Forstjóri SAk á von á fleiri innlögnum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. nóvember 2020 16:16 Forstjórinn segir tölfræðina gefa til kynna að fleiri þurfi að leggjast inn á sjúkrahúsið á næstu dögum. Vísir/Vilhelm Fjórir liggja nú inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna Covid-19. Forstjóri sjúkrahússins á von á fleiri innlögnum næstu daga í ljósi fjölgunar smita á Norðurlandi eystra. Hann biðlar til bæjarbúa að viðhafa sóttvarnir og fara að reglum. Nú eru 95 í einangrun vegna kórónuveirusýkingar á Norðurlandi eystra og 574 eru í sóttkví. Ástandið hefur versnað mjög á síðustu tveimur vikum eða svo. Bjarni Smári Jónasson er forstjóri Sjúkrahússins á AkureyriSjúkrahúsið á Akureyri Bjarni Smári Jónasson er forstjóri sjúkrahússins á Akureyri. „Eins og staðan er núna þá liggja hjá okkur fjórir einstaklingar og þeir eru á almennri deild og enginn er á gjörgæslu. Þeim heilsast eftir atvikum.“ Hann segir að tölfræðin sýni að fleiri muni þurfi á innlögn að halda á næstu dögum eða vikum. „Hún segir okkur að við getum átt von á að fleiri komi til með að þurfa að leggjast inn hjá okkur á næstu dögum en hvað verður, verður tíminn að leiða í ljós.“ Bjarni var spurður hvað spítalinn getur tekið á móti mörgum Covid-19 sjúklingum. „Við getum tekið við allt upp í 24-34 einstaklinga eftir því hversu umfangið verður mikið en með góðu móti getum við sinnt á bilinu átta til fimmtán einstaklingum en ef þarf að leggja fleiri sjúklinga inn þá kallar það á meiri aðgerðir en það er hægt.“ Bjarni biðlar til bæjarbúa að huga vel að persónulegum sóttvörnum og fara að sóttvarnareglum. „Þannig tryggjum við best að við komumst í gegnum þetta tímabil eins áfallalítið og unnt er.“ Akureyri Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjúkrahúsið á Akureyri Tengdar fréttir Akureyringar boða einnig skipulagsdag Skipulagsdagur verður í leik- og grunnskólum á Akureyri sem og í tónlistarskólum og frístundastarfi á morgun. 1. nóvember 2020 17:29 Smitum fjölgar áfram á Akureyri og Dalvík 79 manns eru nú í einangrun á Norðurlandi eystra, flestir á Akureyri en smitum hefur fjölgað á Dalvík. Hermann Karlsson aðalvarðstjóri í aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi eystra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart. 30. október 2020 12:07 Mest lesið Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Fjórir liggja nú inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna Covid-19. Forstjóri sjúkrahússins á von á fleiri innlögnum næstu daga í ljósi fjölgunar smita á Norðurlandi eystra. Hann biðlar til bæjarbúa að viðhafa sóttvarnir og fara að reglum. Nú eru 95 í einangrun vegna kórónuveirusýkingar á Norðurlandi eystra og 574 eru í sóttkví. Ástandið hefur versnað mjög á síðustu tveimur vikum eða svo. Bjarni Smári Jónasson er forstjóri Sjúkrahússins á AkureyriSjúkrahúsið á Akureyri Bjarni Smári Jónasson er forstjóri sjúkrahússins á Akureyri. „Eins og staðan er núna þá liggja hjá okkur fjórir einstaklingar og þeir eru á almennri deild og enginn er á gjörgæslu. Þeim heilsast eftir atvikum.“ Hann segir að tölfræðin sýni að fleiri muni þurfi á innlögn að halda á næstu dögum eða vikum. „Hún segir okkur að við getum átt von á að fleiri komi til með að þurfa að leggjast inn hjá okkur á næstu dögum en hvað verður, verður tíminn að leiða í ljós.“ Bjarni var spurður hvað spítalinn getur tekið á móti mörgum Covid-19 sjúklingum. „Við getum tekið við allt upp í 24-34 einstaklinga eftir því hversu umfangið verður mikið en með góðu móti getum við sinnt á bilinu átta til fimmtán einstaklingum en ef þarf að leggja fleiri sjúklinga inn þá kallar það á meiri aðgerðir en það er hægt.“ Bjarni biðlar til bæjarbúa að huga vel að persónulegum sóttvörnum og fara að sóttvarnareglum. „Þannig tryggjum við best að við komumst í gegnum þetta tímabil eins áfallalítið og unnt er.“
Akureyri Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjúkrahúsið á Akureyri Tengdar fréttir Akureyringar boða einnig skipulagsdag Skipulagsdagur verður í leik- og grunnskólum á Akureyri sem og í tónlistarskólum og frístundastarfi á morgun. 1. nóvember 2020 17:29 Smitum fjölgar áfram á Akureyri og Dalvík 79 manns eru nú í einangrun á Norðurlandi eystra, flestir á Akureyri en smitum hefur fjölgað á Dalvík. Hermann Karlsson aðalvarðstjóri í aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi eystra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart. 30. október 2020 12:07 Mest lesið Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Akureyringar boða einnig skipulagsdag Skipulagsdagur verður í leik- og grunnskólum á Akureyri sem og í tónlistarskólum og frístundastarfi á morgun. 1. nóvember 2020 17:29
Smitum fjölgar áfram á Akureyri og Dalvík 79 manns eru nú í einangrun á Norðurlandi eystra, flestir á Akureyri en smitum hefur fjölgað á Dalvík. Hermann Karlsson aðalvarðstjóri í aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi eystra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart. 30. október 2020 12:07