fram að ef það springur út loftpúði á bílum frá þeim þá þarf í öllum tilfellum að skipta út batteríinu undir bílnum, þetta á víst við um alla bíla með rafhlöðu hjá þeim og öðrum raf og tvinn bílum sem BL selur. Þetta vekur strax upp þá spurningu um hversu vistvænir rafbílar eru í raun þar sem að er ansi stórt hlutfall bíla í umferð sem hafa lent í einhverju hnubbi og sprengt út púða. Glíman við þetta mál er búin að taka mikla orku og tíma hjá mér og það vísar hver á annan í þessu máli. Það fyrsta er tryggingarfélagið Vís sem tekur þennan bíl til sín í einhverju tjónamáli selur hann svo aftur út á markaðinn og í uppboðslýsingu segir að hann sé minniháttar tjónaður sem hann í raun er alls ekki vegna þess að ný rafhlaða kostar sennilega yfir 2 milljónir í bíllinn komin. Vís sem sagt segir að sér komi þetta ekki við þó að þeir í raun hafi byrjað alla þessa óhamingju. Svo eru það tækin sem BL er að skaffa sínum þjónustuaðilum, sá sem sér um þessi ábyrgðarmál segir að þessir aðilar hafi ekki græjur til að greina bilanir í batteríum sem fólk er að fara með til þessara aðila til að viðhalda ábyrgð á rafhlöðunni. Sannarlega fékk ég mjög dýrt námskeið í þessu máli. Námskeið sem ég hafði engan áhuga á að fá. Það eru nokkur atriði sem mig langar að vara við þegar það kemur að kaupum á notuðum rafbílum: Ekki kaupa notaðan rafbíl nema vera alveg viss um að hann hafi ekki lent í neinu og að það hafi öll skilyrði verið uppfyllt til að hann sé í ábyrgð. Látið lesa ástand rafhlöðunnar. Skoðið eigendasöguna. Ef tryggingafélag hefur átt bílinn fáið að vita hvers vegna. Fáið allar þessar upplýsingar útprentaðar. Eitt að lokum, ef rafbíll er sprautaður þarf að fjarlægja batteríið áður en bíllinn er bakaður í klefa, ef það er ekki gert fellur ábyrgðin sennilega út við það. Ég hefði verið í mun betri stöðu ef ég hefði fengið þær upplýsingar strax mánuði eftir að ég keypti bílinn að hann væri bilaður. Reyndar eru engar líkur á að ég hefði keypt þennan bíl hefði ég haft nokkurn grun um að ég hefði þyrfti að kaupa í hann nýja rafhlöðu eftir örfáa mánuði. Með þessu vona ég að fleiri lendi ekki fleiri í samskonar uppákomu og ég hef verið að berjast í stóran hluta þessa árs. Ég þakka ykkur sem nenntuð að lesa svona langt
Neytendur Bílar Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent