Vonandi undantekning að börn verði með grímu í skólanum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. nóvember 2020 12:39 Grímuskylda hefur verið í mörgum menntaskólum en nú eiga einnig nemendur í 5.-10. bekk að bera grímur þegar ekki er unnt að tryggja tveggja metra regluna. Formaður félags grunnskólakennara vonar að það muni heyra til undantekninga. Vísir/Vilhelm Grunnskólanemar þurfa vonandi einungis að bera andlitsgrímur í undantekningartilvikum að sögn formanns félags grunnskólakennara. Áhersla verður lögð á að viðhalda tveggja metra reglunni. Hún telur óeðlilegt að minni kröfur séu gerðar til sóttvarna hjá yngri börnum. Skólahald féll niður í dag hjá tugþúsundum barna vegna skipulagsdags í mörgum leik- og grunskólum. Unnið er að því að útfæra starfið í samræmi við reglugerð sem var birt í gær. Samkvæmt henni mega fimmtíu nemendur í fyrsta til fjórða bekk vera saman í rými. Börnin eru undanþegin tveggja metra reglunni og þurfa ekki að nota andlitsgrímur. Í fimmta til tíunda bekk mega tuttugu og fimm börn vera saman í rými. Þau eiga að bera grímur þegar ekki er unnt að tryggja nándarregluna. Þorgerður Laufey Friðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakenna. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður félags grunnskólakennara, segir óeðlilegt að gera minni kröfur til sóttvarna barna en annarra. „Við hefðum talið eðlilegt að 25 barna mörkin giltu um allan grunnskólann og að það hefði verið horft til þess að reyna eftir fremsta megni að tryggja tveggja metra regluna,“ segir hún. Útfærsla á takmörkunum í skólum falli ef til vill ekki að markmiði þeirra hörðu aðgerða sem voru kynntar fyrir helgi. „Sem eiga að gilda í tvær viku og eru gerðar til þess að keyra veiruna niður eins mikið og mögulegt er og sérstaklega á meðan Landspítalinn er á neyðarstigi. Það er sú umræða sem við höfum verið í á síðustu dögum. Hvort það sé samræmi þarna á milli.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í morgun að reglurnar hefðu tekið breytingum í meðferð mennta- og heilbrigðisráðherra. Það væri ekki óeðlilegt að útfærslan breytist þar sem stjórnvöld séu að huga að öðrum og fleiri þáttum en hann. Sýnist að börn geti mætt með hefðbundnum hætti Stefna stjórnvalda er að öll börn geti sótt skóla með hefðbundnum hætti og sýnist Þorgerði að það muni nást með þessari útfærslu. Hún segir megináherslu lagða á tveggja metra regluna og að vonandi verði hægt að tryggja hana í flestum tilfellum. „Það verður vonadi undantekning að það þurfi að óska eftir því að nemendur verði með grímu og þá þarf auðvitað að gera það samkvæmt leiðbeiningum sem um það gilda og þá á það ekki síður við um fullorðna fólkið en börnin,“ segir Þorgerður. „Þetta er niðurstaðan núna og nú erum við búin að koma þessum sjónarmiðum á framfæri. Kennarar munu auðvitað sinna þessu verkefni að alúð. Við erum framlínufólk og höldum áfram að sinna nemendum eins vel og við getum.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira
Grunnskólanemar þurfa vonandi einungis að bera andlitsgrímur í undantekningartilvikum að sögn formanns félags grunnskólakennara. Áhersla verður lögð á að viðhalda tveggja metra reglunni. Hún telur óeðlilegt að minni kröfur séu gerðar til sóttvarna hjá yngri börnum. Skólahald féll niður í dag hjá tugþúsundum barna vegna skipulagsdags í mörgum leik- og grunskólum. Unnið er að því að útfæra starfið í samræmi við reglugerð sem var birt í gær. Samkvæmt henni mega fimmtíu nemendur í fyrsta til fjórða bekk vera saman í rými. Börnin eru undanþegin tveggja metra reglunni og þurfa ekki að nota andlitsgrímur. Í fimmta til tíunda bekk mega tuttugu og fimm börn vera saman í rými. Þau eiga að bera grímur þegar ekki er unnt að tryggja nándarregluna. Þorgerður Laufey Friðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakenna. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður félags grunnskólakennara, segir óeðlilegt að gera minni kröfur til sóttvarna barna en annarra. „Við hefðum talið eðlilegt að 25 barna mörkin giltu um allan grunnskólann og að það hefði verið horft til þess að reyna eftir fremsta megni að tryggja tveggja metra regluna,“ segir hún. Útfærsla á takmörkunum í skólum falli ef til vill ekki að markmiði þeirra hörðu aðgerða sem voru kynntar fyrir helgi. „Sem eiga að gilda í tvær viku og eru gerðar til þess að keyra veiruna niður eins mikið og mögulegt er og sérstaklega á meðan Landspítalinn er á neyðarstigi. Það er sú umræða sem við höfum verið í á síðustu dögum. Hvort það sé samræmi þarna á milli.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í morgun að reglurnar hefðu tekið breytingum í meðferð mennta- og heilbrigðisráðherra. Það væri ekki óeðlilegt að útfærslan breytist þar sem stjórnvöld séu að huga að öðrum og fleiri þáttum en hann. Sýnist að börn geti mætt með hefðbundnum hætti Stefna stjórnvalda er að öll börn geti sótt skóla með hefðbundnum hætti og sýnist Þorgerði að það muni nást með þessari útfærslu. Hún segir megináherslu lagða á tveggja metra regluna og að vonandi verði hægt að tryggja hana í flestum tilfellum. „Það verður vonadi undantekning að það þurfi að óska eftir því að nemendur verði með grímu og þá þarf auðvitað að gera það samkvæmt leiðbeiningum sem um það gilda og þá á það ekki síður við um fullorðna fólkið en börnin,“ segir Þorgerður. „Þetta er niðurstaðan núna og nú erum við búin að koma þessum sjónarmiðum á framfæri. Kennarar munu auðvitað sinna þessu verkefni að alúð. Við erum framlínufólk og höldum áfram að sinna nemendum eins vel og við getum.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira