Íslenskum nema í Washington ráðlagt að birgja sig upp af mat og fara varlega vegna kosninganna Sylvía Hall skrifar 1. nóvember 2020 23:30 Bryndís Bjarnadóttir er meistaranemi í öryggisfræðum í Georgetown. Hún segir ástandið eldfimt í aðdraganda kosninga. Aðsend Bryndís Bjarnadóttir, meistaranemi á öðru ári í öryggisfræðum við Georgetown-háskóla, segir andrúmsloftið í höfuðborginni Washington D.C. eldfimt í aðdraganda kosninganna sem fram fara á þriðjudag. Einn kennara hennar tjáði nemendum að hann væri í fyrsta sinn hræddur fyrir kosningar. „Það er búið að byrgja aftur glugga eins og var gert fyrir óeirðirnar fyrr á árinu, og það var ekki fyrir nokkrum vikum,“ segir Bryndís í samtali við Vísi um stöðuna í Washington. Ljóst sé að margir búi sig undir átakadag á þriðjudag og voru nemendur hvattir til þess að útvega sér mat fyrir næstu tvær vikurnar. HAPPENING NOW: Riot & unrest prep around Washington DC, as workers are boarding up windows for possible violence/unrest on #ElectionDay pic.twitter.com/3JzcxZm1El— SV News 🚨 (@SVNewsAlerts) October 30, 2020 Sjálf hefur hún verið búsett ytra í rúmlega eitt ár og hefur því ekki samanburðinn við aðrar kosningar, en miðað við það sem hún heyrir frá samnemendum og kennurum er staðan allt önnur en hún var árið 2016. „Sérstaklega kennarar, þeir upplifa að þetta sé mjög frábrugðið fyrri kosningum. Einn kennarinn minn bað okkur að fara ekki út og sagði sérstaklega við mig, þar sem ég er á visa, að ég mætti ekki lenda þar sem lögreglan er,“ sagði Bryndís. Hún ætti einfaldlega í hættu á að missa landvistarleyfi sitt. „Þó þú sért bara að hjálpa manneskju þá gæti það komið verr út, og það er auðveldast að ákæra fólk vegna innflytjendastöðu. Ég má bara ekki hætta á það á meðan ég er hérna úti.“ Bryndís í Hvíta húsinu í janúar.Aðsend „Hann er hræddur núna“ Einn kennara Bryndísar hefur í mörg ár rannsakað hryðjuverk á innlendum vettvangi og sérhæft sig í þeim. Hann starfaði lengi vel fyrir Alríkislögregluna, FBI, og þekkir því vel til öryggismála. Hann segist vera í fyrsta sinn hræddur fyrir kosningar. „Hann telur, miðað við það sem hann hefur verið að heyra, að það sé ástæða til þess að vera stressaður,“ segir Bryndís og bætir við að hann hafi meðal annars tekið eftir því að aldrei hafi fleiri þyrlur verið á sveimi yfir borginni. Mikil viðvera lögreglu er í Washington og segir Bryndís hana vera áþreifanlega. Ólíkt því sem gengur og gerist annars staðar er um alríkislögreglu að ræða, og þeir séu greinilega tilbúnir í átök. „Þeir eru búnir að fá þau skilaboð að þeir eigi að vera mjög harðir. Gúmmíkúlum hefur verið skotið að mótmælendum og piparúða beitt. Ástandið er frekar eldfimt.“ Georgetown-háskóli í Washington D.C.Aðsend Demókratar margir hverjir að sætta sig við Biden Flestir vinir Bryndísar eru demókratar en þó hefur hún kynnst mörgum repúblikönum í náminu, og þá sérstaklega mörgum sem hafa verið í hernum. Hún segir ekki alla sátta við frambjóðanda Demókrataflokksins og séu í raun margir að sætta sig við hann frekar en annað. „Þetta er í þriðja skiptið sem Biden reynir að vera forseti, hann hefur tvisvar tapað tilnefningunni, og hann á mjög langan feril að baki í pólitík. Það er mjög margt sem fólk er ósátt með sem hann hefur gert hingað til,“ segir Bryndís og vísar meðal annars til réttinda baráttu svartra vestanhafs, sem Biden hefur sagst hafa stutt allan sinn feril. „Þegar hann hefur talað um að svartir Bandaríkjamenn eigi að kjósa hann vegna þess að hann starfaði með Obama, þá var það líka hann sem talaði fyrir harðri stefnu gegn fíkniefnum sem bitnaði hvað mest á svörtum í Bandaríkjunum.“ Hún segir erfitt að meta hvernig kosningarnar fari, enda sé hún búsett á svæði þar sem yfirgnæfandi meirihluti styður Demókrataflokkinn. Það sé þó hennar tilfinning að Biden fari með sigur úr býtum. „Þetta er voða skrýtið en mér finnst á öllu að Biden muni vinna. En það mun sennilega ekki koma niðurstaða fyrr en eftir nokkra daga.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fullyrða að Trump muni lýsa yfir sigri áður en úrslit liggja fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa fullyrt við sína nánustu bandamenn að hann ætli sér að lýsa yfir sigri á þriðjudag ef útlit verður fyrir að hann sé með forskot. 1. nóvember 2020 23:00 Stærstu hneykslismál Trump Sama hvort þér líkar við hann eða ekki, verður seint hægt að segja að Donald Trump sé hefðbundinn forseti Bandaríkjanna. Það virðist í raun vera meðal þess sem heillar stuðningsmenn hans hvað mest. 1. nóvember 2020 21:00 Trump treystir á kosningafundi í aðdraganda kosninga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun halda fimm kosningafundi með stuðningsmönnum sínum í fimm ríkjum í dag. Hann stefnir svo á sjö fundi á morgun, síðasta fulla degi kosningabaráttunnar, og stefnir hann einnig á að halda fundi á þriðjudaginn, kjördag. 1. nóvember 2020 10:26 Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Sjá meira
Bryndís Bjarnadóttir, meistaranemi á öðru ári í öryggisfræðum við Georgetown-háskóla, segir andrúmsloftið í höfuðborginni Washington D.C. eldfimt í aðdraganda kosninganna sem fram fara á þriðjudag. Einn kennara hennar tjáði nemendum að hann væri í fyrsta sinn hræddur fyrir kosningar. „Það er búið að byrgja aftur glugga eins og var gert fyrir óeirðirnar fyrr á árinu, og það var ekki fyrir nokkrum vikum,“ segir Bryndís í samtali við Vísi um stöðuna í Washington. Ljóst sé að margir búi sig undir átakadag á þriðjudag og voru nemendur hvattir til þess að útvega sér mat fyrir næstu tvær vikurnar. HAPPENING NOW: Riot & unrest prep around Washington DC, as workers are boarding up windows for possible violence/unrest on #ElectionDay pic.twitter.com/3JzcxZm1El— SV News 🚨 (@SVNewsAlerts) October 30, 2020 Sjálf hefur hún verið búsett ytra í rúmlega eitt ár og hefur því ekki samanburðinn við aðrar kosningar, en miðað við það sem hún heyrir frá samnemendum og kennurum er staðan allt önnur en hún var árið 2016. „Sérstaklega kennarar, þeir upplifa að þetta sé mjög frábrugðið fyrri kosningum. Einn kennarinn minn bað okkur að fara ekki út og sagði sérstaklega við mig, þar sem ég er á visa, að ég mætti ekki lenda þar sem lögreglan er,“ sagði Bryndís. Hún ætti einfaldlega í hættu á að missa landvistarleyfi sitt. „Þó þú sért bara að hjálpa manneskju þá gæti það komið verr út, og það er auðveldast að ákæra fólk vegna innflytjendastöðu. Ég má bara ekki hætta á það á meðan ég er hérna úti.“ Bryndís í Hvíta húsinu í janúar.Aðsend „Hann er hræddur núna“ Einn kennara Bryndísar hefur í mörg ár rannsakað hryðjuverk á innlendum vettvangi og sérhæft sig í þeim. Hann starfaði lengi vel fyrir Alríkislögregluna, FBI, og þekkir því vel til öryggismála. Hann segist vera í fyrsta sinn hræddur fyrir kosningar. „Hann telur, miðað við það sem hann hefur verið að heyra, að það sé ástæða til þess að vera stressaður,“ segir Bryndís og bætir við að hann hafi meðal annars tekið eftir því að aldrei hafi fleiri þyrlur verið á sveimi yfir borginni. Mikil viðvera lögreglu er í Washington og segir Bryndís hana vera áþreifanlega. Ólíkt því sem gengur og gerist annars staðar er um alríkislögreglu að ræða, og þeir séu greinilega tilbúnir í átök. „Þeir eru búnir að fá þau skilaboð að þeir eigi að vera mjög harðir. Gúmmíkúlum hefur verið skotið að mótmælendum og piparúða beitt. Ástandið er frekar eldfimt.“ Georgetown-háskóli í Washington D.C.Aðsend Demókratar margir hverjir að sætta sig við Biden Flestir vinir Bryndísar eru demókratar en þó hefur hún kynnst mörgum repúblikönum í náminu, og þá sérstaklega mörgum sem hafa verið í hernum. Hún segir ekki alla sátta við frambjóðanda Demókrataflokksins og séu í raun margir að sætta sig við hann frekar en annað. „Þetta er í þriðja skiptið sem Biden reynir að vera forseti, hann hefur tvisvar tapað tilnefningunni, og hann á mjög langan feril að baki í pólitík. Það er mjög margt sem fólk er ósátt með sem hann hefur gert hingað til,“ segir Bryndís og vísar meðal annars til réttinda baráttu svartra vestanhafs, sem Biden hefur sagst hafa stutt allan sinn feril. „Þegar hann hefur talað um að svartir Bandaríkjamenn eigi að kjósa hann vegna þess að hann starfaði með Obama, þá var það líka hann sem talaði fyrir harðri stefnu gegn fíkniefnum sem bitnaði hvað mest á svörtum í Bandaríkjunum.“ Hún segir erfitt að meta hvernig kosningarnar fari, enda sé hún búsett á svæði þar sem yfirgnæfandi meirihluti styður Demókrataflokkinn. Það sé þó hennar tilfinning að Biden fari með sigur úr býtum. „Þetta er voða skrýtið en mér finnst á öllu að Biden muni vinna. En það mun sennilega ekki koma niðurstaða fyrr en eftir nokkra daga.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fullyrða að Trump muni lýsa yfir sigri áður en úrslit liggja fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa fullyrt við sína nánustu bandamenn að hann ætli sér að lýsa yfir sigri á þriðjudag ef útlit verður fyrir að hann sé með forskot. 1. nóvember 2020 23:00 Stærstu hneykslismál Trump Sama hvort þér líkar við hann eða ekki, verður seint hægt að segja að Donald Trump sé hefðbundinn forseti Bandaríkjanna. Það virðist í raun vera meðal þess sem heillar stuðningsmenn hans hvað mest. 1. nóvember 2020 21:00 Trump treystir á kosningafundi í aðdraganda kosninga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun halda fimm kosningafundi með stuðningsmönnum sínum í fimm ríkjum í dag. Hann stefnir svo á sjö fundi á morgun, síðasta fulla degi kosningabaráttunnar, og stefnir hann einnig á að halda fundi á þriðjudaginn, kjördag. 1. nóvember 2020 10:26 Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Sjá meira
Fullyrða að Trump muni lýsa yfir sigri áður en úrslit liggja fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa fullyrt við sína nánustu bandamenn að hann ætli sér að lýsa yfir sigri á þriðjudag ef útlit verður fyrir að hann sé með forskot. 1. nóvember 2020 23:00
Stærstu hneykslismál Trump Sama hvort þér líkar við hann eða ekki, verður seint hægt að segja að Donald Trump sé hefðbundinn forseti Bandaríkjanna. Það virðist í raun vera meðal þess sem heillar stuðningsmenn hans hvað mest. 1. nóvember 2020 21:00
Trump treystir á kosningafundi í aðdraganda kosninga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun halda fimm kosningafundi með stuðningsmönnum sínum í fimm ríkjum í dag. Hann stefnir svo á sjö fundi á morgun, síðasta fulla degi kosningabaráttunnar, og stefnir hann einnig á að halda fundi á þriðjudaginn, kjördag. 1. nóvember 2020 10:26