Innlent

Heimilismaður smitaðist á hjúkrunarheimilinu Mörk

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimilið Mörk við Suðurlandsbraut.
Hjúkrunarheimilið Mörk við Suðurlandsbraut. mynd/ja.is

Heimilismaður á hjúkrunarheimilinu mörk hefur greinst smitaður af covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hjúkrunarheimilinu. Að höfðu samráði við smitsjúkdómalækna hefur viðkomandi verið lagður inn á Landspítala og viðbúnaðarstig virkjað á hjúkrunarheimilinu.

„Í samráði við verkferla í Mörk hefur verið ákveðið að viðbúnaðarstig verði ræst,“ segir í tilkynningunni.

„Eins og staðan er núna er ekki vitað hvaðan eða hvernig smitið barst í hús. Að undanförnu hefur enginn starfsmaður á hæðinni hans verið í sóttkví, veikur eða með einkenni Covid. Nú fara heimilismenn á hæðinni hans og þeir starfsmenn sem önnuðust um hinn smitaða í sóttkví,“ segir ennfremur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×