Fjölbreytni skiptir máli Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 2. nóvember 2020 11:30 Aukin fjölbreytileiki hefur styrkt atvinnulífið. Samhliða jafnari stöðu kynja hefur fjölskrúðugt mannlíf dafnað á vinnustöðum. Þeim árangri ber að þakka þrotlausri baráttu og framsýnu fólki sem skynjaði kall tímans. Frelsun hinsegin fólks hefur stuðlað að heill og hamingju fjölda fólks sem áður læddust með veggjum. Þannig leystust úr læðingi kraftar og hæfileikar sem fela í sér mikil verðmæti. Frjáls för hefur stuðlað að auknum búferlaflutningum milli landa og samsetning landsmanna hefur breyst til frambúðar. Nýir Íslendingar auðga mannlífið, bæta eigin lífskjör og efla um leið hag okkar allra. Sofnum ekki á verðinum Í alþjóðlegum samanburði stendur íslenskt samfélag framarlega á flesta kvarða sem mæla jafnrétti kynja, mannréttindi og jákvæð viðhorf til innflytjenda. Því fögnum við, þótt ávallt megi gera betur. Óvarlegt er að líta á framfarir liðins tíma sem sjálfsagðan hlut. Standa þarf vörð um frjálslynt og umburðarlynt samfélag. Dæmi um varhugaverða þróun og afturför í jafnréttis- og mannréttindamálum má víða finna í nálægum löndum. Vaxandi lýðhyggja í sumum vestrænum löndum eru holl áminning til okkar að hlúa vel að þessum málum. Höldum áfram Viðfangsefnin nú eru ærin og hætt við að skammtímasjónarmið yfirgnæfi annað. Heimsbyggðin stendur frammi fyrir plágu og meðfylgjandi kreppu. Í slíku ástandi má ekki missa sjónar á stóru myndinni. Rannsóknir sýna að aukinn fjölbreytileiki, eins og við höfum upplifað á skömmum tíma, stækkar grunn atvinnulífsins með því að sameina fólk með ólíka þekkingu, reynslu og hæfni. Við lærum hvert af öðru og treystum fleiri stoðir. Það styrkir atvinnulífið og eykur samkeppnishæfni. Saman vinnum við, fjölbreyttur og samhentur hópur, bug á erfiðleikunum. Í nóvember munu SA beina sjónum sínum sérstaklega að kynjajafnrétti og fjölbreytni í íslensku atvinnulífi, til langrar framtíðar. Stefnt er að er stofnun Ungmennaráðs. Þar verður kallað eftir röddum ungs fólks í málefnastarfinu. Umræða um sveigjanleg starfslok verður sett á dagskrá, ekki síst með það í huga að dýrmæt þekking eldri starfsmanna nýtist atvinnulífinu til framdráttar. Atvinnulífið vill finna verkefni fyrir alla. Um þessar mundir er sérstaklega litið til tækifæra fyrir fólk með skerta starfsgetu og fólks sem hefur lokið námi á starfsbraut framhaldsskóla og vilja takast á við verkefni á vinnumarkaði. Hvatningaverðlaun jafnréttismála eru grein á þessum meiði og verða veitt síðar í mánuðinum. Þau eru til þess fallin að hampa fyrirtækjum sem eru til fyrirmyndar og verðskulda athygli fyrir árangursríkt jafnréttisstarf. Verkefnið framundan er að kalla til fólk með mismunandi bakgrunn og af ólíkum kynjum til starfa í íslensku atvinnulífi. Við viljum fá að heyra fjölbreytt, uppbyggileg sjónarmið og efla gagnrýna hugsun. Þannig aukum við verðmæti, velmegun og vellíðan í samfélaginu. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Benjamín Þorbergsson Jafnréttismál Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Sjá meira
Aukin fjölbreytileiki hefur styrkt atvinnulífið. Samhliða jafnari stöðu kynja hefur fjölskrúðugt mannlíf dafnað á vinnustöðum. Þeim árangri ber að þakka þrotlausri baráttu og framsýnu fólki sem skynjaði kall tímans. Frelsun hinsegin fólks hefur stuðlað að heill og hamingju fjölda fólks sem áður læddust með veggjum. Þannig leystust úr læðingi kraftar og hæfileikar sem fela í sér mikil verðmæti. Frjáls för hefur stuðlað að auknum búferlaflutningum milli landa og samsetning landsmanna hefur breyst til frambúðar. Nýir Íslendingar auðga mannlífið, bæta eigin lífskjör og efla um leið hag okkar allra. Sofnum ekki á verðinum Í alþjóðlegum samanburði stendur íslenskt samfélag framarlega á flesta kvarða sem mæla jafnrétti kynja, mannréttindi og jákvæð viðhorf til innflytjenda. Því fögnum við, þótt ávallt megi gera betur. Óvarlegt er að líta á framfarir liðins tíma sem sjálfsagðan hlut. Standa þarf vörð um frjálslynt og umburðarlynt samfélag. Dæmi um varhugaverða þróun og afturför í jafnréttis- og mannréttindamálum má víða finna í nálægum löndum. Vaxandi lýðhyggja í sumum vestrænum löndum eru holl áminning til okkar að hlúa vel að þessum málum. Höldum áfram Viðfangsefnin nú eru ærin og hætt við að skammtímasjónarmið yfirgnæfi annað. Heimsbyggðin stendur frammi fyrir plágu og meðfylgjandi kreppu. Í slíku ástandi má ekki missa sjónar á stóru myndinni. Rannsóknir sýna að aukinn fjölbreytileiki, eins og við höfum upplifað á skömmum tíma, stækkar grunn atvinnulífsins með því að sameina fólk með ólíka þekkingu, reynslu og hæfni. Við lærum hvert af öðru og treystum fleiri stoðir. Það styrkir atvinnulífið og eykur samkeppnishæfni. Saman vinnum við, fjölbreyttur og samhentur hópur, bug á erfiðleikunum. Í nóvember munu SA beina sjónum sínum sérstaklega að kynjajafnrétti og fjölbreytni í íslensku atvinnulífi, til langrar framtíðar. Stefnt er að er stofnun Ungmennaráðs. Þar verður kallað eftir röddum ungs fólks í málefnastarfinu. Umræða um sveigjanleg starfslok verður sett á dagskrá, ekki síst með það í huga að dýrmæt þekking eldri starfsmanna nýtist atvinnulífinu til framdráttar. Atvinnulífið vill finna verkefni fyrir alla. Um þessar mundir er sérstaklega litið til tækifæra fyrir fólk með skerta starfsgetu og fólks sem hefur lokið námi á starfsbraut framhaldsskóla og vilja takast á við verkefni á vinnumarkaði. Hvatningaverðlaun jafnréttismála eru grein á þessum meiði og verða veitt síðar í mánuðinum. Þau eru til þess fallin að hampa fyrirtækjum sem eru til fyrirmyndar og verðskulda athygli fyrir árangursríkt jafnréttisstarf. Verkefnið framundan er að kalla til fólk með mismunandi bakgrunn og af ólíkum kynjum til starfa í íslensku atvinnulífi. Við viljum fá að heyra fjölbreytt, uppbyggileg sjónarmið og efla gagnrýna hugsun. Þannig aukum við verðmæti, velmegun og vellíðan í samfélaginu. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar