Hafa áhyggjur af því að fólk skammist sín og tilkynni ekki um barnaníðsefni á netinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. nóvember 2020 20:31 Sextíu tilkynningar um barnaníðsefni á netinu hafa borist Barnaheillum á árinu. MYND/GETTY Sextíu tilkynningar um barnaníðsefni hafa borist Barnaheillum á árinu. Lögfræðingur Barnaheilla hefur áhyggjur af því að fólk veigri sér við að tilkynna um barnaníðsefni sem það verður vart við á netinu. Tilkynningum um barnaníðsefni á netinu í gegn um ábendingalínu Barnaheilla hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Í ár hafa um sextíu tilkynningar borst. Barnaheill er hluti af alþjóðlegum samtökum ábendingalína þar sem tilkynningum hefur einnig fjölgað gríðarlega mikið og eru orðnar 18 milljónir á ári. Þóra Jónasdóttir, lögfræðingur Barnaheilla. Þóra Jónsdóttir lögfræðingur Barnaheilla segir að talsvert sé tilkynnt um kynferðislegar myndir sem börn hafa sjálf tekið af sér og enda í dreifingu. „Allt upp í það að vera bara ofboðslega ljót kynferðisbrot gagnvart ungum bönrum.“ Þóra segir að tilkynningarnar berist frá þeim sem lenda í því að myndum af sér sé dreift á netið. „Eða þeir sem verða varir við efni á klámsíðum sem fer yfir þeirra mörk,“ segir Þóra. Hún óttast þó að margir veigri sér við að tilkynna. Annað hvort af skömm eða fólk viti ekki af ábendingalínu Barnaheilla. „Auðvitað eru tiltölulegar litlar líkur á því að þú rekist á barnaníðsefni nema þú sért á vefsíðum sem innihaldi klámefni og það er í raun engin skömm af því að vera skoða klámefni ef þú hefur áhuga á því. En ef þú sérð barn beitt ofbeldi, hvar svo sem það er þá er alltaf um lifandi barn að ræða og það verður að bregðast við og tilkynna,“ segir Þóra og bætir við að engu máli skipti að barnið sé erlent og í umhverfi sem maður kannast ekki við. „Það getur verið barn sem var beitt ofbeldi í dag og getur verið barn sem fær aðstoð innan 48 klukkustunda ef um það er tilkynnt í dag,“ segir Þóra. Hér má finna ábendingalínu Barnaheilla. Ofbeldi gegn börnum Kompás Lögreglumál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Sextíu tilkynningar um barnaníðsefni hafa borist Barnaheillum á árinu. Lögfræðingur Barnaheilla hefur áhyggjur af því að fólk veigri sér við að tilkynna um barnaníðsefni sem það verður vart við á netinu. Tilkynningum um barnaníðsefni á netinu í gegn um ábendingalínu Barnaheilla hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Í ár hafa um sextíu tilkynningar borst. Barnaheill er hluti af alþjóðlegum samtökum ábendingalína þar sem tilkynningum hefur einnig fjölgað gríðarlega mikið og eru orðnar 18 milljónir á ári. Þóra Jónasdóttir, lögfræðingur Barnaheilla. Þóra Jónsdóttir lögfræðingur Barnaheilla segir að talsvert sé tilkynnt um kynferðislegar myndir sem börn hafa sjálf tekið af sér og enda í dreifingu. „Allt upp í það að vera bara ofboðslega ljót kynferðisbrot gagnvart ungum bönrum.“ Þóra segir að tilkynningarnar berist frá þeim sem lenda í því að myndum af sér sé dreift á netið. „Eða þeir sem verða varir við efni á klámsíðum sem fer yfir þeirra mörk,“ segir Þóra. Hún óttast þó að margir veigri sér við að tilkynna. Annað hvort af skömm eða fólk viti ekki af ábendingalínu Barnaheilla. „Auðvitað eru tiltölulegar litlar líkur á því að þú rekist á barnaníðsefni nema þú sért á vefsíðum sem innihaldi klámefni og það er í raun engin skömm af því að vera skoða klámefni ef þú hefur áhuga á því. En ef þú sérð barn beitt ofbeldi, hvar svo sem það er þá er alltaf um lifandi barn að ræða og það verður að bregðast við og tilkynna,“ segir Þóra og bætir við að engu máli skipti að barnið sé erlent og í umhverfi sem maður kannast ekki við. „Það getur verið barn sem var beitt ofbeldi í dag og getur verið barn sem fær aðstoð innan 48 klukkustunda ef um það er tilkynnt í dag,“ segir Þóra. Hér má finna ábendingalínu Barnaheilla.
Ofbeldi gegn börnum Kompás Lögreglumál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira